Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2017, Side 62
62 – Sjómannablaðið Víkingur
Vatnagarðar 16, Reykjavík, s. 568 6625, velarehf.is
Við látum dæluna ganga
• Dælur
• Dæluviðgerðir
• Ásþétti
• Rafmótorar
• Vélavarahlutir
Viðgerðir • Tæringarvarnir
Keramikhúðun
Fyrir Eftir
er þetta? Haldið þér að ég sjái ekki að þetta
eru akkúrat sömu flugurnar og voru hér í
gær?“
Eitt sinn stóð Sigurður Árnason, skipherra hjá
Landhelgisgæslunni, Binna í Gröf að veiðum í
landhelgi austur á Vík. Binni var ferjaður í
borð um varðskipið og þar deildu þeir lengi
því að Binni þrætti og sagðist ekki hafa verið
fyrir innan. Endaði það með því að Sigurður
skipaði honum að sigla í land þar sem dæmt
yrði í málinu. Þegar Binni var á leið frá borði,
kominn út að lunningu, sneri hann sér við,
horfði í augu Sigurði og segir:
„Siggi, ég var ekki fyrir innan, ég sver það
við svip augna minna.“
Eitt andartak var þögn og Sigurði þótti svo
mikið sakleysi skína úr því auganu sem hann
horfði í að honum rann allur móður og sagði:
„Binni, ég trúi þér, farðu, við gerum ekki
meira úr þessu.“
Binni lét ekki segja sér það tvisvar og fór
frá borði.
Allnokkru síðar frétti Sigurður hvernig í
pottinn var búið og sagði þannig frá því:
„Binni hafði lent í slysi nokkru áður en
fundum okkar bar saman þarna á Víkinni og
augað, sem ég féll fyrir vegna fullfermis af
sakleysi, var glerauga.“
Jón Einarsson frá Ísafirði, kallaður Jón lappari
sökum þess að hann var skósmiðssonur, var
lengi kokkur á togurum fyrir sunnan, en var
nú kominn aftur vestur í leit að vinnu.
Auglýst hafði verið eftir matsveini á Ís-
borgina, sem þá var undir skipsstjórn Einars
Jóhannssonar, og sóttist Jón eftir starfinu.
Skipstjórinn vildi fá nánari upplýsingar um
sjómennskuferil hans og það stóð ekki á
svarinu:
„Ég get sagt þér það, Einar minn, að ég er
búinn að vera kokkur til sjós í 30 ár og hef
aldrei misst mann.“
Jón lappari var að sjálfsögðu ráðinn á
stundinni.
Það var togaranum á Surprise - „Præsanum“ -
frá Hafnarfirði. Við vorum á karfaveiðum við
Nýfundnaland og Doddi hestur fékk torkenni-
leg eymsli í lillann. Fyrsti stýrimaður, sem var
nýr og ferskur í starfinu, úrskurðaði samstund-
is, að um væri að ræða sýfilis. Doddi var settur
í einangrun og haldið nánast eins og fanga.
Honum var færður matur og enginn notaði
sömu mataráhöld og hann. Þannig leið túrinn,
sem tók 15 daga. Hesturinn bara las allt sem til
var í skipinu og klóraði sér á pungnum á með-
an aðrir fiskuðu og hlóðu skipið. Og þegar að
landi var komið var hann umsvifalaust sendur
til læknis. Skömmu seinna lágu leiðir Dodda
hests og skipsfélaga hans, Jóns í Mýrinni,
saman í Hafnarstræti í Reykjavík. Þeir voru
hvor á sínu fortóinu og Doddi kallaði yfir
götuna, svo vegfarendur gátu heyrt:
„Nonni, þetta var ekki sýfilis, þetta var for-
húðarbólga.“
Friðmundur Herónýmusson, oftast kallaður
Freddi, formaður og útgerðarmaður í Keflavík
var bæði fljóthuga og óðamála.
Eitt sinn kom Freddi um borð í bát sinn í tals-
verðri ylgju í Keflavíkurhöfn og varð ekki
manna var ofan þilja. Snaraðist hann þá fram í
lúkarsopið og öskraði niður:
„Eruð þið vitlausir, strákar, að skilja bátinn
svona einan eftir uppi á dekki?Líkast til hefur Sigurður Þ. Árnason verið með
Maríu Júlíu þegar hann féll fyrir sakleysinu í gler-
auga Binna í Gröf. Mynd: Landhelgisgæslan