Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 49
Sjómannablaðið Víkingur – 49 Ólafur Ragnarsson Óvinur í undirdjúpunum Þann 5 september 1941, rétt fyrir miðnætti (kl 2330), sér kapteinn Schüler lítið fiskiskip í sjónpípunni. Skip með fána hlutlausrar þjóðar, málaðan vel sjáanlegan á báðum síðum. En þetta friðsama fiskiskip hafði fært óvininum fisk á borðin og því var Schüler ekki lengi að dæma það til dauða og 11 íslenska sjómenn. Eitt búmm, svo var það búið. Mennirnir, ef einhverjir hafa lifað af sprenginguna, eru ofur- seldir ísköldu Atlantshafinu. Síðar, eða réttum einum sólar- hring, sér Schüler annað lítið fiskiskip og nú frá óvininum sjálf- um, annað búmm og sagan endurtekur sig. Maður spyr sig, hvernig getur „Sjómaður“ gert kollegum sínum svona nokkuð? En þegar alið hefur verið á hatri og þjóðernishyggju þá getur svona lagað gerst. Ég held að við, nálega 70 árum síðar, getum að einhverju leyti skilið þessa kaf- bátamenn. Það er hægt með gegndarlausum áróðri að fá svona- lagað fram hjá mönnum. Er nokkuð betra að skjóta menn með ofansjávar tundurskeytum eins og gert er fyrir „málstaðinn“ nú á dögum. Við eigum því láni að fagna í dag að það bíða engir kafbátar sjómannanna okkar á Norður-Atlantshafinu. Til vinstri kemur laskaður þýskur kafbátur til hafnar. Til hægri, rústir af kaf- bátalæginu við Elbe. Þessi gólátlegi maður á myndinni er Philipp Schüler, kaptinlautinant á U-141 þegar Jarlinn og King Erik voru skotnir niður. Til hægri er kafbátalægið í Brest. U-141 var af þessari gerð kafbáta (IId). „Þú kemur seint,“ sagði dökkhærði barþjónninn við ljóshærða barþjóninn. „Já, ekkert skrýtið, ég varð vitni að hræðilegu slysi á leiðinni. Það var eins gott að ég var búinn að fara á skyndihjálparnámskeið!“ „Hvað gerðir þú?“ spurði sá dökkhærði. „Ég settist á gangstéttina og beygði höfuðið niður á milli hnjánna til að það liði ekki yfir mig.“ * Þrír nýgiftirkarlar sátu yfir bjór og montuðu sig af því hvernig þeir höfðu látið nýju konurnar sínar fá verkefni heima fyrir. Sá fyrsti hafði gifst konu frá Colarado og sagt henni að hún ætti að þvo upp og þrífa húsið. Það tók nokkra daga en á þriðja degi kom hann heim í hreint hús og uppvaskið búið og frágengið. Annar maðurinn hafði gifst konu frá Nebraska. Hann hafði skipað henni að sjá um öll þrif, uppvask og eldamennsku. Fyrsta daginn hafði ekkert gerst, annan daginn hafði það aðeins skánað og þann þriðja var húsið hreint, uppvaskið búið og svaka steik og meðlæti í matinn. Þriðji maðurinn hafði gifst konu frá Íslandi. Hann sagði henni að hennar verk væru að halda húsinu hreinu, sjá um uppvaskið, slá garðinn, þvo þvott og elda heita máltíð í hverjum matmálstíma. Hann sagði að fyrsta daginn hefði hann ekki séð neitt, annan daginn sá hann heldur ekki neitt en á þriðja degi minnkaði bólgan aðeins svo hann sá svolítið með vinstra auganu, nóg til að geta útbúið sér eitthvað að borða og sett í uppþvottavélina. * Tvær konur bíða á biðstofunni við Gullna hliðið og drepa tímann með því að forvitnast um dauðdaga hinnar. A: „Ég fraus til bana.“ B: „En hræðilegt, að frjósa til bana. Það hlýtur að hafa verið kvalar- fullt?“ A: „Ekkert svo, þegar maður er hættur að skjálfa af kulda verður maður bara syfjaður og finnur fyrir hlýju. Loks dettur maður bara út. En hvað gerðist hjá þér?“ B: „Ég fékk hjartaáfall. Ég var lengi búin að gruna manninn minn um framhjáhald og ákvað einn daginn að koma snemma heim úr vinnunni. En þegar ég kom heim, sat hann bara inni í stofu og horfði á sjónvarpið.“ A: „Nú? En hvað gerðist þá?“ B: „Ég var alveg viss um að það væri önnur kona í húsinu, svo ég hljóp um allt að leita. Upp á háaloft, niður í kjallara, inn í alla skápa og undir öll rúm. Ég hélt þessu áfram þar til ég var búin að kemba allt húsið. Þegar því var lokið var ég svo örmagna að ég hné niður, fékk hjartaáfall og dó.“ A: „Hmm, leitt að þú skyldir ekki kíkja í frystikistuna. Þá værum við báðar á lífi.“ * Ég horfði gagnrýnum augum á konuna, sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði: „Heyrðu elskan, fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu. Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og 50 tommu flatskjá en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið með þreyttri 55 ára konu. Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér.“ Ég verð að játa að ég á skynsama konu. Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið: „Ekki vandamálið. Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu. Ég sé um að þú fáir hitt aftur: Ódýra íbúð, bíl- druslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp. Eftir þessi 30 ár, veistu að ég meina það sem ég segi!“ Er konan mín ekki frábær – grái fiðringurinn hvarf á einu andar- taki.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.