Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Side 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Side 60
60 – Sjómannablaðið Víkingur Nýverið kom út hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Híf opp! og inniheldur hún gamansögur af íslenskum sjómönnum. Höfundur bókar- innar er Guðjón Ingi Eiríksson og hefur hann leitað efnis víða. Þarna koma meðal annars við sögu Eiríkur Kristófersson, Magni Krist- jánsson, Jón Berg Halldórsson, feðgarnir Odd- geir og Addi á Grenivík, Ragnar Ingi Aðal- steinsson, Lási kokkur, Einar í Betel, Binni í Gröf, Snæbjörn Stefánsson, Fúsi Axels, Ingvi Mór, Slabbi djó, Doddi hestur og Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Eru þá sárafáir upp taldir. Hér á eftir koma nokkrar sögur úr bók- inni: Þeir Einar í Betel og Óskar Magnús, bróðir hans, gerðu út Gæfuna VE og var sá fyrrnefndi vélstjóri, en hinn skipstjóri. Eitt sinn voru þeir bræður á bátnum aust- ur við Hjörleifshöfða. Þriðji maðurinn um borð var Georg Stanley Aðalsteinsson, lunk- inn náungi sem sagður var eiga auðvelt með að leysa hin margvíslegustu vandamál, ef ekki á borði þá að minnsta kosti í orði. Skyndilega sjá þeir skipsfélagar að varð- skipið Albert kemur öslandi í áttina að þeim. Gæfumenn voru að veiðum innan land- helginnar og því voru góð ráð dýr. „Tala þú við þá,“ sagði Einar við Stanley. „Nei“, svaraði Stanley. „Stanley minn, tala þú við þá,“ hélt Einar áfram í sínum blíðasta rómi. „Nei, kemur ekki til greina,“ svaraði Stanley eldsnöggt, „þetta er ykkar mál, þið eruð eigendur bátsins, skipstjóri og vélstjóri, en af hverju segið þið bara ekki að þetta séu algjör mistök, bátinn hafi rekið óvart inn fyrir og þið biðjist fyrirgefningar á því.“ „Stanley, Stanley, minn,“ svaraði Einar að bragði, „þetta er góð hugmynd, en það er betra að þú talir við þá, þú ert vanari að skrökva.“ Guðbjörn Haraldsson segir svo frá fyrsta túrn- um sínum á Hafliða SI-2 árið 1963: Í fyrsta túrnum mínum vorum við nokkrir guttar, þetta 14 til 15 ára, að fara í fyrsta sinn á sjó. Þetta voru meðal annarra Júlli litli og Beggi Árna, Óli Jó heitinn, Stjáni Holla og fleiri. Þegar við vorum að leggja frá kallaði Maggi Guðjóns frá bryggjunni og spurði hvort að eitthvað hefði nú ekki gleymst. „Hvað áttu við?“ var kallað á móti. „Nei,“ sagði Maggi, „mér fannst bara vanta sandkassann og rólurnar.“ Í gamla daga tíðkaðist það að krakkar gengju í hús á Sauðárkróki og seldu Sjómannadagsblað- ið á sjómannadaginn. Þeirra á meðal var Hjalti Jósefs. Hann bankaði meðal annars upp á hjá Sveini blinda Ingimundarsyni í Græna húsinu og bar upp erindið, kurteisin uppmáluð. „Ég get nú ekki lesið þetta,“ sagði Sveinn. Hjalti gaf sig ekki og kom með krók á móti bragði að hann hélt: „En þú getur þá alltaf skoðað myndirnar.“ Halldór Einarsson, kallaður Dóri á Bjargi eftir að hann flutti frá Mjóafirði til Neskaupstaðar sagði vel frá og voru frásagnir hans svo myndrænar að unun var af. Um veðrið hafði Dóri þetta eitt sinn að segja: „Og veðrið maður það var alveg svakalega óskaplegt. Ég get sagt þér það vinur að hann var svo hvass að skaflajárnaður köttur hefði ekki getað staðið á órökuðu gæruskinni.“ Eiginkonur skipverjanna á Ísleifi VE-63 fengu einhverju sinni kveðju frá þeim í óskalaga- þætti sjómanna í Ríkisútvarpinu. Þeir höfðu þá verið lengi að veiðum í Norðursjónum og völdu með Bítlalagið „Help“. Viku síðar fengu þeir kveðju frá eiginkon- um sínum í sama þætti með laginu ... „Help Yourself“. Vöttur gamli var í eigu Fáskrúðsfirðinga, en lengi var hann þó gerður út frá Eskifirði. Á þeim tíma var „maður að sunnan“, sem kall- aður var Jói fíni, framkvæmdastjóri útgerðar- innar. Hann hafði lítið vit á sjávarútvegi og komu menn iðulega að tómum kofanum hjá honum þegar mál tengd sjómennsku bar á góma. Eitt sinn slitnaði trollið aftan úr Vetti. Steinn Jónsson skipstjóri hringdi í land og sagði Jóa fína tíðindin. Framkvæmdastjórann setti hljóðan um stund, en síðan kom: „Fór pokinn líka?“ Það var í Lónsbugtinni fyrir mörgum áratug- um síðan. Minni skipin máttu veiða nær landi en þau stærri og mörg voru um hituna. Á þessum tíma þurftu sum skip að taka svokallaðar saltfiskprufur. Þá voru flattir nokkrir þorskar úr hverju holli og kannað hvort að mikið eða lítið væri um orma í þeim. Auðunn Auðunsson var þarna með Hólmatind frá Eskifirði og Ragnar Franzson með Þorkel Mána úr Reykjavík. Þessir togarar tilheyrðu stærri skipunum á þessum slóðum og fiskuðu vel. Svo gerðist það eitt sinn að Ragnari þótti Auðunn vera kominn býsna nálægt landi – meira en hann mátti. Gat hann ekki orða bundist á þessu athæfi kollega síns og sagði kíminn við fyrsta stýrimann sinn: „Það verða ekki ormar í prufunum hjá Auðunni. Það verða ánamaðkar.“ Þegar Júlíus Júliníusson var skipstjóri á Lagar- fossi, sat hann einhverju sinni til borðs á fyrsta farrými og gerðust þá nokkrar fiskiflug- ur, er sveimuðu um borðsalinn, nærgöngular við hann. Kallaði þá Júlíus í þjóninn og spurði með þjósti: „Hvernig var það, maður! Sagði ég yður ekki í gær að reka út flugurnar?“ „Jú, skipstjóri og ég gerði það,“ svaraði þjóninn auðsveipur. En Júlíusi ofbauð blygðunarleysi þjónsins og mælti: „Ó, Jesús minn, góður guð! Hvaða þvaður holabok.is / holar@holabok.is HÍF OPP! - Gamansögur af íslenskum sjómönnum Hér er veitt innan landhelgi og ekki töluð nein tæpitunda. Menn eru ýmist bláedrú, blindfullir, vel rakir eða skelþunnir en umfram allt bráðskemmtilegir. Þessa bók verður þú að lesa!

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.