Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Síða 2
Efnis-ÍKINGURV
2. tbl. 2017 · 79. árgangur · Verð í lausasölu kr. 1490
S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð
Sjómenn!
Megið þið eiga
gleðiríkan Sjómannadag
Stýrið af Ingólfi Arnarsyni er ekki týnt. Rabbað við
Sigrúnu Sigurjónsdóttur um líf skipstjóradóttur.
Hvað varðandi heilsufar sitt á sjómaður að upplýsa
þegar hann munstrar sig á skip?
Um það fjallar lögmaðurinn Jónas Haraldsson í
grein sem hann nefnir, Vísvitandi launung og veik-
indaréttur sjómanna.
Fyrir ári síðan spurði Víkingur: Hver var Ólafur Sig-
urðsson? Hér kemur svarið – loksins myndu sumir
segja sem beðið hafa í ofvæni en svardrátturinn á
sér skýringu.
Getur sjóveiki verið skemmtilegt umfjöllunarefni?
Nei, hljómaði svar Víkings, þar til hann las þessa
grein Árna B. Árnasonar um „sjóveikina mína“.
Ægir Steinn Sveinþórsson lést að morgni annars
páskadags eftir snarpa viðureign við krabbamein.
Árni Bjarnason minnist góðs drengs.
Zipwake, stillanlegt jafnvægiskerfi fyrir báta.
Hvort sem það er fyrir áhrif frá Eiríki Sigurðssyni
eða annað þá vill svo til að hér er fjallað um svika-
mál sem á sínum tíma var alþekkt og mikið umtalað
hér á landi. Þrír einstaklingar höfðu þá einsett sér
að sökkva báti og hirða tryggingaféð. Þetta var
haustið 1920.
Bandaríska Strandgæslan fullyrðir að ekkert skip
hafi siglt á borgarísjaka á Norður-Atlantshafinu síð-
an hún tók að sér hafísvaktina á þessu svæði. Er
það svo, spyr Hilmar Snorrason, í fróðlegum þætti
sínum, Utan úr heimi.
Ljósmyndakeppni sjómanna: takið myndir og
sendið núna.
Alls báru sex síðutogarar nafnið Jón. Enginn þeirra
kvaddi með hressilegu kveðjuflauti, þvert á móti
varð snöggt um þá flesta. Hafliði Óskarsson rifjar
upp sögu Jónanna.
Gamla myndin er að þessu sinni af Steinbryggjunni
í Reykjavíkurhöfn sem nýlega varð afar umdeild
þrátt fyrir að vera löngu horfin sjónum manna
Vissuð þið að af 42 nýsköpunartogurum er komu
nýir til landsins á árunum 1947 til 1952 höfðu sex
þeirra verið afskráðir fimmtán árum síðar. Hafliði
Óskarsson varpar ljósi á þessa óhappasögu.
Krossgátan.
Lausn krossgátunnar.
Sonur okkar pabba
Frívaktin er að þessu sinni helguð bókinni Híf opp!
sem geymir gamansögur af – jú hvað haldið þið –
sjómönnum.
Sjómenn og aðrir lesendur Víkings.
Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagnrýni
eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyndir
um viðtöl við áhugaverða sjómenn, jafnt far-
menn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið
okkur að halda úti þættinum „Raddir af
sjónum“.
Netjið á jonhjalta@simnet.is
Forsíðumyndina tók Ragnar Pálsson.
4
12
18
30
32
34
40
44
Útgefandi: Völuspá útgáfa,
í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands.
Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515,
netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri.
Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250,
netfang: sjomannabladid@gmail.com
Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason.
Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason.
Prentvinnsla: Ásprent.
Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta,
Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum.
Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra
félagsmanna FFSÍ.
ISSN 1021-7231
22
46
52
55
54
56
58
60
Löngu tímabær breyting á lögum
um eftirlit með vigtun sjávarafla
Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp sem mun, ef það kemst
óskaddað gegn um þingið og verður að lögum, stuðla með afgerandi hætti
að lausn á viðvarandi afbrotum sem átt hafa sér stað gegn um tíðina og
varða misferli við vigtun sjávarafla. Ýmsar frásagnir eru til af hugmynda-
ríkum útgerðarmönnum sem beitt hafa fjölbreyttum aðferðum við að
svíkja undan vigt og vafalaust munu einhverjir eftir sem áður verða samir
við sig. Ljóst er þó, að sú aðferð manna sem felst í að fara verulega frjáls-
lega með hlutfall íss í afla er stór hluti af þeim þjófnaði sem viðgengist
hefur hér allt of lengi.
Áhersluatriði úr frumvarpinu
Við þessu eru nú stjórnvöld að bregðast með framlögðu frumvarpi þar
sem segir í 1. grein:
„Komi í ljós við eftirlit Fiskistofu hjá vigtunarleyfishafa verulegt frávik
á íshlutfalli í afla skips í tiltekinni fisktegund miðað við meðaltal íshlut-
falls skipsins í fyrri löndunum skal Fiskistofa fylgjast með allri vigtun
hlutaðeigandi vigtunarleyfishafa í allt að sex vikur. Skal vigtunarleyfis-
hafa tilkynnt um ákvörðun Fiskistofu. Vigtunarleyfishafi greiðir allan
kostnað vegna eftirlits samkvæmt þessari málsgrein.“
Tímagjald eftirlitsmanns samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu er 17.998 krónur
og kostnaður af tveimur slíkum í sex vikur hlýtur að draga úr brotavilja
þeirra er málið varðar.
2. gr. Við 17. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
„Ef ítrekað eru veruleg frávik á íshlutfalli í afla hjá skipum sem landa
hjá vigtunarleyfishafa, sbr. 3. mgr. 13. gr., skal Fiskistofa afturkalla
vigtunarleyfi hjá viðkomandi vigtunarleyfishafa í allt að eitt ár.“
Ef fyrirtæki verður fyrir sviptingu er hætt við alvarlegum afleiðingum fyrir
viðkomandi aðila.
Jákvætt skref
Frá sjónarmiði fiskimannsins hlýtur markmið frumvarpsins að vera brag-
arbót sem ætti í það minnsta að draga úr líkum á því að sjómaður á dag-
róðrarbáti sem innbyrt hefur 10 tonn og gengið hefur frá þeim samvisku-
samlega fái ekki greidd laun fyrir 8 eða 9 tonn, heldur þau 10 sem hann
hafði lagt vinnu í.
Lokaorð
Við eigum fjölmörg fyrirtæki sem standa vel að öllu sem að útgerð snýr
en því miður er það frumvarp sem ég hef lítillega reyfað hér að ofan stað-
festing á því að of margir verða að gera betur en þeir hafa gert til þessa.
Vonandi leiðir frumvarpið til þess. Óska öllum sjómönnum, útgerðar-
mönnum og öðrum þeim sem kynnu að lesa þessar línur farsældar á ný
höfnu sumri.
Árni Bjarnason