Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur Getraun þessi er miðuð við að þeir sem kunnugir eru ströndum landsins, sjávarbyggðum og siglingum, eigi auðvelt með að svara þessum 9 spurningum sem hún hef- ur að geyma. Svör sendist ritstjóra vorum, Jóni Hjaltasyni, Byggðavegi 101B, 600 Akureyri, fyrir mánudaginn 17. ágúst 2009. Veitt verða þrenn bókaverðlaun. Berist fleiri réttar úrlausnir en þrjár verða nöfn dregin úr hatti. Yfir- dómarar Getraunarinnar eru hjónin Guðríður B. Jónsdóttir og Þórður Vilhjálmsson en þau semja jafnframt spurning- arnar. Gangi ykkur vel. Upphafsstafir svara við fyrsta lið spurninganna eiga að mynda nafn á íslensku flutningaskipi. Nokkur skip hafa borið þetta nafn og eitt þeirra kom við sögu í harðvítugri deilu árið 1934. 1. Í þekktu kvæði standa þessar ljóðlínur: „Fullsterk mun þungt að færa á stall, fáir sem honum valda.“ Fullsterk einn fjögurra aflraunasteina sem er að finna skammt frá fornri verstöð sem er lítil vík og innaf henni er djúp kvos girt hraunjöðrum. Í víkinni er eggsléttur sandur sem nefnist Maríusandur. Tveir klettar eru í víkinni sem heita Bárðartrúss og Bárðarskip. Þetta var mjög fengsæl og fjölsótt verstöð. Þaðan reru oft 60-70 bátar með 300-400 vermönnum. Talið er að útgerð hafi hafist þaðan á 16. öld og hélst fram til 1860. Þarna voru 10 þurrabúðir þegar flest var. Hvaða verstöð er þetta? Eftir hvern er kvæðið? 2. Hér er spurt um eyju. Í eyju þessari bjó um skeið sýslumað- ur nokkur, hinn mesti hörkumaður fégjarn og óvinsæll en talinn illa að sér í lögum. Sýslumaður þessi átti son sem lengst af bjó erlendis og fékk þar mikinn frama og varð konunglegur sagnaritari og ritaði t.d. Noregssögu á latínu. Sjósókn var mikil frá eyjunni og þar bjuggu á 19.öld frægir bátasmiðir og frá þeim var komið þekkt bátalag sem kennt var við eyjuna. Eyjan hefur nú verið í eyði um alllangt skeið. Viti var reistur þar 1902 og endurbyggður 1937. Hvað heitir eyjan? Hvað hét sýslumaðurinn? 3. Flutningaskip byggt 1945 í Los Angeles. Keypt til Íslands 1948 en selt til Líberíu 1964 Náttúrufyrirbæri í nágrenni Reykjavíkur ber sama nafn og þetta skip bar þegar það var í eigu Íslendinga. Hvað hét skipið? Hvaða náttúrufyrirbæri er um að ræða? 4. Í síðasta þorskastríði kom breska freigátan Falmouth mjög við sögu. Undir lok stríðsins gerði hún fólskulega árás á eitt íslensku varðskipanna að því er virtist með það að markmiði að sökkva því. Hvaða varðskip var þetta? Hver var skipherra á því? 5. Fjörður um 8 km langur og 1.5 km breiður sem liggur í sveig umhverfis fjall nokkurt. Undirlendi er lítið en hlíðar nokkuð grónar fjallasýn er mikil og fögur. Mikinn svip á umhverfið setja Kálfatindur, Eyrarfell og Glifsa. En Glifsa er mjög sérkennilegt fjall en það eru tvær klettaeggjar sem mynda nær rétt horn að suðaustan og gengur önnur eggin í norður en hin í vestur. Í þessum firði hófu Norðmenn síldarsöltun árið 1915 en brátt tóku íslenskir athafnamenn við rekstrinum og voru þar um tíma mikil umsvif. Eftir nokkra lægð á 3. og 4. áratugnum var reist þar síldarverk- smiðja 1942-1944 og var hún rekin nokkur ár. Nú er fjörð- urinn í eyði að öðru leyti en því að fólk hefst þar við á sumrin. Hvaða fjörður er þetta? Hvað heitir fjallið sem hann sveigist um? 6. Spurt er um lágt sker norðaustan undir kletti nokkrum. Milli klettsins og skersins er siglingaleið að þekktri höfn. Skipbrotsmannaskýli var reist í skerinu eftir að bátur fórst við það í janúar 1950. Allir fórust en tveir höfðu komist í skerið og látist þar. Hvað heitir skerið? Hvað heitir kletturinn? 7. Spurt er um íslenskan skipstjóra og verslunarmann. Hann var fæddur 1871 og dáinn 1966. Hann barðist mjög fyrir bættum kjörum sjómanna og var hvatamaður að stofnun sjómannafélags í Reykjavík 1894. Hann varð forseti Al- þýðusambands Íslands við stofnun þess (1916) og tók þátt í stofnun Kommúnistafl. (1930) og Sósíalistafl. (1938). Hvað hét þessi maður? Hvað hét sjómannafélagið sem stofnað var 1894. Guðrún B. Jónsdóttir og Þórður Vilhjálmsson Sjómannadagsgetraunin

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.