Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 13
Sjómannablaðið Víkingur – 13
segir sig sjálft að nýbreytni af þessu
tagi hlýtur að berast hratt út á meðal
útgerðarmanna og sjómanna á svæð-
um eins og Humbersvæðinu.
2. Þegar Sir. Dennis Burney lætur breyta
snekkjunni Oriana til þess að gera til-
raunir með hraðfrystingu um borð,
skutdrátt og notkun nýju hleranna,
parotters, sem áttu að henta til veiða
á breytilegu dýpi. Þá er áformið að
auk skutrennunnar séu beggja vegna
hennar rennur fyrir hlerana. Eða eins
og segir á enskunni: After her stern
had been modified to form of slipway
and chutes had been fitted to her side to
accommodate the parotters, she began
to trawl for fish experimentally in the
Firth of Clyde.
Það sem vekur athygli eru áminnst
hýsi eða rennur fyrir hlerana vegna
þess að módelið hans Andrésar gerir
einmitt ráð fyrir sérstökum rennum
fyrir hlerana, sem ekki voru á síðu-
togurunum og eru ekki á skuttogur-
um.
3. Einhvern vegin finnst mér að á skipi
sem hefur það hlutverk eitt að komast
að því hvort hægt sé að hraðfrysta
úti á sjó og hvort nefndir hlerar séu
brúklegir og hvort yfir höfuð sé hægt
að afgreiða trollið frá skutnum að þá
sé hvorki eytt tíma né fyrirhöfn í sér-
búnað fyrir hlerana, sérbúnað sem
ekki er á skuttogurum almennt Ekki
síst í ljósi þess að um tilraun var að
ræða sem átti að fara fram innanfjarð-
ar. Enda kemur í ljós þegar myndin
af Orina er skoðuð, þar sem hlerarnir
liggja á þilfarinu, að þar er engar
rennur að sjá fyrir hlerana. Af hverju
er það þá tekið fram að ekki sé hægt
að hefja tilraunina nema að rennurnar
séu til staðar. Hvaðan kom hugmynd-
in?
4. Þegar síðan kemur að breytingunum á
HMS Felicity árið 1947 þá er eins og
þeir mætu menn sem þær hönnuðu
hafi haft módelið hans Andrésar eða
teikningu af því fyrir framan sig.
Þannig er þeim lýst á síðu 15 í til-
vitnaðri bók hér neðar:
Ráðist var í breytingarnar án mikilla
bollalegginga miðað við hvernig greint
er frá þeim í nefndri bók. Allt virðist í
meginatriðum vera með sama brag
og módelið hans Andrésar gerir ráð
fyrir, nema kraninn er þar ekki. Í
staðinn er komið fyrir gálga meðal
annars með stjórnstöð fyrir togbún-
aðinn.
5. Það hlýtur að teljast meiriháttar hval-
reki fyrir Sir Dennis Burney að kom-
ast að því þegar hann var búinn að
gefa sína yfirlýsingu um verksmiðju-
skip nútímans að þá lægi fyrir lausn á
einu meginatriðanna sem leysa þurfti,
það er hvernig átti kasta og taka troll-
ið á borðháu skipi með mikla yfir-
byggingu. Þá þegar hafði Andrés
kynnt hugmynd sína fyrir málsmet-
andi mönnum í útgerð á Humber-
svæðinu. Er hægt að hugsa sér öllu
skemmtilegri tilviljun eða hvalreka?
6. Hugmynd Andrésar gerði ráð fyrir
tveimur aðskildum togvindum, það er
splittvindum í hvorri síðu skipsins, í
stað togvindu með tvær tromlur á
sama öxlinum eins og þá tíðkaðist.
7. Eftir stendur margt sem fróðlegt hefði
verið að fá nánari upplýsingar um en
tókst ekki að afla þrátt fyrir töluverða
eftirgrennslan. Hvenær á árinu 1946
áttu til dæmis eigendaskiptin á Oriana
sér stað og hvað varð um einkaleyfis
umsóknina sem Þórarinn Olgeirsson
tók að sér að fylgja eftir? Tæpast verð-
ur slíkum spurningum svarað nema
með því að heimsækja viðkomandi
stofnanir í Grimsby.
Eru í gögnum Boston deepsea
fishery í Fleetwood að finna einhverj-
ar upplýsinAndrésar?
Þannig mætti áfram spyrja.
Módelið hans Andrésar, séð aftan frá. Hér má greinilega sjá hýsin fyrir hlerana og lúguna til að hleypa
aflanum niður á vinnsluþilfarið.
Myndin sýnir vinnuþilfarið. Ef rýnt er má sjá tog-
vinduna sem sögð er 7 tonn, knúin tveimur rafmót-
orum. Þó það komi ekki fram finnst mér líklegt að
um splittvindur sé að ræða eða samtals 14 tonn.
Spurning er hvort miðað sé við tóma tromlu, fulla
tromlu eða eitthvað þar á milli. Rétt er að geta þess
hér að skipið var með vélarúmið miðskips sem er í
samræmi við hugmyndir
Andrésar.