Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Page 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur V eikindaréttur sjómanna er ákvarð- aður í 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, en í 4. mgr. eru talin upp þau tilvik, sem geta leitt til þess að veik- indarétturinn glatist, en málsgreinin orð- ast svo. „Skipverji á ekki rétt á kaupi þann tíma, sem hann hliðrar sér ólöglega hjá að inna störf sín af hendi, né fyrir þann tíma sem hann er óstarfhæfur vegna sjúkdóms eða meiðsla sem hann hefur leynt vísvitandi við ráðningu sína. Sama gildir ef skipverji er ekki starfhæfur vegna sjúkdóms eða meiðsla sem hann hefur sjálfur bakað sér af ásetningi eða stórfelldu gáleysi“. Hér verður þó ein- göngu fjallað um þann þáttinn, sem varðar vísvitandi launung. Launung er það kallað, þegar sjómað- urinn leynir útgerðarmanninn vísvitandi við ráðningu sína um sjúkdóm eða meiðsl, sem hann veit eða má vita að geta skipt sköpum um það, hvort hann verði ráðinn. Sé það tilvikið mætti orða það svo, að hann ljúgi með þögninni. Sé um vísvitandi launung að ræða, þá eru í raun brostnar forsendur fyrir ráðningu hans a.m.k glatar hann í slíku tilviki veikindalaunarétti sínum. Ákvæðið um vísvitandi launung má ekki skilja svo, að skipverja sé skylt við ráðningu að skýra frá öllum helstu veikindum, sem hann hafa hrjáð hann einhvern tímann á ævinni, heldur aðeins þeim sjúkdómum eða meiðslum, sem sérstök ástæða er til að ætla að geti valdið því, að hann verði ófær til vinnu á ráðningartímanum. Skýri sjómaðurinn frá slysi eða sjúkdómi við ráðningu sína eða útgerðarmanninum er kunnugt um það, þá glatar sjómaðurinn ekki veikindalaunarétti sínum megi rekja óvinnufærni til þeirra atvika. Kemur þetta skýrt fram í greinargerð sjómanna- laganna, en þar segir orðrétt. „Orðin að leyna við ráðningu sína ber að skilja svo, að skipverji hafi við ráðningu sína í skip- rúm annað hvort viljandi gefið rangar upplýsingar eða látið hjá líða við ráðn- inguna að skýra frá heilsufari sínu, enda þótt hann vissi eða mætti vita, að þær upplýsingar gætu skipt máli varðandi ráðninguna vegna líkinda á frekari for- föllum af völdum þess sama sjúkdóms eða meiðsla“. Í rauninni er það hin huglæga afstaða sjómannsins við ráðninguna, sem skiptir máli, t.d hvort hann telji líkur á að sjúk- dómur taki sig upp, hvort hann hafi ný- lega legið á spítala eða vitað sé að hann þurfi að gangast undir læknisaðgerð o.s.frv. Það er ekki nóg að skýra frá sjúk- dómi eða slysi, ef sjómaðurinn leynir því að fyrirhugaðar séu læknisaðgerðir, sem leiða myndu til óvinnufærni hans á ráðn- ingartímanum. Á hinn bóginn þarf sjó- maðurinn ekki að skýra frá sjúkdómi eða meiðslum, sem hann hefur ástæðu til að álíta svo smávægilegt, að þau muni ekki hindra hann í starfi, þótt raunin kunni síðar að verða önnur. Hvað þetta varðar, þá getur þetta allt saman verið mjög teygjanlegt og háð mati hverju sinni, en öruggasta leiðin fyrir sjómanninn er þó að skýra frá öllu við ráðninguna, sem gæti síðar meir valdið forföllum frá vinnu, enda væri það sett fram í fullum trúnaði gagnvart útgerðarmanninum með persónuvernd í huga. Dómar sem fjallað hafa um launung Hér á eftir verður rakið í stuttu máli til frekari skýringa kjarninn í nokkrum dómum, sem fjallað hafa um þetta álita- efni, bæði hæstaréttardómar og héraðs- dómar. Hjartaþræðing Maður réð sig á skip, en hann hafði áður um nokkurt skeið fundið fyrir verkjum í brjósti og farið af þeim ástæðum tvisvar í skoðun til læknis og þá síðari tveimur dögum áður en hann réð sig á þetta skip. Þegar komið var úr fyrstu veiðiferðinni tilkynnti læknirinn honum, að hann þyrfti að fara í hjartaþræðingu, sem framkvæmd var tveimur mánuðum síðar. Var útgerðin dæmd til að borga sjómann- inum veikindalaun, enda hafi hann ekki mátt ætla að frekari rannsókna yrði þörf eða læknirinn gefið það til kynna, auk þess sem sjómaðurinn var mjög ungur að árum, en dómurinn tók fram að ann- Vísvitandi launung og veikindaréttur sjómanna Jónas Haraldsson „Skipverji á ekki rétt á kaupi þann tíma, sem hann hliðrar sér ólöglega hjá að inna störf sín af hendi, né fyrir þann tíma sem hann er óstarfhæfur vegna sjúkdóms eða meiðsla sem hann hefur leynt vísvitandi við ráðningu sína. Sama gildir ef skipverji er ekki starfhæfur vegna sjúkdóms eða meiðsla sem hann hefur sjálfur bakað sér af ásetningi eða stórfelldu gáleysi“. Mynd: Jeanette Grönstedt

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.