Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Qupperneq 10
leiksýningum og skemmtunum á vegum félags skipstjórnar- kvenna, Öldunni. Þar naut hún sín vel. – En það hefur verið óvenjuleg staða fyrir kvenmann á þess- um árum að standa ein og óstudd fyrir heimili, en vera þó gift? – Jú, eflaust. Þó ekki fyrir mömmu. Hún var skipstjóradóttir og þekkti ekki annað. Hún var ekki nema 13 eða 14 ára þegar hún missti móður sína. Afi, Jón Högnason, skipstjóri, tók hana þá úr skólanum til að hugsa um heimilið. – En hvernig gekk föður þínum að aðlaga sig lífinu í landi? Hann var ánægður og sáttur, þegar hann kom í land, en það var líka „töff“, sérstaklega fyrir mömmu. Hún hafði alltaf stjórnað heimilinu, var fylgin sér, hafði séð um allt, þannig að það var erfitt fyrir hana að hleypa honum að og á sama tíma þurfti hún að minna okkur systkinin á að muna eftir pabba, hann væri nú til staðar. En þetta jafnaði sig þegar frá leið. – Höfðu þið mikil samskipti við áhöfnina á Ingólfi? – Já, svo sannarlega. Heimilið var eins og félagsmiðstöð og oft þéttsetinn bekkurinn í eldhúsinu þar sem alltaf var hlaðborð af góðgæti með kaffinu, mamma sá til þess. Skipverjar komu iðulega í heimsókn og sátu lengi. Við þekktum þá alla með nafni. Þeir voru vinir okkar, já eins og hluti af fjölskyldunni. Og það dró ekki úr þessari fjölskyldustemningu að 1. stýrimað- ur á Ingólfi Arnarsyni, var Grímur Jónsson bróðir mömmu, en þeir voru alla tíð saman á Ingólfi, hann og pabbi. Pabba fannst það líka skipta miklu máli að heimilið stæði undirmönnum hans alltaf opið. Ég man að einu sinni kom Jón Bergvinsson í heimsókn, ögn kenndur. Ég var ein heima, þorði ekki að hleypa honum inn. Þegar ég sagði pabba þetta, sagði hann „Þú átt alltaf að hleypa köllunum á Ingólfi inn, því þeir gera ekki flugu mein, allir, góðir kallar, Sigrún mín“. Pabbi var kominn í land þegar þetta gerðist, en það breytti engu um, að karlarnir sem höfðu verið með honum á sjónum áttu alltaf athvarf á Austurbrún 33. Og þeir sóttu hingað. Mamma og pabbi höfðu svo góða nær- veru. Þó vildi Jón Bergvinsson ekki vera með honum á Bjarna Benediktssyni, þegar pabbi hringdi í hann og bauð honum pláss. Hann var svo mikill kommi, hann Jón Berg, að hann gat ekki hugsað sér að sigla á skipi með þessu nafni. Ankerið af Ingólfi Arnarsyni Það líður að lokum góðrar stundar á Austurbrún 33. Eftir að hafa setið hjá Sigrúnu og Robert, skil ég skipverjana á Ingólfi vel, að hafa sótt í eldhúskrókinn til Sigurjóns og Ragnhildar. Eplið hefur sannarlega ekki fallið langt frá eikinni. Í því að ég kveð hin góðu hjón benda þau mér á ankeri í garðinum. - Það er af Ingólfi Arnarsyni, segir Sigrún. Ég er búin að gefa það Íslenska sjávarklasanum niðri á Granda. Auðvitað, hugsa ég. Á Grandagarði á ankerið af Ingólfi Arnarsyni, fyrsta nýsköpunartogara Íslendinga heima, hvergi annars staðar. Skipsbjallan er líka vel varðveitt. Ankerið af Ingólfi Arnarsyni í garðinum hjá Sig- rúnu en mun nú senn flutt út á Granda. Sigurjón Stefánsson skipstjóri. 10 – Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.