Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 39
Útgerðarstöð Guðmundar á Akureyri var niðri á Oddeyrartanga. - Minjasafnið á Akureyri.
fyrir skreiðina, líka fiskgeymsluhús, búin
kælitækjum, en ef við hefðum slík hús
mætti auka hér mjög saltfiskverkun.
Svona predikaði Guðmundur og lét
verkin tala. Hann kom sér upp útgerð-
arstöð á Oddeyrartanga þar sem voru
skrifstofur, frystiklefi, fiskvinnsla og
geymsluskáli.
Vildi skuttogara árið 1958
Guðmundur snerist sannarlega í
mörgu. Hann var allt í senn, bæjarfull-
trúi, útgerðarmaður, fiskverkandi og
skipstjóri. Sumarið 1957 fór hann á sína
25. síldarvertíð sem skipstjóri og um leið
þá síðustu. Hann ætlaði að hætta á sjón-
um og selja Jörund. Hann var líka búinn
að ákveða að gefa ekki aftur kost á sér
sem bæjarfulltrúi. Eftir bráðum átta ár í
pólitík var hann búinn að fá nóg. Hann
hafði goldið keisaranum sitt.
Þrátt fyrir að eitt síðasta verkefni
Guðmundar í bæjarstjórninni væri að
bregðast við neyðarkalli frá ÚA, sem var
að fara á hvolf, var hann byrjaður að
gæla við þá hugmynd að fá sér nýjan og
stærri togara í stað Jörundar. Hann átti
að vera stór, nýtískulegur og sækja á fjar-
læg mið. Til Grænlands og Nýfundna-
lands.9 Draumurinn um skuttogarann –
„experimentið“ - var byrjaður að gera
vart við sig. Guðmundur var líka farinn
að velta fyrir sér búferlaflutningum.
Höfuðstaðurinn var óneitanlega nær
nafla alheimsins. Tímarnir voru að breyt-
ast. Þegar Jörundur var í smíðum í Bret-
landi og Guðmundur var eins og grár
köttur í skipasmíðastöðinni hafði hann
fengið að fljóta heim með Kaldbaki sem
var að koma úr söluferð frá Fleetwood.
Nú flugu menn og þá var gott að búa
nálægt Keflavík. Kannski var líka hlaup-
ið óþol í Guðmund vegna ástandsins á
ÚA. Hann hafði verið beðinn að sitja í
nefndinni sem átti að rannsaka tap-
rekstur Útgerðarfélagsins en harðneitað.
Það hafði líka verið orðað hvort hann
gæti hugsað sér að gerast nýr fram-
9 Jón Þ. Þór: Nýsköpunaröld. Saga sjávarútvegs á
Íslandi, 3. b., bls. 62.
kvæmdastjóri félagsins sem hann kærði
sig ekkert um heldur.
Eftir vetrarlanga dvöl í Rendsburg í
Vestur-Þýskalandi, 1958 til ´59, þar sem
Guðmundur lagði fyrst drög að smíði
skuttogara en síðan gámaskips, sem
hefði orðið eitt af fyrstu gámaskipum
veraldar. Hann var búinn að fá leyfi
íslenskra stjórnvalda til að hefja farm-
flutninga en þá rumskaði óskabarn
þjóðarinnar við sér, sjálft Eimskipafélag
Íslands, og „kerfið“ skellti í lás á Guð-
mund. Hann neyddist því til að hörfa inn
á hefðbundnari slóðir og hófst þá smíði
togarans, Narfa RE 13.10 En nú var Guð-
mundur búinn að gera upp hug sinn.
Reykjavík var fyrirheitni staðurinn. Þar
varð hann að búa. Um haustið 1959 tók
fjölskyldan sig upp og flutti suður.
Akureyri hafði glatað einum sínum öfl-
ugasta útgerðarmanni.
10 Guðmundur Jörundsson: Sýnir og sálfarir, bls.
114. Bréf Jörundar Guðmundssonar til höfundar 2.
og 16. febrúar 200 Sjómannablaðið Víkingur – 39