Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Page 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur
stríða, en lauk lyfjameðferð á miðju ár-
inu 2012. Ráðning hans var alltaf tíma-
bundin og lengst af munnleg. Í lok árs
2015 var loks gerður við hann skriflegur
ráðningarsamningur en til tveggja
mánaða, en stuttu seinna verður skip-
stjórinn óvinnufær vegna þunglyndis.
Taldi útgerðin um vísvitandi launung að
ræða af hans hálfu, þegar síðasti ráðn-
ingarsamningurinn var gerður við hann.
Því hafnaði dómurinn með þeim rökum,
að þótt eldri veikindi eða gömul meiðsl
taki sig upp hjá skipverja með þeim af-
leiðingum að hann verður óvinnufær,
verði hann ekki af forfallalaunarétti sín-
um þótt hann hafi ekki getið þessa við
ráðninguna, hafi hann ekki haft ástæðu
til að ætla að hin eldri meinsemd herjaði
á hann aftur.
Brjósklosaðgerð
Stýrimaður var búinn að starfa nær ein-
göngu á skipum í eigu sömu útgerðar frá
16 ára aldri eða í 30 ár og óslitið síðustu
sjö árin á sama skipi útgerðarinnar. Um
sumarið fór hann að finna fyrir verkjum
í bakinu og leitaði læknis, en varð ekki
óvinnufær. Um miðjan nóvember er
gerður við stýrimanninn tímabundinn
ráðningarsamningur til rúmlega tveggja
mánaða, að hann starfaði þennan tíma
nú sem skipstjóri á skipinu. Stuttu eftir
að hann er aftur farinn að starfa í sínu
gamla starfi sem stýrimaður, þá rennur
hann til við vinnu sína með þeim af-
leiðingum að hann fær bakhnykk og
verður af þeim ástæðum óvinnufær
næstu fimm mánuðina og gengst m.a
undir brjósklosaðgerð. Neitaði útgerðin
að greiða stýrimanninum veikindalaun á
þeim forsendum, að hann hefði leynt út-
gerðina því vísvitandi, þegar gerður var
við hann þessi tímabundni ráðningar-
samningur um stöðuhækkun á skipinu,
að hann hefði nokkrum mánuðum fyrr
verið farinn að finna fyrir verkjum í baki
í starfi hjá þessari sömu útgerð og á
þessu sama skipi. Um var að ræða
stýrimann, sem finnur fyrir verkjum í
baki og verður síðar óvinnufær í starfi
stýrimanns og breytti að sjálfsögðu engu,
þótt hann hafði starfað í millitíðinni
tímabundið í stuttan tíma í skipstjóra-
stöðu á skipinu. Þá er rétt að árétta sér-
staklega, að stýrimaðurinn varð óvinnu-
fær við það að fá hnykk í bakið, sem er
sérstakt atvik og breytir þá engu, þótt
hann kynni að hafa verið viðkvæmari
vegna álagstengdra bakverkja, sem hann
var áður farinn að finna fyrir eftir tæp-
lega sjö ára starf á þessu sama skipi og
þrjátíu ár í starfi á skipum þessarar út-
gerðar. Slíkt getur aldrei svipt sjómann
veikindalaunarétti, þótt afleiðingar
sjálfstæðs atviks síðar geti hugsanlega
leitt til þess að hann verði lengur
óvinnufær og afleiðingarnar verri en ella
hefði orðið.
Þrátt fyrir þennan langa starfstíma
stýrimannsins hjá útgerðinni, þá taldi
hún að þegar gerður var við hann þessi
tímabundni ráðningarsamningur um
skipstjórastöðuna eftir að hafa starfað
alla þessa áratugi hjá útgerðinni, þá ætti
samt að líta á stýrimanninn eins og ný-
liða, þ.e.a.s sjómann, sem hefði ráðið sig
í fyrsta skipti á skipið og þá tímabundið
í stöðu skipstjóra og við ráðningu sína
leynt útgerðina vísvitandi um líkamlegt
ástand sitt, sem hann hefði orðið fyrir í
starfi hjá öðrum atvinnurekanda. Stýri-
maðurinn var þó eins og áður sagði bú-
inn að starfa á þessu sama skipi í tæp sjö
ár, þegar hann varð óvinnufær og var því
ekki að ráða sig á skipið í fyrsta skiptið,
auk þess sem hann var aftur kominn í
stöðu stýrimanns, þegar hann varð
óvinnufær. Þá má nefna að útgerðin
hafði greitt stýrimanninum lyfja- og
lækniskostnað og kostnað vegna sjúkra-
þjálfunar, en neitaði að hann ætti rétt á
veikindalaunum yfirhöfuð.
Þrátt fyrir allt framangreint var út-
gerðin sýknuð, þar sem stýrimaðurinn
taldist hafa leynt útgerðina því vísvitandi
að hafa fundið fyrir í bakinu fyrr um
sumarið, þegar tímabundni ráðningar-
samningurinn var gerður við hann um
stöðuhækkun, þ.e í stöðu skipstjóra. Það
að þessi útgerð myndi bera yfirhöfuð fyr-
ir sig vísvitandi launung, er erfitt að
skilja, þegar haft er í huga að nær öll
starfsævi stýrimannsins hafði verið á
skipum þessarar útgerðar. Fær það því
engan veginn staðist, að skipverji teljist
hafa leynt vísvitandi ástandi sínu, sem
hann verður fyrir í starfi hjá sömu út-
gerð, á sama skipinu í sömu stýrimanns-
stöðunni. Annað hefði verið upp á ten-
ingnum, ef hann hefði leynt vísvitandi
sjúkdómi eða meiðslum við fyrstu ráðn-
ingu sína á þetta skip, sem hann hefði
orðið fyrir í starfi hjá öðrum atvinnu-
rekanda og verið haldinn þessu ástandi
við ráðningu sína hjá þessum nýja at-
vinnurekanda. Varla er hægt að misfara
meir með þetta ákvæði sjómannalaganna
um vísvitandi launung, en þarna átti sér
stað.
Höfundur er lögmaður
félaga yfirmanna og
ýmissa sjómannafélaga.
„Stýrimaðurinn var þó eins og áður sagði búinn að starfa á þessu sama skipi í tæp sjö ár, þegar hann varð
óvinnufær og var því ekki að ráða sig á skipið í fyrsta skiptið, auk þess sem hann var aftur kominn í stöðu
stýrimanns, þegar hann varð óvinnufær.“ Mynd: Jörgen Språng