Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 54

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 54
54 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 KENNARASAMBANDIÐ / Félagsstarf F élagsmenn KÍ eru orðnir þrælvanir að sækja fundi og viðburði á netinu. Þannig fóru leikar að mestu fram á síðasta ári og langt fram eftir þessu ári. Skólamálaþing KÍ, sem jafnan er vel sótt, var til dæmis netviðburður annað árið í röð. Á haustdögum rofaði loks ofurlítið til og samkomutakmörkunum var að miklu leyti aflétt. Mörg aðildarfélaga KÍ nýttu tækifærið og efndu til staðfunda. Á öllum þessum fundum var ítrustu varkárni gætt og sóttvarnareglum fylgt út í ystu æsar. Covid-próf fyrir fund, spritt á staðnum, grímur og sömu sæti út daginn eru nú eðlilegasti hlutur í heimi. Þegar þetta er skrifað um miðjan nóv- ember eru því miður blikur á lofti og harðari samkomutakmarkanir hafa tekið gildi. Hversu lengi það varir veit enginn en vonandi gefst aðildarfélögunum kostur á að hóa sínu fólki saman á nýju ári. Hér eru myndir frá nokkrum viðburðum á haustönn. Félagsstarf aðildarfélaganna Félagsmenn komu saman eftir hlé Fulltrúar FG á ársfundi félagsins 23. september. Fundað var í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Félag grunnskólakennara efndi til ársfundar á Grand Hótel Reykjavík 23. september. Á myndinni sjást meðal annars Jens Guðjón Einarsson, varaformað- ur FG, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, og Jón Ingi Gíslason, formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Ríflega þrjú hundruð félagar í Skólastjórafélagi Íslands komu saman á námstefnu á Akureyri í byrjun október. Dagskráin var þéttskipuð sem endranær, meðal annars var fjallað um ómeðvitaða hlutdrægni, meðvirkni í stjórnun og markþjálfun í skólasamfé- lagi. Framhaldsskólakennarar komu saman á full- trúafundi 6. nóvember. Fundað var í Stórholti, sal Kennarasambandsins við Borgartún. Fulltrúafundur er haldinn þau ár sem ekki er aðalfundur. Boðað verður til aðalfundar á næsta ári. Góð mæting var á Svæðisþing tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík 6. október. Meðal þess sem var til umræðu var „Tónlistarskóli sem lærdómssamfélag“, skipulag kennslu og starfsþróunarmöguleikar. Svæðisþing FT voru haldin í nítjánda sinn í þetta sinn en þau eru vettvangur faglegrar umræðu um málefni tónlistar- skólans og tónlistarnáms. Jafnréttisstefnu- mót aftur að ári Jafnréttisnefndir Kennarasam- bands Íslands og Menntavís- indasviðs HÍ efndu til þriggja jafnréttisstefnumóta í nóvember. Fyrsta stefnumótið bar yfirskriftina Jafnrétti í skóla- og frístundastarfi. Svandís Anna Sigurðardóttir, frá Mann- réttindastofu Reykjavíkur, fjallaði um Regnbogavottun og hinsegin málefni. Eva Halldóra Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Tjörninni, fjallaði um hvernig nálgast má samtöl um erfið mál- efni við ungt fólk og Sigrún Birna Björnsdóttir, sérfræðingur hjá KÍ, kynnti vef jafnréttisnefndar KÍ. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, forkona jafnréttisnefndar KÍ, stýrði fundinum. Skilningur ekki nægur Annað stefnumótið bar yfir- skriftina Jaðarsetning í skóla- menningu, hvað þarf að ræða? Ungmenni sögðu frá hugðarefn- um sem lúta að jaðarsetningu og hvernig nálgast má það málefni í skólasamfélaginu. Þar komu fram Antirasistarnir Kristín og Valgerður Reynisdætur, Anna María Kjeld, frá Q-félagi hinsegin stúdenta, Phoebe Jarina, frá Femínistafélagi Kvennaskólans, og Eiður Welding, framhalds- skólanemi og stjórnarmaður í Öryrkjabandalagi Íslands. Fram kom í máli þeirra að skilningur margra kennara á mál- efnum sem þessum er ekki nægur. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, stýrði fundinum. Ærið verk fyrir höndum Þriðja stefnumótið bar yfirskrift- ina Forréttindi, forréttindablinda og jafnrétti í skólastarfi. Þessu lokastefnumóti var ætlað að draga saman og kortleggja stöðu jafnréttismála í skóla- og frístundastarfi en einnig var lagt á ráðin um hvernig skapa má rými réttlætis og jöfnuðar í þeim stofnunum sem þátttakendur starfa í. Meðal annars kom í ljós að skilningi á stöðu ýmissa þjóðfélagshópa og einstaklinga er ábótavant þegar kemur að vali á námsefni, kennsluaðferðum og umræðum innan skólasamfé- lagsins og því ærið verk enn fyrir höndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.