Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Page 41
Sovereign of the Skies sem missti tvo mótora á leið sinni frá Hawaii til Kali- forníu. Eftir að flugvélin hafði verið í sambandi við björgunarskipið var ákveðið að lenda henni á sjónum nærri skipinu sem þá sendi út björgunarbáta sína og björguðust allir sem um borð í flugvélinni voru eða 31 manneskju. Einn þeirra sem björguðust sagði þegar hann kom á þilfar björgunarskips- ins með miklu þakklæti í röddinni: „Guðs þakklæti sé bandaríska sjóhern- um“. Þetta þótti mönnum sárt að heyra og þótti þeim ljóst að margir gerðu ekki, eða gátu ekki, gert greinarmun á skipum Strandgæslunnar og sjóhersins. John F. Kennedy hafði gert sér grein fyrir mikil- vægi uppbyggingar ímyndar stofnana þegar hann var kominn til valda eftir kosningarnar 1960. Þegar þau hjónin höfðu flutt í Hvíta húsið 1961 hófu þau að endurgera ímynd Hvíta hússins og í kjölfarið einnig forsetaflugvélarinnar Air Force One. Forsetanum þótti upphaflegt útlit flugvélar embættisins vera alfarið í stíl við flugherinn og að útlit hennar höfðaði frekar til konungsveldis en for- setaembættis. Að ráði eiginkonu sinnar réð hann Raymond Loewy, fransk fædd- an iðnhönnuð, til að gera tillögu að nýju útliti á forsetaflugvélina. Tillaga Loewys heillaði forsetann en hugmyndin var að gera hana að mikilvægu einkenni fyrir forsetaembættið og Bandaríkin. Heillaður af útliti flugvélarinnar, þegar hún var komin í nýja búninginn, óskaði forsetinn eftir fundi með Loewy sem fram fór 13. maí 1963. Á þeim fundi, og framhaldsfundi daginn eftir, var rætt um að breyta sýnilegri ímynd ríkisstjórn- arembætta ásamt því að forsetinn lagði til að viðeigandi væri að byrja á Strand- gæslunni. Skömmu eftir fundinn var gerður samningur við hönnunarfyrirtækið Raymond Loewy-William Snaith, Inc. um að gera tillögu að nýju útliti Strand- gæslunnar innan þriggja mánaða. Það var þó ekki fyrr en í janúar 1964 sem stjórn Strandgæslunnar var kynnt hug- mynd fyrirtækisins um nýtt útlit. Skyldi merkingin vera einkenni þeirra eða nokkurskonar vörumerki sem auðveld- lega væri hægt að greina úr fjarlægð og ólíkt öðrum merkjum opinberra aðila eða fyrirtækja. Þá væri þessi merking þess eðlis að auðvelt væri að koma henni fyrir á skipum jafnt og flugvélum. Hug- mynd Loewy var að hafa þykka breiða rauða rönd og þunna bláa rönd við hliðina og skyldu þær vera í 64° halla. Í rauðu röndinni skyldi vera endurhannað skjaldarmerki Strandgæslunnar. Varð þessi hönnun þekkt undir nafninu the „Racing Stripe“ (Kappröndin) eða „Slash“ (skástriks) merkið. Var það í fyrstu prófað á strandgæsluskipum og búnaði í Florída. Valnefnd Strandgæslunnar ákvað þó að víkja frá hugmynd Loewy um endur- hannað skjaldarmerki og lét setja sitt gamla merki í staðinn. Það var þó ekki fyrr en 6. apríl 1967 að endanlega var gefin út tilskipun um að hönnunar og tilraunatímabili merkingarinnar væri lok- ið og fyrirskipað að merkingarnar skyldu innleiddar að fullu. Það tók þó nokkur ár að innleiða Skástrikið en síðasta skip Strandgæslunnar, barkskipið Eagle, fékk strípuna ekki fyrr en 1976 en rekja má þennan langa tíma í innleiðingunni á skipið til andspyrnu íhaldssamra innan Strandgæslunnar þar sem þeir töldu að Skálínan myndi skaða línur seglskipsins. Yfirstjórn flotans sá þó þann leik á borði að skipið átti að leiða hópsiglingu flota fjölþjóða seglskipa í tilefni af 200 ára af- mæli landsins en með því væru þeir að kynna heiminum nýtt einkenni Strand- gæslunnar sem og að Eagle yrði auð- þekkjanlegt frá öðrum skipum í hópsigl- ingunni. Strípan hlaut allsherjar hylli þjóðar- innar þegar CBS fréttamaðurinn þekkti Walter Cronkite þekkti Eagle úr hópi allra skipanna með viðeigandi athugasemdum í beinni útsendingu frá atburðinum. Strípan hefur æ síðan verið þekkt á löggæslu- og þjónustuskipum í eigu stjórnvalda og ekki aðeins í Banda- ríkjunum heldur víða um heim. Ekki eru mörg ár síðan slíkar merkingar voru sett- ar á varðskip Landhelgisgæslunnar sem sannarlega setti nýjan svip á okkar skip. Dýrt spaug Í apríl síðastliðnum dæmdi sýsludómari í Miami útgerðina Princess Cruise Lines Ltd til greiðslu 40 milljón dollara sektar eftir að skip útgerðarinnar hafði ólöglega dælt fyrir borð olíumenguðum úrgangi og í kjölfarið falsað véladagbækur til að hylma yfir losunina. Þá úrskurðaði dóm- arinn að ein milljón dollara skyldi greidd til bresks vélstjóra skipsins sem tilkynnti fyrst um atvikið til breskra siglingayfir- valda (MCA) sem síðan létu bandarísku Strandgæsluna vita af atvikinu. Princess Cruise Lines, sem er hluti af Carnival keðjunni, samþykkti í desember sök á sjö glæpsamlegum ákærum sem fjölluðu um ólöglega losun olíusora í sjó og ásetningi í að hylma yfir atvikið. Breski vélstjórinn, sem hafði nýlega verið ráðinn um borð í Caribbean Princess, hafði orðið var við svokallaða Töfralögn (Magic Pipe) sem hann tilkynnti um í ágúst 2013 og hafði henni verið komið fyrir árið 2005 eða ári eftir að skipið var tekið í notkun. Hafði skipið losað olíu- sora fyrir borð bæði við strendur Eng- lands og Bandaríkjanna. Við skoðanir yf- irvalda á tilkynningu vélstjórans leyndu ákveðnir skipverjar því sem gert var um borð í samráði við fyrirskipanir sem þeir höfðu fengið frá vélstjórum skipsins. Öll skip útgerðarinnar munu næstu fimm árin verða undir ströngu eftirliti sér- stakra aðila sem dómurinn tilnefndi. Þá kom í ljós að ólöglegar aðgerðir höfðu verið framkvæmdar um borð í fimm skipum af þessari gerð en þau eru Caribbean Princess, Star Princess, Grand Princess, Coral Princess og Golden Pr- incess. Þetta er hæsta sektargreiðsla sem nokkur útgerð hefur verið dæmd til að greiða í svona máli. Sundlaugarverðir um borð Stöðugt eru settar nýjar og nýjar alþjóða- reglur í framhaldi af sjóslysum og atvik- um sem verða. Allt er þetta gert til að auka öryggis sæfarenda sem og þeirra sem með skipum ferðast. En nú er spurningin sú hvort ekki þurfi að ein- Sjómannablaðið Víkingur – 41 Að ráði eiginkonu sinnar, Jacqueline, fékk John F. Kennedy hönnuðinn Raymond Loewy til að hanna einkenni fyrir bandarísku Strandgæsluna sem síðan margar þjóðir hafa tekið upp.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.