Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Page 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Page 28
helming þess afla sem þau fengu yfir sumarvertíðina en við nánast ekki neitt. Skemmst er frá að segja að kallinn í brúnni fiskaði sem aldrei fyrr og er upp var staðið í vertíðarlok, um miðjan sept- ember, var Helgi Helgason VE. orðinn þriðja eða fjórða afla- hæsta skip flotans. Hásetahlutur minn dugði fyrir tveimur þriðju af lítilli íbúð á Akureyri, Þrátt fyrir góð aflabrögð þá gekk ekki allt snurðulaust hjá mér um borð og sennilega hefði átt að henda mér í land vegna uppreisnar. Ég hafði þann starfa að halda skipinu kláru frá nótinni með léttbáti þar sem þverskrúfur voru engar til þeirra hluta á Helga. Þar sem útilokað var fyrir mig að sjá í hvaða átt skyldi draga skipið hverju sinni var það hlutverk stýrimanns að segja til um það með bendingum. Handapatið á manninum var svo yfirgengilegt að ekki var nokkur leið að skilja hvort draga ætti skipið út eða suður upp eða niður. Ekki stóð svo á skömm- unum þegar ég kom aftur um borð í skipið og yfirlýsingum stýrimanns á fávisku mína og aulahátt. Að því kom að ég neitaði að fara um borð í léttbátinn fyrr en mér væri sagt í hvað átt ætti að draga skipið og að bendingar væru skiljanlegar. Á sjómannamáli kallast svona háttalag upp- reisn. Satt best að segja hélt ég að stýrsi ætlaði að hjóla í mig á stundinni og henda mér fyrir borð. Svo hátt lét í okkur þar sem við stóðum á bátapallinum og steyttum hnefana hvor framan í annan að skipstjórinn heyrði til okkar inn í brú. Svipti karlinn upp brúarhurðinni og spurði hver andskotinn gengi eiginlega á. Ég var nægjanlega reiður og æstur til að átta mig ekki á að upp- reisnarmaður var ég orðinn og lét því nokkur vel valin orð falla um að þetta stýrimannsfífl hans ætti ekki einu sinni tilverurétt sem háseti á árabáti. Þegar Finnbogi skipstjóri áttaði sig á um hvað málið snerist bað hann mig að fara í léttbátinn. Hann ætlaði sjálfur að gefa mér merki um hvert skyldi draga skipið og að svo myndi verða eftirleiðis. Þessum málalokum undi uppreisnarmaðurinn vel og sköpuðust engin vandamál með dráttinn það sem eftir lifði vertíðar. Fundið Rauða torgið Þann 25. júlí bar Helgi Helgason að landi stærsta síldarfarm sem íslenskt skip hafði þá komið með að landi í einni veiðiferð. Í bókinni „Mennirnir í brúnni“ er mynd af skipinu þar sem það siglir inn Seyðisfjörð. Þessi myndataka hefur verið eignuð öðr- um en hana framkvæmdi en myndin er þannig tilkomin að léttabáti Helga var slakað niður og fór ég á honum fram fyrir skipið þar sem Unnar Mikaelsson festi þennan atburð á filmu. Nokkurra dag löndunarbið var á Seyðisfirði er við lögðumst að bryggju og útlit því ekki gott með framhald veiða. Skipstjóri Helga kunni fleira fyrir sér en að finna fiskinn í sjónum og lét nú að því liggja að sennilega myndi skipið sökkva við bryggj- una fengi hann ekki að létta það um nokkur hundruð mál. Ekki leist hafnarvöldum það fýsilegur kostur að eiga þetta stóra skip á botni hafnarinnar og hleyptu því fram fyrir allan flotann þar sem úr því var dælt 300 málum. Að lokinni dælingu bjuggust menn við að skipinu yrði aftur lagt við bryggju en karlinn hafði annað í huga. Sett var á fulla ferð út Seyðis- fjörðinn og var ekki slegið af fyrr en undir löndunarkrana á Siglufirði. Frá Siglufirði var aftur siglt á miðin fyrir austan og skipið hálf fyllt þar á skömmum tíma. Stóð það á endum að í kjafti Seyðisfjarðar mættum við þeim sem eftir löndun höfðu beðið þegar við sýndum þeim skutinn. Um mánaðamótin ágúst – september hvarf flotinn til heima- hafna eftir margra daga brælu því álitið var að nú væri vertíð á enda runnin. Skipstjórinn á Helga Helgasyni, Finnbogi Magnús- son, þráaðist þó við og svo gerðu einnig skipstjórarnir á Víði II GK-275 og Þórði Jónassyni EA-350, þeir Eggert Gíslason og Hörður Björnsson. Þegar veðrið gekk niður sigldu þessi þrjú skip einar 100 28 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.