Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Qupperneq 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Qupperneq 52
52 – Sjómannablaðið Víkingur A thafnasemi á Steinbryggjunni. Um þessa bryggju var deilt fyrir ekki alllöngu sem óneitanlega kemur spánskt fyrir sjónir þegar haft er í huga að 1940 hvarf hún undir uppfyllingu. Yfirstandandi byggingaframkvæmdir við Tryggva- götu í miðbæ Reykjavíkur afhjúpuðu Steinbryggjuna hins vegar á nýjan leik og upphófust þá deilur um örlög hennar. Vernda eða fórna, var spurt. Að endingu var bryggjan fjarlægð stein fyrir stein og bíður nú örlaga sinna. Steinbryggjan – sem ráðamenn ætluðust reyndar til að væri kölluð Bæjarbryggjan – var hlaðin fram af Pósthússtræti árið 1884 og var um áratugaskeið aðalbryggja Reykvíkinga. Hún var þó engin hafskipabryggja. Þar steig því Friðrik konungur VIII á land 1907 – úr skipsbáti – og svo seint sem árið 1921 var Stein- bryggjan lögð rauðum dregli þegar Kristján X og Alexandrina, drottning hans, stigu þar á land – einnig úr léttbáti konungs- snekkjunnar – og gengu um skrautlegt borgarhlið sem reist hafði verið við bryggjuna. Hinir borðalögðu yfirmenn á myndinni gætu sem hægast verið af norsku bergi brotnir eða er þetta ekki norski fáninn í aftari léttbátnum, merktur tölustafnum þremur? Yfirmennirnir virða fyrir sér ljósklæddan bílstjóra vatnsbíls- ins sem þarna er staddur til að „brynna“ skipum. Er hann ef til vill að tappa vatnslögg á ílát? Við Faxagarðinn, togarabryggjuna, liggur lengst til vinstri b.v. Hilmir RE 240. Þá fyrsta varðskipið sem smíðað var fyrir Íslendinga, Óðinn, smíðaður 1926 og svo gott sem gefinn Sví- um tíu árum síðar eða árið 1936. Það þótti mikil hneisa þegar skipið var selt úr landi fyrir smánarlega lítið fé, en Svíarnir notuðu Óðinn til fjölda ára, meðal annars sást hann hér á síldarmiðunum eftir að við seldum það. Fyrir miðri mynd má sjá í reykháfa nokkurra Alliance- togara, og togarinn sem snýr stefni að ljósmyndaranum er mjög líklega Alliance-togarinn, Skúli fógeti RE 144, sem strandaði við Grindavík vorið 1933. Þegar togararnir komu úr siglingum var gjarnan lagst við Hegrann, kolakranann sem gnæfir yfir „fógetanum,“ enda komu skipin oft lestuð kolum frá Englandi. Úr kolafjöllum á bryggj- unni var mokað í skipin eftir þörfum en einnig í kolapoka land- krabba sem komu niður á bryggju að kaupa kolin eftir vigt. GAMLA MYNDIN Reykjavíkurhöfn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.