Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur
uninn eftir áttum við að líta eftir lambfé
en þetta var um sauðburðinn en þá vill
svo til að enginn af heimahestunum var
heima við, svo við tókum hrossin hans
Ólafs trausta taki og fórum á þeim. Þar
sem lambféð var voru nokkrar stóðmerar
og graðfoli. Jón sat hryssuna og þegar
við nálguðumst hrossin, tók folinn sig út
úr hópnum og þegar hann nálgaðist varð
hryssan eins og steinrunnin, hún hreyfði
sig ekki þótt Jón berði fótastokkinn. Jón
henti sér af baki og folinn lauk sér af.
Þegar Ólafur kom til baka og þakkaði
okkur fyrir pössunina á hrossunum og
gaf okkur sælgæti að launum. Við
þorðum ekki að segja honum hvað
gerðist.
Nennirðu með
Ljómalind?
Áfram var haldið inn Fróðárhreppinn og
ekki stoppað fyrr en í Mávahlíð. Við vor-
um með kveðju frá fóstra mínum til
bóndans þar en hann hét Ágúst og hafði
verið með honum á skútu. Í Mávahlíð
var okkur tekið tveim höndum og mér er
minnisstætt hvað Ágúst og félagar hans
urðu hýrir á svip þegar við drógum upp
pela. Við gistum í Mávahlíð um nóttina.
Þegar við höfðum kvatt fólkið í
Mávahlíð héldum við áfram og við
tók Búlandshöfði, en vegurinn utan í
honum var mjó reiðgata. Það voru
margir hræddir við að fara Höfðann því
neðan við götuslóðann var snarbratt í sjó
fram.
Þegar fyrir Höfðann kom tók við Eyr-
arsveit og við gengum fram hjá nokkrum
bæjum og síðast Grafarnesi sem nú heitir
Grundarfjörður og stoppuðum ekki fyrr
en á bænum Kverná. Þar fengum við pilt
sem Þorsteinn hét til þess að skjóta okk-
ur á jeppa inn að Kolgröfum þar sem við
komum í frændgarð, því húsfreyjan,
Jóhanna, var systurdóttir fóstra míns og
mömmu minnar.
Eftir að hafa heilsað fólkinu á Kol-
gröfum og drukkið kaffi, héldum við
áfram að Berserkseyri en það er mjög
stutt bæjarleið á milli bæjanna. Á
Berserkseyri var tvíbýli og húsfreyjan á
Bjarnarhöfn.