Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Blaðsíða 50
B.v. Jón Kjartansson SU 111, frá Eskifirði, áður Jörundur EA 335 frá Akur- eyri, á togveiðum á Sléttugrunni í apríl 1971. Togarinn er eingöngu búinn til togveiða á bakborða. Á stjórnborðssíðu er búnaður til nótaveiða. Skipið sökk út af Vattarnesi 28. janúar 1973. Mynd: Ásgrímur Ágústsson – 5 – B.v. Jón Kjartansson SU 111, díselknúinn togari, smíðaður í Englandi árið 1949. Skipið fórst út af Vattarnesi þann 28. janúar 1973. Öll áhöfnin, 12 menn, bjargaðist. Upphaflega hét skipið Jörundur EA 335. Fyrsta 12 ára klössun á togara hér innanlands. Veturinn 1960-61 var síðutogarinn Jón Þorláksson RE 204, í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur, tekinn í slipp í Reykjavík vegna 12 ára klössunar. Um var að ræða mjög yfirgrips- mikið verk og fyrsta sinnar tegundar hér innanlands. Alls tók vinna við togarann þrjá mánuði, ýmist við bryggju eða á landi. Meðfylgjandi ljósmynd af skut skipsins var tekin á meðan slipptöku togarans stóð, en á meðal útlits breytinga sem gerðar voru má nefna færslu á afturmastri af bátadekki, en efnisminna mastur var sett í þess stað við reykháf framanverðan. Ljósmynd af skipinu er í eigu Granda H/f. – 6 – B.v. Bylgja RE 145, díselknúinn nýsköpunartogari, smíðaður í Englandi árið 1949. Skipið fórst suð-austur af Hjörleifshöfða þann 14. febrúar 1974. Einn maður fórst, en ellefu mönnum var bjargað. Skömmu áður en togarinn fórst höfðu farið fram nafna og eigendaskipti á skipinu, sem borið hafði nafnið Jón Þorláksson RE 204, allar götur frá árinu 1949, til ársbyrjunar 1974, eða í aldarfjórðung. Ýmsar lagfæringar og breytingar voru gerðar á skipinu af hálfu nýrra eigenda. Meðal annars var komið fyrir toggálgum á aftanverðu bátadekki fyrir skuttog og hóf Bylgja RE veiðar í ársbyrjun 1974. Voru þar með hafnar fyrstu og einu veiðarnar með skuttogi á nýsköpunar- togara hér við land. * Síðutogararnir sex með Jóns heitið sem nefndir eru til sögunnar hér að framan eiga það allir sammerkt að hafa ekki kvatt með hressilegu „kveðjuflauti“ við brottför í upphafi veiði- ferðar sem varð þeirra hinsta úr íslenskri höfn. Skipunum var jú öllum ætlað að snúa heim að nýju þótt misjöfn örlög hafi gripið í taumana í tilviki hvers skips fyrir sig. * Einn síðutogari, Jón Steingrímsson RE 231, er ekki hafður hér með í upptalningunni á undan en togarinn, þá þýskur að þjóðerni, strandaði austur á Söndum í maí 1949, þá 43 ára gamall. Náðist togarinn síðar af strandstað og komst í eigu nokkurra Íslendinga sumarið 1950 og var í kjölfarið nefndur Jón Steingrímsson. Var togarinn seldur í brotajárn og tekinn af íslenskri skráningu á árinu 1952. 50 – Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.