Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 26
6 – Sjómannablaðið Víkingur Kynjahlutfallið var afar hagstætt karl- kyninu eða 65% á móti 5% hrygnum. Flokkun makríls frá öðrum afla Fyrstu tilraunir til að aðskilja leiðir síldar og makríls í vinnslunni hafa verið gerðar með Style-flokkurum en þar ræðir um samspil flokkunarrása og færibanda. Vídd bandanna er þá stillt þannig að minnsti fiskurinn dettur fyrstur niður á færiböndin en stærri fiskurinn heldur áfram og fellur seinna niður á böndin sem flytja hann í vinnsluna. Þegar flokkarinn var stilltur eingöngu til að flokka makríl datt síldin strax niður á færiband sem flutti síld og smá- makríl í lest, sem síðan var landað til bræðslu. Þegar flokkarinn var stilltur til að flokka bæði síld og makríl var vídd bandanna minni á fremri helmingi flokkarans en mun meiri á þeim aftari. Þannig tókst vissulega að flokka síldina frá makrílnum en það útilokar þó þann kost að stærðarflokka fiskinn. Annar galli við þessa aðferð er að smærri makríllinn slæðist með síldinni sem þarf þá að týna úr síldaraflanum. Efnainnihald Fita, vatn og þurrefnisinnihald var mælt reglulega yfir sumarið en meðaltals- gildi voru eftirfarandi; fita 6%, vatn 57% og meðaltal á þurrefnisinnihaldi var 17%. Magn salts og TVN í sýnum var mælt fimm sinnum yfir tímabilið, þá var einnig fita, vatn og þurrefni mælt. TVN er magngreining á reikulum bösum og er ein algengasta aðferðin til að meta gæði og ferskleika sjávarafurða. Þegar há- gæðamjöl er búið til verður TVN að vera <50 mg/100 g í hráefninu. TVN var inn- an viðmiðunarmarka í öllum tilfellum, miðað við mjölframleiðslu, en í hærri kantinum miðað við nýtingu til mann- eldis þar sem mörkin eru 0-5 mg N/100 g fyrir ferskar afurðir. Miðað við framleiðslu á mjöli með 8% þurrefnisinnihald má gera ráð fyrir að saltmagn í mjöli færi í 1,5 ± 0,%. Í síldarmjöli er eðlilegt að saltmagn sé 1-% og fyrir hágæðamjöl er miðað við að saltmagn sé mest ,5%. Markaðir Noregur og Bretland bera höfuð og herðar yfir þau ríki er flytja út makríl (ásamt hrogn og lifur), með samanlagt yfir 50% af útflutningsverðmæti í heim- inum. Önnur lönd sem flytja út makríl í einhverjum mæli eru Holland, Írland, Máritanía, Kanada, Þýskaland, Banda- ríkin og Kína. Stærstir kaupenda á þessum markaði eru hins vegar Japanir, Rússar og Kín- verjar. Japanir eru stórtækastir þessara þriggja – með 6% af heildarverðmæti markaðarins – en þeir vilja ekki sumar- veiddan makríl en þá er hængurinn (eftir hrygningu) afar duglegur að kýla vömb- ina og stækkar hratt sem veldur losi í fiskvöðvum. Þetta mislíkar Japönum og vilja haust- og vetrarveiddan makríl sem er af meiri og jafnari gæðum. Norðmenn og Bretar njóta góðs af þessu. Rússar og aðrar þjóðir Austur-Evrópu eru annarrar skoðunar og vilja gjarnan sumarveiddan makríl og sumarið 008 voru kaupendur þar tilbúnir að borga yfir 500 usd/tonn. Efnainnihald í makríl, safnað fimm sinnum á tímabilinu júní til júlí 2008 dagar í lest fita (%) vatn (%) þurrefni (%) salt (%) TVN (mg N/100g) 1 21 60 19 0,3 30 3 23 60 16 0,4 30 1 23 55 22 0,3 24 7 27 56 17 0,3 35 2 29 55 16 0,3 33 Makríllinn mældur.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.