Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 18
18 – Sjómannablaðið Víkingur Hvernig slapp Raggi Kross? Seinna um daginn fréttist að Raggi hefði komist lifandi í land í Krossavík. Ég sá fyrir mér að hann hefði strax séð að vonlaust var að ná til Raufarhafnar í þessu veðri og hefði því siglt inn með Björgum og hafnað upp í fjöru í Krossa- vík. Ég sá hann fyrir mér hleypandi undan brimsköflunum og gera ráð fyrir því að ef ein kvika gæfi honum líf þá yrði það bara sú næsta sem tæki hann. En Raggi var ekki feigur, hann slapp heim í Krossavík. Ég var viðloðandi á Raufarhöfn allan sjöunda áratuginn, kenndi þar flesta vetur og var á skaki flest sumur. Oft spjölluðum við Raggi um daginn og veg- inn en það eru ekki mannasiðir að ræða um lífsháska sem menn hafa lent í, þessi undursamlega björgun var því aldrei rædd. Í vetur bað ritstjóri Víkings mig að lýsa reynslu minni af þessu óskaplega veðri. Mér fannst við hæfi að afla frekari heimilda um undursamlega björgun Ragga Kross en hann er látinn fyrir allmörgum árum. Ég hringdi því í Karl bróður hans sem dvelur nú háaldraður á elliheimili á Þórshöfn en hann var bóndi í Krossavík á þessum tíma. Kalli sagði þennan dag í fersku minni, hann átti nefnilega afmæli. Þegar hann kom út um morguninn sá hann „Sindra“ inni á Við- arvík en brátt kom hann siglandi inn á leguna í Krossavík. Kalli setti pramma á flot og skrapp um borð til að heimsækja bróður sinn. Raggi fór síðan með honum í land og heim í bæ í afmæliskaffi. Hann fór síðan um borð á nýjan leik en þegar veðrið brast á var ekki um annað að ræða en að renna „Sindra“ upp í fjöru. Í Krossavík var gamalt handspaðaspil. Menn festu nú taug í „Sindra“ og í spilið, heimilisfólkið lagðist síðan á spað- ana og dró bátinn á hverri hviku upp í fjöruna. Þannig tókst að bjarga honum lítið brotnum á þurrt. Nokkrum dögum síðar síðar gerði Raggi bátinn sjófæran á ný og sigldi honum til Raufarhafnar þar sem fullnaðarviðgerð fór fram. Ragnar lést árið 1979 er því ekki til frásagnar um þessa einkennilegu sjóferð en vegna þess að honum gat dottið eitt og annað í hug sem ekki lá í augum uppi læðist að manni spurning: Var tilgangur ferðarinnar aldrei venjulegur fiskiróður heldur prakkaralegt uppátæki, að heilsa upp á Kalla bróður í tilefni afmælisins? Smálægð við Tobinhöfða Að lokum er rétt að huga að lýsingu Veðurstofunnar á þessu veðri. Í tímariti Veðurstofunnar, Veðráttunni 196, er að finna stutta en greinargóða frásögn. Þar segir: „Að kvöldi þess 8. myndaðist smálægð við Tobinhöfða á Grænlandi. [Tobinhöfði er á Norðausturgrænlandi, skammt norðan við Scoresbysund. H.R.] Þokaðist hún suðaustur á bóginn og dýpkaði ört. Að morgni þess 9. hvessti mjög snögglega af norðaustri á Vest- fjörðum og upp úr hádegi hafði óveðrið náð austur á Langanes. Samfara norð- austanrokinu var mikil fannkoma norðan lands og austan en léttskýjað sunnan fjalla. Hiti lækkaði mjög ört eða um það bil 15° á einum sólarhring. ...Var sá 10. kaldasti dagur mánaðarins. Norðan- áhlaupið stóð í tvo og hálfan sólarhring en að kvöldi þess 11. lygndi nokkuð.“ Síðar í yfirlitinu kemur fram að í áhlaupinu var vindhraði víða 10 - 1 stig, m.a. voru 10 vindstig á Raufarhöfn þann 9. Veðurstofan greinir svo frá sköðum og hrakningum: „Í óveðrinu í páskavikunni drukkn- uðu 18 menn í grennd við Ísland. Þann 9. fórst vb. Valur frá Dalvík með  mönnum, vb. Hafþór frá Dalvík með 5 mönnum og vb. Magni frá Þórshöfn með  mönnum. Tvo menn tók út af vb. Hring frá Siglufirði og drukknuðu báðir. Þann 10. fékk vélskipið Súlan frá Akur- eyri á sig hnút út af Garðskaga og sökk. Fimm menn drukknuðu en sex kom- ust af. Þann 1. tók  menn út af þýsk- um togara við Eldey og drukknuðu tveir þeirra. Margir sjómenn lentu í hrakning- um í þessu veðri. Tvær trillur frá Dalvík voru yfirgefnar norður af Gjögri. Tölu- verðir fjárskaðar urðu vestan lands og norðan.“ Hálfur fimmti áratugur er nú liðinn frá þessum atburðum en ég sé enn fyrir mér ljóslifandi þennan eina og einstaka róður sem ég fór þetta vor. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort við, karlarnir á Raufarhafnarbátunum, vorum í lífshættu eða ekki. Sennilega hefur svo ekki verið, leiðin af Hólsvíkinni inn á Raufarhöfn er svo örstutt, en víst var þetta barningur og andartökin þegar bátunum var snúið undan veðrinu eru óskemmtileg í minn- ingunni. Heimildir: Karl Björgvinsson, fyrrverandi bóndi í Krossavík Páll Bergþórsson, veðurfræðingur Tímaritið Veðráttan 196 Svo er allt breytt í einni andrá, sjórinn orðinn grár og fjandsamlegur. Sjaldan hafa þessi umskipti í náttúrunni orðið með jafnsnöggum hætti og vorið 1963. Því fengu sjómenn að kynnast með sorglegum afleiðingum. - Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.