Skólavarðan - 2021, Page 22

Skólavarðan - 2021, Page 22
22 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 KENNARINN / Kjaramál Á vef Kennarasambands Íslands má finna reiknivélar á nýju formi sem auðvelda fólki að kynna sér ýmislegt sem snýr að skóla- og kjaramálum. Reiknivélarnar eru afar aðgengilegar og betri en fyrri reiknivélar að því leyti að auðvelt er að nota þær í síma eða spjaldtölvu. Auk hinna hefðbundnu launareiknivéla má finna nokkrar nýjar reiknivélar. Meðal þeirra má nefna Laun fullvinnandi á íslenskum vinnumarkaði frá árinu 2014. Þar má finna mjög áhugaverðar upplýsingar um laun á þessu tímabili og verða hér nokkrar staðreyndir settar fram myndrænt. Allt um laun og launaþróun Hvað eru regluleg laun og heildarlaun Í reiknivélunum er hægt að velja regluleg laun og heildarlaun. Skilgreiningar á þessum tveimur tegundum eru: Regluleg laun eru greidd mánaðarlaun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags- og bónusgreiðslur sem tilheyra launaliðum sem eru gerðir upp á hverju útborgunartímabili hjá launagreiðanda. Dæmi um slíkar greiðslur geta verið föst yfirvinna, fastar álags- greiðslur, bónusar í framleiðslu, sölubónusar, vaktaálag og eftirvinna. Regluleg laun hlutastarfsfólks eru umreiknuð í laun fyrir fullt starf. Við samanburð á reglulegum launum milli starfa eða starfsstétta er gott að hafa í huga að í þeim störfum þar sem fastlaunasamningar eru algengir, eða föst yfirvinna, þá er ekki haldið sérstaklega utan um yfirvinnugreiðslur í launakerfi og eru þær greiðslur því hluti af reglulegum launum. Heildarlaun eru öll laun einstaklingsins, þ.e. regluleg heildarlaun auk ýmissa óreglulegra greiðslna s.s. orlofs- og desemberuppbótar, eingreiðslna, ákvæðisgreiðslna og uppgjörs vegna uppmælinga. Við útreikninga er hvorki tekið tillit til hlunninda né akstursgreiðslna. 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% -5% -10% -15% -20% 33% 33% 23% 20% 11% 7% 4% -4% -17% 2% 0% Fj ár m ál a- og v át ry gg in ga st ar fs em i R af m ag ns -, ga s- o g hi ta ve itu r B yg gi ng as ta rf se m i o g m an nv ir kj ag er ð H ei lb ri gð is - og fé la gs þj ón us ta Fr am le ið sl a (C ) H ei ld - og s m ás öl uv er sl un Fl ut ni ng ar o g ge ym sl a O pi nb er s tjó rn sý sl a og v ar na rm ál A lls U pp lý si ng ar o g fja rs ki pt i Fr æ ðs lu st ar fs em i Sérfræðingar – frávik frá meðaltali 2020 Mynd 1: Myndin sýnir hvernig heildarlaun sérfræðinga víkja frá meðaltali eftir atvinnugreinum. Þar má sjá að atvinnugreinin fræðslustarfsemi sker sig töluvert úr – þar eru heildarlaun sautján prósentum lægri en meðaltalið og myndin nokkuð sláandi.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.