Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 11
að ég hætti að vinna. Þar var ég rekinn í sveinspróf, og það leizt mér ekkert á. Þá var búið að breyta lögunum. Ef maður var búinn að vinna 10 ár í smiðju, þá mátti maður fara í sveinspróf. Og Gísli, yfirverkstjóri, kemur til mín einu sinni og spyr, hvort ég treysti mér ekki til þess að taka sveinspróf. Það sé öruggara vegna vinnunnar. Þetta var árið 1968, þegar síldin klikkaði. Það var atvinnu- leysi og segja þurfti upp fjölda fólks. Hann vitnaði í það, og að þá þyrfti ekki að segja mér upp. Ég sagðist ekkert skilja í teikningunum. Þá fékk hann mann til þess að kenna mér á þær. Guð- mundur Rósinkransson átti að kenna mér það, og ég var nú búinn að grúska eitthvað í því. Svo smíðaði ég sveins- stykki eftir teikningu, og það var látið heita gott. Ég var orðinn 55 ára gamall, og þá hafði ég fengið sveinspróf í vél- virkjun; fékk bréfið frá iðnaðarráðu- neytinu upp á það. Seinustu túrarnir Þegar ég vann í vélsmiðjunni Héðni, þá var ég eitt sinn beðinn að fara á tog- arann Hauk sem annar vélstjóri. Við fórum til Austur-Grænlands, og þegar búið var að flaka fyrsta halið, þá kemur fyrsti vélstjóri í matartímanum og segir, að stýrisvélin sé biluð, það lekur með röri, og að við verðum að fara heim. Þá segi ég í gegnum mína reynslu sem vél- stjóri, en þó miklu heldur sem vélvirki úr Héðni, að við skyldum skoða málið. Ég fer ofan í vél með vélstjóranum og aftur í sérstakt „stýrishús,“ sem var á þessum togurum. Og ég sting upp á því við vélstjórann, að hann fari til skip- stjórans og spyrji, hvort hann gefi kost á fjórum tímum til þess að laga þetta eða til klukkan fjögur til fimm um eftirmið- daginn, en annars væri ekkert annað að gera en að fara heim. Það var samþykkt, og við rífum þetta í sundur og gerum við það alveg eins og við hefðum gert í Héðni. Svo er þrýstingurinn settur á dæluna, og það er kallað „hægri“ og „vinstri,“ og allt passar það, stýrið virkar, og það lekur ekki neitt. Þetta reyndist ekki mikið mál fyrir mann, sem vann í Héðni. Vélvirkinn úr Héðni hafði gert við stýrið. En svo varð vesen úr þessu, því þriðji vélstjóri varð reiður út af því, að ég skyldi hafa verið settur annar vél- stjóri og líka í þetta! Síðasti túrinn minn á sjó var langur, heilt ár á flutningaskipinu Önnu Borg. Við vorum í flutningum með saltfisk og skreið til Spánar, Ítalíu og Grikklands og komum heim með salt í staðinn. Við komum oft heim í millitíðinni, ég fór bara marga túra. Það var líklegast 1968 /1969. Þá hætti ég alveg. Í ellinni Áttatíu og tvö ár er ekki góður aldur til þess að gera eitthvað, en það er góður aldur til þess að slæpast og gera ekki neitt, ef maður hefur góða heilsu. Nei, ég hitti þá ekki niðri á Eimskip, en það var lengi vel, eftir að ég fór að slæpast, að ég hitti þessa gömlu karla úti í eyju í Kaffi- vagninum. Svo hef ég stundum farið þangað núna, en þar er enginn. Annað hvort eru þeir hættir eða dauðir. Allt yngri menn núna. Heima hjá einum sona minna, þar má ég hvergi reykja nema í eldhúsinu. Þetta er orðin ástríða hjá sumum. Það eina, sem ég hef nóg af núna, er tíminn, ég hef nógan tíma. Konan mín, Þorbjörg Sturlaugs- dóttir, lézt 198, hún var fædd 1918. Við bjuggum hérna á Hringbraut 8. Einn sona minna, Sigurður, býr í Reykjavík, annar, Sturlaugur, er á Eskifirði, og þriðji er í Svíþjóð, er þar kennari í vélfræði. Svo býr einn í Hafnarfirði og annar á Blönduósi. Tengdadóttir mín kom hérna áðan, hún er á lyfjatækniskóla, og var með ungan son sinn. Ég fer niður á Granda (Aflagranda 0, Félagsmiðstöð), þar er matur, og þar spila ég við karlana. Það er spilað annan hvern dag, mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga. Svo er spilað aukalega. Eftirmáli Þeir, sem fórust með es Goðafossi 10. nóvember 19: Farþegar: Friðgeir Ólason, læknir, 1 árs, Sigrún Briem, læknir,  ára, Óli Hilmar Friðgeirsson, 7 ára, Sverrir Friðgeirsson, á þriðja ári, Sigrún Friðgeirsdóttir, á fyrsta ári, Ellen Ingibjörg Downey, Reykjavík,  ára, William Downey,  ára, Halldór Sigurðsson, Reykjavík, 1 árs, Sigríður Pálsdóttir Þormar, Reykjavík, 0 ára, Steinþór Loftsson, Akureyri, 1 árs. Skipverjar: Þórir Ólafsson, . stýrimaður, 9 ára, Hafliði Jónsson, 1. vélstjóri, 7 ára, Sigurður Haraldsson, . vélstjóri, 7 ára, Guðmundur Guðlaugsson, . vél- stjóri, 55 ára, Eyjólfur Eðvaldsson, 1. loftskeyta- maður, 8 ára, Sigurður Jóhann Oddsson, 1. matsveinn, 1 árs, Jakob Sigurjón Einarsson, þjónn, 6 ára, Lára Ingjaldsdóttir, þerna,  ára, Sigurður Einar Ingimundarson, bátsmaður, 7 ára, Ragnar Kjærnested, stýrimaður, en háseti í þessari ferð, 7 ára, Sigurður Sveinsson, háseti, 8 ára, Randver Hallsson, yfirkyndari, 7 ára, Jón K. G. Kristjánsson, kyndari, 51 árs, Pétur Már Hafliðason, kyndari, 17 ára, sonur 1. vélstjóra, Benjamin L. James, signalmaður, 16 ára. Af 18 skipverjum af S S Shirvan, sem bjargað var um borð í es Goðafoss 10. nóvember 19, fórust allir nema tveir; en annar þeirra lézt líklegast, fljótlega eftir að komið var til Reykjavíkur. Þeir, sem björguðust. Farþegar: Agnar Kristjánsson, Áslaug Sigurðardóttir. Skipverjar: Sigurður Gíslason, skipstjóri, Eymundur Magnússon, 1. stýrimaður, Stefán Dagfinnsson, . stýrimaður, Hermann Bæringsson, . vélstjóri, Aðalsteinn Guðnason, . loftskeytamaður, Frímann Guðjónsson, bryti, Guðmundur Finnbogason, . matsveinn, Arnar Jónsson, búrmaður, Guðmundur Árnason, þjónn, Stefán Skúlason, þjónn, Baldur Jónsson, háseti, Gunnar Jóhannsson, háseti, Ingólfur Ingvarsson, háseti, Jóhann Guðbjörnsson, háseti, Sjómannablaðið Víkingur – 11 Duke of York sigldi á vélbátinn Braga en lánið fylgdi Stefáni Olsen. Við vitum hins vegar ekki hvernig réttarkerfið tók á þessu máli eða hvort eftirmál urðu yfir höfuð einhver.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.