Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 45
Sjómannablaðið Víkingur – 45 8. Spurt er um bæ sem nú er í eyði. Bærinn er umflotinn þegar flóð er en greiðfært er þangað um fjöru. Þar var fyrrum útræði og verslunarstaður. Á einokunartímanum var kaup- mönnum leigð þar höfn. Þessi bær kom mjög við sögu þegar erlent hafrannsóknaskip strandaði þar skammt frá og allir skipverjar nema einn fórust. Hvað heitir bærinn? Hvaða skip fórst þarna? 9. Hér er spurt um eyjar þar sem áður fyrr var höfuðból og stórbýli en er nú í eyði. Þar fæddist árið 1726 náttúru- fræðingur, menningarfrömuður og skáld, einn merkasti Íslendingur 18.aldar. Eftir hann liggur fjöldi rita m.a. kvæðabók. Hann var nýlega orðinn varalögmaður sunnan og vestan er hann lést með sviplegum hætti árið 1768. Á höfuðbóli þessu bjó um skeið Eyjólfur Einarsson eyjajarl. Hann var um skeið alþingis- maður Barðstrendinga. Hvað heita þessar eyjar? Hver var náttúrufræðingurinn? Góða skemmtun og megi Sjómannadagurinn verða ykkur gleðiríkur. Lausn á krossgátu 1. tb l .

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.