Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur
í vatni eða kjúklingasoði og þykkið sósuna.
Berið fram með soðnu grænmeti.
Rjómasveppasósa
2 til 3 matskeiðar smjör eða olía
½ meðalstór saxaður laukur
150 gröm sveppir, skornir í sneiðar
½ bolli rjómi
½ bolli kjúklingasoð
2 matskeiðar maísmjöl
Hitið smjörið eða olíuna í potti eða á pönnu. Bætið lauknum út
í. Kraumi í 2 til 3 mínútur. Bætið sveppunum út í og látið
krauma í 2 til 3 mínútur. Bætið vökvanum í og látið sjóða í 2
til 3 mínútur. Smakkið til. Leysið maísmjölið upp í vatni eða
kjúklingasoði og þykkið sósuna.
Borið fram með soðnu grænmeti og grófu brauði.
Spergilsósa
2 til 3 matskeiðar smjör eða olía
½ meðalstór saxaður
laukur
200 gr. grænn spergill ferskur, skorinn á ská í
þunnar sneiðar
½ bolli rjómi
½ bolli kjúklingasoð
2 matskeiðar maísmjöl
Hitið smjörið eða olíuna í potti eða á pönnu. Bætið lauknum út
í og látið krauma í 2 til 3 mínútur.
Bætið sperglinum út í og kraumið í 1 til 2 mínútur. Bætið
vökvanum í og látið sjóða í 2 til 3 mínútur. Smakkið til. Leysið
maísmjölið upp
í vatni eða kjúklingasoði og þykkið sósuna.
Borið fram með soðnu grænmeti.
Agúrku- og kapersmeðlæti
2 til 3 matskeiðar smjör eða olía
½ meðalstór saxaður laukur
1 agúrka, skorin langsum, kjarninn fjarlægður og skorinn í
sneiðar
1 lítið glas kapers
50 gr. óbráðið smjör
Hitið smjörið eða olíuna í potti eða á pönnu. Bætið lauknum út
í. Látið krauma í 2 til 3 mínútur.
Bætið agúrkunum út í og síðan kapersinum og safanum líka.
Látið sjóða upp og bætið óbrædda smjörinu út í. Þegar smjörið
er bráðnað er meðlætið tilbúið. Berið fram með soðnum
kartöflum og spergilkáli.
Rækjusósa
2 til 3 matskeiðar smjör eða olía
½ meðalstór saxaður laukur
½ bolli rjómi
½ bolli kjúklingasoð
200 gr. rækjur
2 matskeiðar maísmjöl
Hitið smjörið eða olíuna í potti eða á pönnu. Bætið lauknum út
í og kraumið í 2 til 3 mínútur.
Bætið vökvanum út í og látið suðuna koma upp. Leysið maís-
mjölið upp í vatni eða kjúklingasoði og þykkið sósuna. Bætið
rækjunum út í, bragðið til og takið af hitanum um leið og suð-
an kemur upp. Rækjurnar eiga ekki að sjóða.
Berið fram með soðnum kartöflum og gulrótum.
Appelsínusmjörsósa
½ bolli appelsínuþykkni
150 grömm óbrætt smjör
Skerið smjörið í bita. Setjið appelsínuþykknið og smjörið í pott
og yfir hálfan hita. Hrærið í þar til allt smjörið er bráðnað. Þá
er sósan til, má ekki sjóða.
Berið fram með soðnu, blönduðu grænmeti.
Bananameðlæti
2 til 3 matskeiðar smjör
2 bollar eplasafi
2 gulir afklæddir bananar og skornir í tæplega 1 cm. sneiðar
1-2 mats maísmjöl (Maizena)
Hitið smjörið á pönnu. Athugið, smjörið má ekki brúnast.
Bætið bananasneiðunum út í og rétt hitið. Bætið eplasafanum í
og látið suðuna koma upp.
Leysið maísmjölið upp í eplasafa eða kjúklingasoði og
þykkið sósuna.
Berið fram með soðnu spergilkáli og gulrótum.
Eplakarrýsósa
3 til 4 matskeiðar smjör eða olía
½ meðalstór saxaður laukur
1 grænt epli. Flysjað, kjarnað og skorið í litla teninga
1 til 2 matskeiðar karrý
½ bolli rjómi
½ bolli kjúklingasoð
2 matskeiðar maísmjöl
Hitið smjörið eða olíuna í potti eða á pönnu. Bætið lauknum
út í. Látið krauma í 2 til 3 mínútur.
Bætið eplinu út í og kraumið í rúma mínútu. Bætið karrýinu
út í og hrærið saman við í 10 til 15 sekúndur. Bætið vökvanum
út í og látið sjóða í 3 til 4 mínútur. Bragðið til.
Leysið maísmjölið upp í vatni eða kjúklingasoði og þykkið
sósuna.
Berið fram með soðnum hrísgrjónum og grófu brauði.
Mynd í grunni:
Jón Páll Ásgeirsson