Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur að kynni að gilda ef um eldri mann hefði verið að ræða, hvað varðar upplýsinga- skyldu um ástand hans. Hjartaaðgerð Sjómaður um fimmtugt, sem starfað hafði lengi á sjó gekkst undir kransæða- víkkun. Þremur árum síðar fór hann í skoðun hjá hjartalækni, sem fann ekkert athugunarvert. Í kjölfarið réð hann sig á togara og sagði útgerðinni, að hann væri heilsuhraustur en þremur mánuðum síð- ar fer hann í reglubundna skoðun. Kem- ur þá í ljós, að ástand hjartans hafði versnað verulega og var hann drifinn í aðgerð. Var útgerðin dæmd til að greiða honum veikindalaun, þar sem honum hafði verið ókunnugt um það við ráðn- inguna, að hann þyrfti síðar að gangast undir aðgerð. Þá var litið til þess að sjó- maðurinn hafði um árabil stundað erfið- isvinnu og hafði því ekki getað vitað um þá stækkun á hjartanu, sem orðin var og hann heldur engin einkenni haft við ráðningu sína á skipið. Sykursýki og axlarmein. Í héraðsdómi sem Hæstiréttur staðfesti sagði þetta. „Af gögnum málsins verður ekki ráðið að stefnandi hafi haft ástæðu til að ætla að sykursýki hans eða fyrri axlarmein myndu valda óstarfhæfi hans. Þá liggur fyrir að stefnandi hafði skömmu áður starfað á öðru skipi í eigu stefnda og fram kom af hálfu stefnda við meðferð málsins að óumdeilt væri að samstarfsmenn hans og skipstjóri á því skipi vissu af því að hann væri sykur- sjúkur. Verður að telja að veikindi stefn- anda hafi ekki getað farið á milli mála hjá þeim sem umgangast hann, þar sem stefnandi ber á sér insúlíndælu, sem hann þarf að sprauta í við máltíðir. Með vísan til framangreinds er því ekki unnt að fallast á þá málsástæðu stefnda að stefnandi hafi fyrirgert rétti sínum til veikindalauna þar sem hann hafi við ráðningu sína vísvitandi leynt skipstjóra stefnda upplýsingum um sykursýki og fyrri axlarmein.“ Var útgerðinni því dæmd til að greiða sjómanninum veikindalaun. Tennisolnbogi Sjómaður réð sig tímabundið á skip, en síðar í sama mánuði fór hann að finna fyrir verkjum í úlnlið og framhandlegg. Leitaði hann til læknis, sem gaf honum sterasprautur og var honum sagt að hann væri með tennisolnboga vegna álags, auk þess fékk hann verkjalyf hjá stýrimann- inum. Hann varð ekki óvinnufær á ráðn- ingartímanum. Fór hann síðan að vinna í nokkra mánuði hjá öðrum atvinnurek- anda í landi, en réð sig síðan aftur á sama skipið. Tveimur mánuðum síðar fer hann aftur að finna fyrir verkjum og leit- ar til læknis, sem sá ekki annað ráð en að framkvæma aðgerð á olnboganum. Neitaði sjómaðurinn því, að hann hefði vísvitandi leynt útgerðina því við báðar þessar ráðningar, að hann væri haldinn svokölluðum tennisolnboga, enda hafi hann talið sig vera búinn að jafna sig fyrr um sumarið, auk þess sem skipstjóri skipsins hafi vitað hvað hefði verið að hrjá hann um vorið. Féllst dómurinn á þessi rök sjómannsins og dæmdi honum rétt til veikindalauna. Þunglyndi Skipstjóri á línubát réð sig til starfa árið 2011, en hafði átt við andleg veikindi að „Þá var litið til þess að sjómaðurinn hafði um árabil stundað erfiðisvinnu og hafði því ekki getað vitað um þá stækkun á hjartanu, sem orðin var og hann heldur engin einkenni haft við ráðningu sína á skipið.“ Mynd: Dino Perkovic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.