Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 17
Sjómannablaðið Víkingur – 17
sinni, nema Raggi Kross sem stefndi að
venju austur á Hraun. Farkostur okkar
Gvendar var „Sigurvon“, tæp sex tonn að
stærð, en þeir bræður Björn og Gvendur
smíðuðu sjálfir þetta skip árið 1960.
Sól skein í heiði
Alkunna er að Raufarhöfn er einstök
frá náttúrunnar hendi, ákaflega skjólgóð
og svo haganlega sköpuð að siglt er út úr
höfninni nánast beint í suður. Þegar á
Hólsvíkina var komið hófumst við strax
handa við að draga fyrstu trossuna. Afli
var frekar tregur en alls ekki algjör ör-
deyða. Þegar tveir menn draga þorskanet
þarf svolítið annað verklag en þegar fleiri
eru í áhöfn. Á „Sigurvon“ var lóðrétt
dráttarskífa á borðstokki og hún tengd
hefðbundnu línuspili. Netin voru síðan
lögð niður innan við borðstokk en væri
fiskur í var honum kippt inn á borð og
hann greiddur úr þar.
Þegar við höfðum dregið fyrstu tross-
una og lagt hana aftur taldi Gvendur
tímabært að drekka morgunkaffið vegna
þess að annar bátur hafði lagt yfir næstu
trossu sem við ætluðum að draga og
við urðum að bíða meðan hann drægi
ofan af. Við sátum nú um stund úti og
Gvendur hafði orð á því að þetta væri
fyrsti dagurinn á vertíðinni sem hægt var
að drekka kaffið utan dyra. Báturinn
haggaðist varla, sól skein í heiði og Hóls-
víkin var eins og heiðartjörn í logninu.
Nú kom vélbáturinn „Kristinn“ upp að
síðunni hjá okkur og Björn Hólmsteins-
son sagði okkur að hann hefði verið að
hlusta á tíutíu veðrið. Spáin gerði ráð
fyrir snarvitlausu veðri og þar með að í
lok veðurfregna hefði komið ný veður-
lýsing frá Hornbjargsvita en á tíunda
tímanum hafði brostið þar á norðanstór-
viðri jafnframt því sem kólnað hafði ver-
ulega.
Við byrjuðum nú að draga næstu
trossu. Þeir bræður höfðu fimm net í
hverri trossu og má gera ráð fyrir að í
tregfiski og blíðviðri eins og þarna var
hafi verið svo sem hálftíma verk að draga
hverja trossu.
Á þriðja neti, því í miðjunni, varð
skyndileg breyting á veðri, það byrjaði
að snjóa. Aðra eins snjókomu hef ég
aldrei séð, hvorki fyrr né síðar, þéttleik-
inn var svo mikill og kornastærðin ein-
stök svo að buldi í sjónum. Þetta stóð í
eina eða tvær mínútur og svo brast hann
á. Mig skortir orð til að lýsa þessum
veðrabrigðum, svo snögg voru þau,
orðtök eins og hendi væri veifað eru
alltof hversdagsleg. Í minningunni var
þetta einhvers konar árekstur, við sigld-
um á vegg. Á sama tíma hrapaði hitinn.
Ef við hefðum haft mæli og tíma til að
horfa á hann hefðum við ábyggilega
séð súluna síga um tíu gráður á fáum
mínútum. Vindur var af norðnorðaustri
og nú dugði ekkert venjulegt andóf
heldur þurfti að keyra af töluverðu afli.
Gvendur æpti á mig að skera á netin um
leið og hann snaraðist inn í stýrishús en
af meðfæddum þráa og heimsku hélt ég
áfram að drösla netunum inn fyrir borð-
stokkinn. Nú þýddi ekkert að hugsa um
að greiða úr eða leggja niður.
Eftir örfáar mínútur voru netin
komin inn í bát og hægt var að leggja af
stað heim á leið. Á þessari stuttu stund
hafði rifið upp haugasjó svo að útilokað
var að keyra í hliðskellunni sömu leið og
við höfðum farið um morguninn. Gvend-
ur keyrði því beint upp í veðrið til að
komast sem lengst frá landinu. Hann
gjörþekkti bátinn og leiðina og sýndi hér
úrvalssjómennsku þegar hann sneiddi
hjá stærstu sjóunum til að lágmarka
ágjöfina. Í bátnum var ágæt lensidæla og
aftan við stýrishús var öflug handdæla
sem nú kom í góðar þarfir. Ég kom mér
fyrir í skjóli við stýrishúsið og dældi án
afláts með handdælunni enda veitti ekki
af því í ágjöfinni. Þegar komið var vel
norður fyrir Raufarhöfn sneri Gvendur
undan og nú fórum við á hressilegasta
lensi sem ég hef upplifað þráðbeint í
Sundið og síðan beinustu leið inn að
bryggju. Hinir netabátarnir tíndust inn
um svipað leyti og við.
Næsta hálftímann eða svo greiddum
við úr netunum og gerðum að fiskinum.
Snjókoman hafði færst í aukana, við
hömuðum okkur ásamt hinum strákun-
um og ræddum um veðrið og veiðarfærin
en fengum okkur einhvern veginn ekki
til að nefna það sem hvíldi á okkur öll-
um, örlög Ragga Kross. Okkur var öllum
ljóst að útilokað var að trilla á borð við
„Sindra“ gæti komist austan af Hrauni til
Raufarhafnar í þessu veðri. Menn héldu
nú hver heim til sín til að láta vita að við
hefðum þó alla vega sloppið lífs úr þess-
um hvelli.
Gvendur Lúlla kenndi mér að lesa í náttúruna, rifjar Hreinn upp. Hann var einstakur maður.
- Mynd: Jón Páll Ásgeirsson
Stundirnar á sjónum geta orðið ógleymanlegar og þó kannski engum eins og trillukarlinum sem andar með
náttúrunni og finnur hjartslátt hafsins þegar hann á reki situr einn við færarúllurnar.