Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 2
Efnis-ÍKINGURV 3. tbl. 2017 · 79. árgangur · Verð í lausasölu kr. 1490 S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð Stýrishjólið af Snæfellinu komið á Iðnaðarsafnið á Akureyri. Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir segir frá og ræðir við skipstjórann Bjarna Bjarnason. Getur verið að skuttogarinn sé runninn undan rifjum Íslendings? Spyr Helgi Laxdal og kafar djúpt að leita svars. Farsæll skipstjóri sem lagði til sögu þjóðarinnar með einstöku framtaki. Minnst Gríms Karlssonar. Skeljar og skítur. Eyjúlfur Marteinsson kafar á hafs- botn. Salter ikke sjanser.“ Norskur síldveiðiskipstjóri fer villur vega. Stærsti síldarfarmurinn. Árni Björn Árnason vandar ögn um við ritstjóra vorn, þó á hógværum nótum. Farmannastéttinni að blæða út – en blóðið frosið í ráðamönnum. Ólafur Ragnarsson hefur orðið. Sá nakinn kvenmann í fyrsta skiptið. Ragnar Franz- son skipstjóri rifjar upp eftirminnilegt ferðalag. Þá var Ingólfur Arnarson í enskum slipp. Námskeið í einföldum fiskréttum. Leiðbeinandi meistarakokkurinn Hilmar B. Jónsson. Með spanna upp í brú að trekkja togklukkuna. Kafli úr væntanlegri bók um Önnu K. Kristjáns- dóttur vélfræðing. Guðríður Haraldsdóttir skráði. Ljósmyndakeppni sjómanna. Verið með, sendið allt að fimmtán myndir fyrir 1. desember næstkomandi. Gamla myndin er að þessu sinni af áhöfninni er sótti „Riddarann“ til Englands. Enn einn risinn að fæðast. Hilmar Snorrason fer út í heim í fréttaleit. Nýja breiðtrollið frá Hampiðjunni. Raddir af sjónum – og harða landinu. Stýri, ankeri og myndin frá Siglufirði – eða hvað? „Og vertu nú ekki kvikinskur, helviskur.“ Greinilegasta merkið sem til er um þolinmæði er gullbrúðkaup. Frívaktin vekur upp spurningar og jafnvel deilur. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings. Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagnrýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjómenn, jafnt far- menn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum „Raddir af sjónum“. Netjið á jonhjalta@simnet.is Forsíðumyndina tók Ragnar Pálsson. 4 8 14 19 20 22 30 40 34 Útgefandi: Völuspá útgáfa, í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250, netfang: sjomannabladid@gmail.com Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Ásprent. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. ISSN 1021-7231 18 18 42 44 50 47 48 Horft um öxl Þegar horft er yfir farinn veg síðustu árin þá vakna spurningar tengdar sjávarútveg- inum sem maður vildi gjarnan velta upp. Spyrja má, höfum við lært eitthvað af fram- gangi en um leið því framgangsleysi, sem óumdeilanlega var við lýði innan greinar- innar svo árum skipti í kjölfar hrunsins? Þar á ég við þá staðreynd að á sama tíma og þjóðin upplifði til sjávarins eitt lengsta og öflugasta vaxtarskeið sem átt hefur sér stað í sögu veiða og vinnslu, þá hvorki gekk né rak hvað varðar það sem kalla mætti eðlileg samvinnu og samstarf milli samtaka sjómanna og útgerðarmanna. Helstu orsakir Nokkrir þætti vega þar þyngst. Endalaus bið eftir nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða þar sem lausn er reyndar því miður engu nær en verið hefur árum saman. Megin rök útgerðarmanna fyrir því að hvorki væri hægt að endurnýja fiskiskipaflotann né kjarasamninga voru að ekkert væri fast í hendi hvað varðaði framtíð útgerðarinnar og of mikil áhætta fylgdi þar af leiðandi stórum fjárfestingum auk þess sem veiði- gjaldið væri svo íþyngjandi að sjómenn yrðu að taka þátt í því með útgerðinni. Sjó- mannamegin horfði málið þannig við að aldrei hefur verið ljáð máls á þátttöku sjó- manna í veiðigjöldum, enda hafa stjórnvöld lagt áherslu á að um „umframhagnað“ væri að ræða sem ekki ætti að skerða kjör sjómanna. Annað sem klárlega hafði áhrif var, að á þessum tíma var afkoma fiskimanna góð og í mörgum tilvikum mjög góð og þar af leiðandi mátu menn stöðuna í þá veru að betra væri að þiggja laun eftir gildandi samningi, þótt útrunninn væri, fremur en að fara í samningaviðræður þar sem óbilgjarnar kjaraskerðingarkröfur viðsemjenda stóðu óhaggaðar. Það er því ólíklegt að meirihluta vilji hefði verið meðal stéttarinnar til að fara í harðar aðgerðir á sama tíma og afkoman var betri en þekkst hafði um langa hríð. Fráleit staða Því má segja að algjör pattstaða hafi af þessum sökum verið milli samtaka útgerða og sjómanna sem leiddi til þess að sjómenn fengu í sex ár greidd laun samkvæmt kjara- samningi sem rann út þann 1. janúar 2011 eða allt þar til skipstjórnarmenn sam- þykktu nýjar kjarasamning í atkvæðagreiðslu sem lauk þann 8. ágúst 2016. Undir- menn kolfelldu þann samning og vélstjórar kusu ekki um hann af ástæðum sem undirritaður kann ekki að útskýra. Allir kunna skil á framhaldinu þar sem við tók lengsta sjómannaverkfall Íslandssögunnar. Því lauk að endingu með kjarasamningi 20. febrúar 2017. Höfum við eitthvað lært? Árið 2008 voru útflutningstekjur sjávarútvegsins 171 milljarður kr. en nettó skuldir 430 milljarðar. Fimm árum síðar höfðu útflutningstekjur hækkað jafnt og þétt og voru árið 2013 272 milljarðar. Á sama tíma höfðu nettó skuldir lækkað niður fyrir útflutningstekjur ársins og voru 242 milljarðar í lok árs. Þessi gríðarlegi viðsnúningur í afkomu leiddi til þess að fjöldi útgerða hóf að íhuga og í framhaldinu að ráðast í endurnýjun á skipa- flota sínum og landvinnslu þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýsingar um að slíkt væri of áhættusamt og engar forsendur til kjarasamninga vegna getuleysis stjórnmálamanna til að ná saman um ný lög um stjórnkerfi fiskveiða sem tryggði rekstraröryggi grein- arinnar til lengri tíma. Seint og um síðir, þegar sest var að samningaborði, var farið að halla undan fæti, löngu góðæristímabili í sjávarútvegi að ljúka og ferðaþjónustan farin að hafa meiri áhrif á hagkerfið en nokkur önnur atvinnugrein. Við bættist nei- kvæð þróun og erfiðar aðstæður á erlendum mörkuðum fyrir sjávarafurðir. Þannig voru aðstæður greinarinnar þegar loks stóð til að fara að semja, í það minnsta fimm árum of seint. Megin lærdómur af þessu ferli er sá að það er fullkomlega óásættan- legt að endurnýjun kjarasamnings geti dregist á langinn svo árum skipti. Engri at- vinnugrein ætti að líðast slík framferði. Lagaumhverfinu verður að breyta á þann veg að innan ákveðins tímaramma, frá lokum gildistíma eldri samnings, verði deiluaðilar að ná saman. Að öðrum kosti komi til kasta ríkissáttasemjara sem fengi mun víðtæk- ari heimildir en til staðar eru í dag til að knýja fram niðurstöðu. Horfa mætti í því samhengi til Norðurlandanna þar sem margra ára dráttur á endurnýjun kjarasamn- ings í mikilvægri undirstöðuatvinnugrein gæt hreinlega ekki átt sér stað. Árni Bjarnason

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.