Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 24
 – Sjómannablaðið Víkingur Makríll er einn af nýjustu nytja- fiskum okkar Íslendinga og færist sífellt í aukana að hann sé meðafli með síld veiddri í flottroll á sumrin. Makríll- inn hrygnir snemmsumars og syndir svo norður í ætisleit og hefur hann veiðst í íslenskri lögsögu í júlí og ágúst. Á undra skömmum tíma hefur makríl- afli í íslenskri lögsögu farið úr 4000 tonnum árið 2006 í rúm 100 þúsund tonn árið 2008. Stærstur hluti þess fengs fer til bræðslu sem er miður því að fiskimjölið gefur ekki nándar nærri jafnmikið af sér og væri fiskurinn seld- ur konum og körlum til neyslu. Það er því allra hagur, og hann umtalsverður, að finna hagkvæmar leiðir til að gera makrílinn að mannamat. Höfum hugfast að makríllinn er með- afli. Þetta segir okkur að fyrst þarf að finna aðferð til að skilja hann frá síld- inni (og öðrum afla). Í öðru lagi þarf að losna við átuna úr maga hans sem annars eyðileggur fiskinn til manneldis. Þegar makríllinn er veiddur sem mannamatur seinni hluta sumars er hann hausaður, slægður og frystur og þannig seldur til Austur-Evrópu. Til þess að þetta sé unnt þarf, auk lág- marksvinnslulínu, að vera hausari og suga um borð sem sýgur innyflin úr makrílnum. Verkefnið Árið 008 samþykkti AVS, rann- sóknasjóður í sjávarútvegi að styrkja verkefni sem Matís ohf, Ísfélag Vest- mannaeyja hf og Huginn ehf starfa sa- man að. Verkefnið nefnist: Veiðar, flokk- un, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum. Markmiðið er að kanna makrílveiðar uppsjávarfiski- skipa á Íslandsmiðum, gera mælingar á lögun fisksins, leysa flokkunarvanda- málið (það er að skilja makrílinn frá öðrum afla) og segja til um hvernig vinnslunni verði best háttað í frystiskip- um. Skilgreina á nauðsynlegan tækjakost við vinnsluna og kanna markaði fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Verkefnið er til tveggja ára og hefur nú staðið í eitt ár. Eru hér birtar fyrstu niðurstöður úr þessum athugunum. Lögun makríls Makríll er straumlínulaga fiskur. Lagt var mat á flokkunareiginleika makríls sem veiddur var austur af landinu innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu. Sýnum var safnað af þremur skipum, þau voru tekin úr skiljara uppá dekki um leið og aflanum var dælt um borð. Alls voru 0 fiskar af hverju skipi mældir vikulega. Eftirfarandi þættir voru athugaðir; heild- arlengd, staðallengd, hauslengd, bol- lengd, stirtla, breidd, hæð, ummál og þyngd. Auk þess var kyn fiska greint. Niðurstaðan varð í sem stystu máli sú að langmest var af makríl á stærðarbilinu frá 5 til 9 sm. Smæstir voru fiskarnir 9 sm – sem vel að merkja voru innan við 1% af mældum afla – en stærstir  sm (1% sýna). Um 0% fiskanna voru 0 sm eða lengri en enginn fór þó yfir  sm. Þess má geta að makríllinn verður mest 60 sm langur. Um þyngd er það að segja að lang- flestir fiskanna, eða 80% þeirra, voru á bilinu 00 til 599 gr (1% voru 00-99 gr). Aðeins % sýna voru undir 00 gr (léttustu fiskarnir fóru niður í 50 gr) en % voru þyngri en 700 gr – þyngsti fiskurinn var 790 gr. Ragnheiður Sveinþórsdóttir. Ragnheiður Sveinþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Matvæla,rannsóknum Íslands (Matís) Makrílvinnsla á Íslandsmiðum

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.