Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Page 22
Þ eir sem þekkja sjóveikina eru manna ólíklegastir til
fjalla um þann sjúkdóm. Engum getum skal að því leitt
hvers vegna svo er umfram það að sjómönnum er ekki
tamt að væla um kvilla sína. Slíkt fellur ekki í góðan jarðveg
hjá skipsfélögunum og hætta getur verið á að skipsrúm sé í
húfi.
Einelti?
Sá er þetta ritar getur engan veginn talist til sjómanna þó að í
saltan sjó hafi mígið. Fyrsta sjóferðin lofaði ekki góðu en hún
var farin á mótorknúnum þilfarsbáti frá bryggju á Grenivík og
út á legu sem kallað var. Þar var bátum lagt við stjóra að hverj-
um róðri loknum og til lands róið á árabátum. Þrátt fyrir að
vegalengdin væri innan við sjómílu að lengd þá ruddist upp úr
maga mínum allt það sem í hann hafði verið látið þann daginn.
Það versta var að báturinn hreyfðist ekki neitt en mikið lifandis
ósköp var lyktin upp úr mótorhúsi og kjalsogi vond.
Þessi uppákoma dró þann dilk á eftir sér að mér var ótæpi-
lega strítt fyrir aumingjaskapinn lengi á eftir. Sennilega myndi
slík framkoma leikfélaganna í dag nefnast einelti en þar sem
eineltisorðið var ekki kviknað á mínum sokkabandsárum þá
beit þetta ekki á mig.
Að rigga árabátum með fjörum fram og stinga rauðmaga
kallaði ekki sjóveikina til starfa enda hélt veiðieðlið öllu kvill-
um víðs fjarri.
Eitt vorið gekk þorskur undir Melabjargið í miklu magni og
fylltu bátar frá Grenivík sig þarna dag eftir dag svo og bátar af
Vesturlandinu.
Faðir minn stóðst ekki mátið og fékk lánaðan árabát og sótti
á þessi mið eina kvöldstund ásamt vinnumanni sínum. Eftir
töluvert suð fékk ég að fara með þá 6 til 8 ára gamall.
Ekki vantaði þorskinn sem tók strax og færinu var rennt út
fyrir borðstokkinn og var báturinn hlaðinn á skömmum tíma.
Þó að fiskiríið gengi vel var mér hálf órótt þar sem báturinn
var mígandi lekur. Þurfti því að ausa hann reglulega svo að á
floti héldist. Eiginlega var ég skíthræddur um að veiðimennirn-
ir gleymdu sér við færin og að báturinn færi lóðbeint á botninn.
Allt slampaðist þetta þó og var að afla gert þegar í land kom,
hann saltaður og etinn sumarlangt og fram á haust.
Látið sverfa til stáls
Alvöru sjómennska tók við er ég réði mig til síldveiða á Vörð
TH-4 þá sextán ára gamall. Vörður TH-4 var einn af
Landsmiðjubátunum svokölluðu og um 70 tonna stór.
Ekki var í kot vísað með skipsrúmið því að skipstjóri á Verði
var Jóhann Adolf Oddgeirsson landsþekktur aflamaður og í
raun þjóðsagnapersóna í lifandi lífi.
Við vorum tveir nýgræðingar um borð þessa síldarvertíð.
Siglt var frá Grenivík til Hríseyjar þar sem skráning áhafnar fór
fram.
Það hlakkaði í mér þegar hinn nýgræðingurinn lagðist tvö-
faldur yfir borðstokkinn, í sundinu á milli Grenivíkur og Hrís-
eyjar, og út úr honum stóð spýjan. Adam var þó ekki lengi í
Paradís því út fyrir Hrólfsskerið komst ég ekki áður en fyrsta
gusan kom út um þverrifu andlitsins. Í hönd fór ein versta
líkamlega þjáningarvika ævi minnar. Því litla sem ég gat kyngt
kom jafnharðan upp aftur. Svo sljór var ég orðinn eftir vikuna
að mér var orðið fjandans sama hvort skipið héldist ofansjávar
eða færi á botninn. Kaus jafnvel það síðarnefnda. Eftir viku í
veltingi og djöfulgangi var siglt inn til Grenivíkur og brælan
legin þar af sér. Lítið betra tók við þó að fast land væri undir
iljum því sjóriðan var slík að ég mátti hafa mig allan við að
ramba ekki út af bryggjukantinum öðru hvoru megin. Þegar
haldið var til hafs á ný upphófust sömu vandræðin og sjóveikin
lét mig ekki í friði.
Sá tímapunktur rann nú upp í lífi mínu að vera eða vera
ekki. Hrísgrjónagrautur hafði lengi verið í miklu uppáhaldi hjá
mér og nú var hann á boðstólum. Bað ég kokkinn því að rétta
mér eina grautarskál upp á þilfar og þar skyldi sorfið til stáls.
Settist ég á hádekkið út við lunningu og hóf átið. Fyrstu
skeiðarnar sem niður fóru komu jafnhraðan upp aftur. Skilaði
ég þeim út fyrir borðstokkinn og í hafið. Á endanum tókst
mér þó að halda einhverju niðri og úr því tók aðeins að birta
til. Eftir þessa eldraun var uppáhaldsgrauturinn minn ekki
lengur mitt uppáhald og klígjaði mig við þessum mat árum
saman.
Hreinlæti: losað á réttu róli
Það voru þó engar yndisstundir í lúkarnum við uppvaskið fyrir
morgunvaktina þegar dallurinn steypti stömpum sem aldrei
fyrr. Ekki hefði þetta uppvask hlotið náð fyrir augum hús-
mæðra eða mötuneyta. Allir sem einn komu skipsmenn þó
heim að lokinni vertíð og enginn þeirra dó af óþrifnaði enda
þvældist þrifnaður ekki fyrir mönnum á þessum bátum. Ljóst
er þó að óþrifnaður er vildarvinur sjóveikinnar og viðheldur
henni til lengri eða skemmri tíma. Mönnum var þó vissulega
vorkunn og til marks um það má nefna að vaski kokksins var
eina handlaugin um borð. Vaskinn var staðsettur í lúkar til
hliðar við olíukynta eldavél og var þetta rými svefnstaður 10
manna.
Hitinn frá eldavélinni var oft óbærilegur og bogaði svitinn af
mönnum þótt láréttir lægju í kojum sínum. Eina loftræstingin
var „skylight“ í þilfari sem hægt var að opna. Sá galli fylgdi þó
gjöf Njarðar að nánast aldrei var hægt að opna það úti á rúmsjó
án þess að fá sjó niður um opið og ofan í lúkar. Um sængurver
var að öllu jöfnu ekki skipt þær 6 til 8 vikur sem síldarvertíðin
stóð. Í vertíðarlok líktust þau því einhverju allt öðru en al-
mennt mátti sjá á rúmum landsmanna. Það hjálpaði ekki upp á
Árni Björn ÁrnasonSjóveikin mín
Llínubáturinn Dröfn EA frá Hrísey.
22 – Sjómannablaðið Víkingur