Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Page 50
B.v. Jón Kjartansson SU 111, frá Eskifirði, áður Jörundur EA 335 frá Akur-
eyri, á togveiðum á Sléttugrunni í apríl 1971. Togarinn er eingöngu búinn til
togveiða á bakborða. Á stjórnborðssíðu er búnaður til nótaveiða. Skipið sökk
út af Vattarnesi 28. janúar 1973.
Mynd: Ásgrímur Ágústsson
– 5 –
B.v. Jón Kjartansson SU 111,
díselknúinn togari, smíðaður í Englandi árið 1949. Skipið fórst
út af Vattarnesi þann 28. janúar 1973. Öll áhöfnin, 12 menn,
bjargaðist. Upphaflega hét skipið Jörundur EA 335.
Fyrsta 12 ára klössun á togara hér innanlands. Veturinn
1960-61 var síðutogarinn Jón Þorláksson RE 204, í eigu
Bæjarútgerðar Reykjavíkur, tekinn í slipp í Reykjavík
vegna 12 ára klössunar. Um var að ræða mjög yfirgrips-
mikið verk og fyrsta sinnar tegundar hér innanlands. Alls
tók vinna við togarann þrjá mánuði, ýmist við bryggju eða
á landi. Meðfylgjandi ljósmynd af skut skipsins var tekin á
meðan slipptöku togarans stóð, en á meðal útlits breytinga
sem gerðar voru má nefna færslu á afturmastri af
bátadekki, en efnisminna mastur var sett í þess stað við
reykháf framanverðan.
Ljósmynd af skipinu er í eigu Granda H/f.
– 6 –
B.v. Bylgja RE 145,
díselknúinn nýsköpunartogari, smíðaður í
Englandi árið 1949. Skipið fórst suð-austur af
Hjörleifshöfða þann 14. febrúar 1974. Einn
maður fórst, en ellefu mönnum var bjargað.
Skömmu áður en togarinn fórst höfðu farið
fram nafna og eigendaskipti á skipinu, sem
borið hafði nafnið Jón Þorláksson RE 204, allar
götur frá árinu 1949, til ársbyrjunar 1974, eða í
aldarfjórðung.
Ýmsar lagfæringar og breytingar voru gerðar
á skipinu af hálfu nýrra eigenda. Meðal annars
var komið fyrir toggálgum á aftanverðu
bátadekki fyrir skuttog og hóf Bylgja RE veiðar
í ársbyrjun 1974. Voru þar með hafnar fyrstu
og einu veiðarnar með skuttogi á nýsköpunar-
togara hér við land.
*
Síðutogararnir sex með Jóns heitið sem nefndir eru til
sögunnar hér að framan eiga það allir sammerkt að hafa ekki
kvatt með hressilegu „kveðjuflauti“ við brottför í upphafi veiði-
ferðar sem varð þeirra hinsta úr íslenskri höfn. Skipunum var
jú öllum ætlað að snúa heim að nýju þótt misjöfn örlög hafi
gripið í taumana í tilviki hvers skips fyrir sig.
*
Einn síðutogari, Jón Steingrímsson RE 231, er ekki hafður
hér með í upptalningunni á undan en togarinn, þá þýskur að
þjóðerni, strandaði austur á Söndum í maí 1949, þá 43 ára
gamall. Náðist togarinn síðar af strandstað og komst í eigu
nokkurra Íslendinga sumarið 1950 og var í kjölfarið nefndur
Jón Steingrímsson. Var togarinn seldur í brotajárn og tekinn af
íslenskri skráningu á árinu 1952.
50 – Sjómannablaðið Víkingur