Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 9
Sjómannablaðið Víkingur – 9 formlegan fund með formanni nefndar- innar þar sem hann kynnti hana fyrir honum munnlega. Um sumarið 1945 fékk hann Sigurð Jónsson módelsmið, þá starfandi í Lands- miðjunni, til þess að smíða módel af skuttogara samkvæmt sinni hugmynd. Með skuttogara módelið meðferðis kynnti hann ýmsum málsmetandi togara- skipstjórum þess tíma skuttogarahug- mynd sína sem þeim leist vel á í upphafi þótt hljóðið hafi síðar breyst. Til þess að gera nú langa sögu stutta þá gekk Andrés frá Heródusi til Pílatusar hér á landi með módelið sitt en hafði ekki erindi sem erfiði. Leitaði m.a. til stjórnar Vélstjórafélags Íslands um stuðning en hlaut ekki hljómgrunn þar. Reyndi fá einkaleyfi á hugmynd sinni í atvinnu- málaráðuneytinu en var vægast sagt fálega tekið. Í framhaldi af samtali við Þorvald Stefánsson sem þá var umboðsmaður hér á landi fyrir Boston deepsea fishery í Fleetwood, sem hafði greinilega áhuga hugmyndinni, ákvað hann að halda til Fleetwood með módelið og kynna hug- mynd sína fyrir nefndum samtökum þar sem áhuginn hér heima virtist af skorn- um skammti. Í kringum áramótin 1945- 46 hélt Andrés, með módelið, áleiðis til Fleetwood með togaranum Júní GK-345. Af óþekktum ástæðum var skipinu snúið til Grimsby. Fljótlega eftir komuna þang- að spurðist erindi Andrésar út líklega vegna þess að hann hafði meðferðis stóran kassa sem módelið var í sem vakti óskipta athygli tollþjónanna sem afgreiddu skipið. Fljótt spurðist út í Grimsby hvað í kassanum var eða módel af skipi sem tæki og kastaði vörpunni frá skutnum. Í framhaldi setti Þórarinn Olgeirsson togaraskipstjóri, sem þá var búsettur í Grimsby, sig í samband við Andrés og bauð honum sína aðstoð. „Sagðist ekki þar sem hann væri Íslend- ingur, geta verið þekktur fyrir að láta stela þessu af mér. Og sagðist hann setja allt í gang til að koma í veg fyrir að aðrir tækju hugmyndina“. Til þess að koma hugmynd sinni skil- merkilega á blað vegna einkaleyfisum- sóknar, hélt hann ásamt Páli Aðalsteins- syni skipstjóra, yfir til Hull en þar áttu þeir fund með Mr. Grey skipaverkfræð- ingi hjá Selby skipasmíðastöðinni sem fór skilmerkilega yfir hugmynd Andrésar og teiknaði upp allt það sem var frá- brugðið frá búnaði síðutogaranna. Að nokkrum dögum liðnum kom Þórarinn Olgeirsson til Andrésar með pappíra sem hann sagði vera einkaleyfis- umsókn og bað hann að skrifa undir, sem hann gerði, og sagðist mundu hafa við hann samband með bréfi fljótlega til að láta hann vita af gangi mála. Það bréf er ókomið enn. Í framhaldinu hélt Andrés til Fleetwood þar sem hann kynnti hugmynd sína fyrir Mr. Kirk, sem þá var í forsvari fyrir Boston deepsea fishery í Fleetwood, og fleirum. Skömmu síðar hélt Andrés heim á leið og var kominn til landsins í febrúar 1946. Í framhaldinu er býsna fróðlegt að velta fyrir sér aðdragandanum að smíði fyrsta skuttogarans, Fairtry LH 8, sem smíðaður var í Skipasmíðastöð John Lewis & Sons Ltd. Aberdeen og sjó- settur 30. júní 1953. Skipið var 2605 gross tonn en 984 netto tonn. Lengd 74,7 m og breidd 13,4 m., búið aðalvél frá Doxford 2200 hö. Í bókinni The Fairtry experiment, sem kom út á árinu 1995, eftir blaðamanninn Jack Campbell kemur meðal annars fram um undanfara Fairtry. Sir Dennis Burn- ey, sjá kynningu, taldi á þeim tíma að gera mætti mun betur hvað varðar bæði veiðar og vinnslu frá Humbersvæðinu. Hans framtíðarsýn fólst í stærri skip- um sem gerð væru út allt árið, sæktu lengra og væru lengur úti í senn. Skip- um sem veiddu ekki eingöngu botn- lægan fisk heldur einnig fisk sem héldi sig á breytilegu dýpi og við yfirborð, svo sem síld. Skipum sem ynnu og hrað- frystu aflann um leið og hann kæmi um borð. Skipum sem væru búin frystilest- Þórarinn Olgeirsson, skipstjóri og útgerðarmaður, fæddist á Valdastöðum í Árnessýslu 1. október 1883. Hann var sonur hjónanna Olgeirs Þorsteinssonar og konu hans Steinunnar Einarsdóttur bænda þar. Þórarinn hóf sína sjó- mennsku á skútum. Hann lauk námi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1899. Hann hóf skipstjóraferil sinn hjá Eld- eyjar-Hjalta. Varð með tímanum einn þekktasti skipstjóri Íslendinga á tímum fyrstu botnvörpunganna allt fram að seinni heimsstyrjöld. Þórarinn var lengst af búsettur í Grims- by þar sem hann var um árabil umboðsmaður íslenskra skip- stjóra og útgerðarmanna, síðar ræðismaður Íslendinga í Bretlandi. Hann var sæmdur bæði riddarakrossi og stór- riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar. Þórarinn lést 5. ágúst 1969. Páll Aðalsteinsson skipstjóri, fæddist í Reykjavík 29. júlí 1916. Hann var sonur hjónanna Aðalsteins Pálssonar, skipstjóra og útgerðarmanns og konu hans Sigríðar Pálsdóttur, bæði frá Hnífsdal. Hann fór snemma til sjós með föður sínum á togaranum Belganum. Fjórtán ára var hann orðinn fullgildur háseti. Þegar hann var 16 ára fór hann til náms í verslunarfræðum til Hull. Ekki entist hann lengi í verslunarnáminu því ári síðar var hann kominn til sjós á enska togaranum Vin. Á árinu 1938 lauk Páll stýrimanna- námi í Grimsby og ári síðar skipstjóraprófi. Var skipstjóri á enskum togurum frá árinu 1940 til ársins 1962. Þá tók hann við starfi sem einn af forstjórum Boston Deep Sea Fisheries Ltd. sem eftir sameiningu við önnur útgerðarfélög varð eitt af stærstu útgerðarfélögum Englands. Páll var alla tíð mikill og farsæll skipstjóri. Í apríl 1941, þá var Páll skipstjóri á Emp- ire Fisher, bjargaði hann ásamt áhöfn sinni 17 sjómönnum af breskum togara sem skotinn hafði verið niður á siglingu í Norðursjónum. Fyrir þessa björgun var hann sæmdur bresku MBE orðunni, það er Member of the British Empire. Forsíða bókarinnar um Fairtry tilraunina en þang- að eru helstu upplýsingarnar sem hér koma fram sóttar. Páll Aðalsteinsson skipstjóri. Þórarinn Olgeirsson skipstjóri.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.