Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur
Draumurinn að rætast
Renata Rojas hefur allt frá því hún var
ung stúlka haft áhuga á að sjá flakið af
Titanic þrátt fyrir að aðeins séu 30 ár
liðin síðan flakið fannst. Renata, sem er
49 ára bankastarfsmaður, mun væntan-
lega upplifa draum sinn á næsta ári en
hún hefur þegar greitt 11 milljónir fyrir
ferðina.
„Ég á ekki íbúð, ekki bíl eða farið á
Everest en allur sparnaður minn hefur
snúist um að geta látið þennan draum
minn rætast“ sagði Renata en hún reyndi
fyrst við slíka ferð árið 2012 en hætta
varð við þá ferð. Í byrjun maí á næsta ári
mun fyrirtækið OceanGate Expeditions
hefja ferðir niður að flakinu fyrir áhuga-
sama eins og Renötu. Þetta fyrirtæki er
það eina í heiminum sem er einkarekið
og á rannsóknarkafbát sem á möguleika
á að kafa niður að flaki Titanic. Fjórir
aðrir rannsóknarkafbátar í heiminum
sem eiga möguleika á þessu eru allir í
eigu stjórnvalds. Skortur á kafbátum í
einkaeigu ásamt kostnaði hefur valdið
því að ekki hefur verið kafað niður að
flakinu til rannsókna í 12 ár. Talið er að
innan við 200 manns í heiminum hafi
litið flakið augum. Rúmlega 50 manns
munu þó á næsta ári fara niður að flak-
inu í einum af sex skipulögðum átta
daga köfunarferðum.
Renata sá myndina A Night to
Remember sem barn og kveikti myndin
áhuga hennar. Faðir hennar kenndi
henni köfun þegar hún var 12 ára og
hefur hún notað allan sinn frítíma að
kanna flök skipa undan New York og
New Jersey. Klárt er að fleiri lifandi hafa
flogið út í geyminn heldur en hafa séð
Titanic þannig að þetta verður ferðalag
sem verður hverrar krónu virði.
Hvaladauði
Aldrei hafa fleiri hvalir drepist í St.
Lawrence flóa af völdum skipa og í ár.
Að minnsta kosti 10 hvalir hafa drepist á
síðustu tveimur mánuðum sem hefur
gert þetta hvalskæðasta ári frá því rann-
sóknir hófust á þessu svæði árið 1980 að
sögn vísindamanna. Nýlega gaf ráðuneyti
flutninga og fiskveiða út tímabundan til-
skipun til skipa 20 metrar eða lengri um
að hægja ferð niður í 10 sml hámarks-
hraða í vestari hluta flóans. Skip sem
ekki fara að þessum nýju reglum gætu
átt von á að verða sektuð um rúmar 2
milljónir.
Enn einn risinn að fæðast
Alltaf stækka skipin og get ég með sanni
sagt að þessi lýsing hefur oft verið notuð
hér á þessum síðum. Nú stefnir enn eina
ferðina í met en skipafélagið CMA CGM
er sagt vera komið með í pípurnar að
gera samning við skipasmíðastöð um
smíði á allt að níu skipum sem geta bor-
ið allt að 22,000 gámaeininga (TEU).
Verði af þessum samningi eru hér
stærstu gámaskip sem nokkru sinni hafa
verið smíðuð. Núverandi heimsmeistari
er OOCL Hong Kong sem er 21,413
TEU skip og því rétt tæplega 500 gáma-
eininga minni en áætlanir CMA CGM
eru. Sagt er að Suður-Kóreanska skipa-
smíðastöðin Hyundai Heavy Industries
keppi við kínverskar skipasmíðastöðvar
um smíði skipanna. Sagt er að samningar
verði gerðir um sex skip með möguleika
á þremur til viðbótar. Árið 2015 fékk
CMA CGM afhent sex skip sem eru
18,000 TEU og eru það stærstu skip
útgerðarinnar.
Risarnir í gámaflutningunum
Það er ekki úr vegi að skoða, í framhaldi
af áformum CMA CGM um smíði á risa-
skipum, hver séu stærstu gámaskipin
sem sigla um heimshöfin. Tíu stærstu
gámaskipin, þegar þetta er skrifað, eru:
1. OOCL Hong Kong
Er í eigu kínversku útgerðarinnar Ori-
ent Overseas Container Line og er sem
stendur eina gámaskipið sem hefur farið
yfir 21,000 TEU markið en skipið ber
það og 413 gáma til viðbótar. Skipið
skortir aðeins 13 sentimetra upp á að ná
400 metrum í lengd.
2. Madrid Maersk
Maersk Line er aldrei langt undan
þegar kemur að stærstu skipum heims
en fyrir komu OOCL Hong Kong hélt
Madrid Maersk titlinum sem stærsta
gámaskip heims. Alls getur skipið flutt
20,568 TEU en það vantar meter upp á
400 metra í lengd en breiddin er 58,8
metrar.
3. MOL Triumph
Skipið er í eigu japönsku útgerðarinn-
ar Mitsui O.S.K. Lines en þessu skipi
tókst að halda titlinum sem stærsta
gámaskip veraldar í nokkrar vikur. Þetta
400 metra langa skip getur flutt 20,170
TEU en það var fyrsta skipið af sex
systurskipum smíðuð hjá Samsung
Heavy Industries í Suður-Kóreu.
4. MSC Diana
Þetta skip mælist 399,999 metrar á
lengd og er í eigu Mediterranean Shipp-
ing Company. MSC Diana er af svoköll-
uðum Pegasus gerð gámaskipa en flutn-
ingsgetan eru 19,462 TEU.
5. MSC Ingy
MSC Ingy er einnig af Pegasus gerð
og í eigu Mediterranean Shipping
Company en er þó heldur styttra ef svo
má að orði komast þar sem það mælist
399,990 metrar og hefur sömu flutnings-
getu og MSC Diana.
Í næstu sætum skipa allt skip frá MSC
Utan úr heimi
Hilmar Snorrason skipstjóri
Núverandi stærsta gámaskip heims OOCL Hong Kong (Ljósmynd: Patalavaca).