Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 15
Sjómannablaðið Víkingur – 15
Þá er það Herjólfur (II) frá Vest-
mannaeyjum en félagi minn Tomas Johan-
nesson, skipaljósmyndari og ritstjóri skipa-
áhugamannaklúbbsins Klubb Maritim í
Svíþjóð, sendi mér myndina.
Herjólfur var seldur sænska hernum
og gerður að móðurskipi fyrir tundur-
skeytabáta. Fékk hann nafnið Galø.
Sænski herinn seldi skipið til Skotlands
árið 006. Þar var nafni þess breytt í Kom-
mandor Stuart og það gert að
rannsóknaskipi. Ég hef fengið leyfi
Sidney Sinclair frá Leirwik að birta mynd
hans af skipinu sem sýnir vel hversu mik-
lar breytingar hafa verið gerðar á því fyrir
núverandi verkefni þess.
Að lokum barst mér ljósmynd sem
Svíinn Krister Bång tók af Beiti NK, 13.
apríl sl., við bryggju í Grenå í Danmörku
og má sjá að nú eru dagar þessa aldna
skips senn taldir. Byrjað er að brenna ofan
af skipinu og ef grant er skoðað má sjá að
bakkinn hefur því sem næst verið losaður
frá.
Magnús Snorrason útgerðarmaður í Ólafsvík við Glófaxa, sem á þessum tíma bar nafnið Kristi Sophie.
Galø / Kommandor Stuart, áður Vestmannaeyjaferjan Herjólfur (II).
Beitir NK, 13.
Sæljón SU, heldur gamla nafninu.
Vona ég að fleiri lesendur Sjómannblaðsins Víkings sendi
okkur myndir af gömlum íslenskum skipum sem þeir hafa
rekist á í ferðum sínum.
Hægt að senda þær á netfangið iceship@heimsnet.is.