Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 38
Hallgrímur kippti korktöppunum úr byrðingnum. En nú fór veður versnandi. Hvass norðvestan vindur blés upp stórar öldur og breytti snjókomunni í stórhríð. Að lokum gafst Hallgrímur skipstjóri upp. Hann hafði stefnt fyrir Snæfellsnesið en varð að játa sig sigraðan af veðurofsan- um og sneri skipinu við. Þannig stóð á því að Leo renndi um kvöldið aftur inn á Reykjavíkurhöfn. Þetta voru Geir engin gleðitíðindi og tveimur dögum síðar, þegar Leo var enn úti á Reykjavíkurhöfn, kom hann að máli við Hallgrím. Nú verðum við að losa okkur við skipið, sagði hann. Ég býst við því núna á hverjum degi að skuld- heimtumenn gangi að mér. Ef þú nú drífur í þessu Hallgrímur skaltu fá 1000 krónur til viðbótar við þær 3000 sem ég var búinn að lofa þér áður, sagði Geir og var býsna örvæntingarfullur. Þetta gerist um leið og veðrið lægir eitthvað, svaraði Hallgrímur. Svo var ákveðið að leggja í hann aftur á þriðjudaginn. Förum klukkan fjögur í eftirmiðdaginn, fékk Geir að vita. En nú varð Hallgrími skipstjóra á í messunni. Um morguninn sama dag og siglingin átti að hefjast öðru sinni ljóstraði Hall- grímur leyndarmálinu upp við vélstjór- ann. Sá tilkynnti Sjóvátryggingafélaginu hvað til stæði og var lögreglan sam- stundis kölluð til. Við rannsókn kom strax í ljós hvers kyns var. Þremenning- arnir þrættu ekki fyrir sekt sína og voru í janúar 1921 dæmdir í Hæstarétti Íslands í betrunarhúsvinnu – Hallgrímur í þrjú ár, Geir í tvö og hálft og Elías í tvö. „Svo fræg fleyta“ Leo-málið svokallaða varð afar umtalað um allt land. Blaðamenn fluttu af því fréttir og í málflutningi fyrir Hæstarétti var barist um áhorfendabekkina – sem að vísu rúmuðu ekki nema um það bil 20 manns. En fólk tróðst að og var þess getið í Vísi að vegna „hávaða varð að loka dómsalnum öðru hvoru.“ Það var því engin tilviljum að þegar Vilhjálmur Árnason, á Hánefsstöðum við Seyðisfjörð, keypti bátinn í mars 1923 sagði Austanfari tíðindin með svofelldum orðum: „Þá hefur og Vilhjálmur útvegs- bóndi á Hánefsstöðum keypt stórt skip suður í Reykjavík, er „Leó“ heitir, og munu menn kannast við svo fræga fleytu.“ Í seinni hluta greinarinnar segir frá örlögum Leo sem urðu á endanum í svipuðum dúr og þremenningarnir höfðu séð fyrir sér, þó að mikið breyttum aðdraganda. Sakborningarnir þrír bjuggu allir í Reykjavík. Reykjavíkurtjörn árið 1934. Mynd: Jón G. Guðmann 38 – Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.