Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 9
fyrr. Bretarnir voru
mjög almennilegir. En
svo vorum við svekktir
yfir því, að þeir voru að
lóna þarna úti, en Sig-
urður tók þá inn, og ég
held, að hann hafi
stungið upp á því sjálf-
ur. Skipið kom inn um
kl. um nóttina. Örfáir
höfðu þá komið fyrr
með öðru skipi.
Á hafnarbakkanum var okkur vísað
upp í herbíla og ekið inn í Laugarnes á
herspítalann, fengum ekki að fara heim
strax, skipun frá hernum. Við vorum
komin heim um 10 til 11 leytið um
morguninn. Fólkið á bryggjunni vissi
ekkert, hverjir hefðu bjargazt og hverjir
ekki. Sigurður var þess vegna skúffaður
yfir því, að við fengum ekki að fara
heim, að við vorum lokuð inni á spítal-
anum yfir nóttina. Við heyrðum það á
honum, en annars sagði hann fátt. Her-
inn réði öllu. Engin læknisskoðun,
en það var athugað um okkur, hvort
nokkuð væri að.
Þegar við komum, þá var bryggjan
full af fólki upp við Hafnarhúsið. Við
lentum við bryggjuna, sem gengur út frá
Miðbakka vestan megin, þar sem Ríkis-
skip lögðust. Fólkið fékk ekki að fara
ofan á bryggju, hermenn voru þar. Við
fengum heldur ekki að fara uppeftir til
þess að tala við fólkið. Eiginkona Ragn-
ars Kjærnesteds komst þó til mín, ég
hafði oft séð hana áður, og hún spurði
mig, hvort Ragnar væri með, en ég sagð-
ist ekki hafa séð hann og vissi þó betur,
en vildi ekki segja það þarna afdráttar-
laust. Tengdamóðir mín og kona mín
voru búin að hanga niður við höfn, eftir
að fréttir fóru að kvisast einhvern tíma
um eftirmiðdaginn. Þá fóru þær ofan eft-
ir og voru að bíða fram eftir öllu. Um 8
eða 9 leytið um kvöldið hafði kunningi
minn komið til þeirra og sagt þeim, að
þær skyldu fara heim, hann myndi bíða
eftir þessu. Svo sá hann mig fara upp í
bílinn, og hann fór beint heim og sagði
þeim það. Við bjuggum á Þvervegi 0 í
Skerjafirði. Tengdamóðir mín bjó á
Hringbraut 86.
Daginn eftir var ég ásamt öðrum
beðinn að nafngreina líkin sem náðst
höfðu. Við vorum sendir í líkhús, sem
var inni í Laugarnesi, þar sem sjúkra-
húsið var. Þar voru tugir líka í hillum úr
ýmsum skipalestum, en þau nýjustu
voru frá okkur. En við þekktum enga.
Enginn af Íslendingunum var þar. Það
var óhuggnanlegt að sjá þetta hús. Braggi
með hillum og líkum.
- Seinna hittirðu Sigurð. Hann var með
Reykjafoss eða Kötlu gömlu og Lagarfoss
eftir þetta. Rædduð þið nokkuð Goðafoss?
Nei, nei, hann minntist aldrei neitt á
Sjómannablaðið Víkingur – 9
Eyjólfur Júlíus Ein-
arsson, vélstjóri.
Stefán Olsen, Edda Kvaran og Sigga Ross á Iceland Restaurant, 1680 Broadway, New York City, 13. janúar
1944.
Brúarfoss var mikið happaskip sem sigldi á hættu-
legum slóðum í seinna stríði.
Díselskipið Goðafoss (III) í ís undan Finnlandsströndum.