Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur S jómannablaðið Víkingur blæs enn á ný til ljósmynda- keppni meðal sjómanna. Mjög góð þátttaka hefur verið allt frá byrjun keppninnar sem sýnir þann mikla áhuga sem sjómenn hafa á ljósmyndun. Allir sjómenn geta tekið þátt í keppninni sem og þeir sjó- menn sem komnir eru á eftirlaun. Við höfum ekki haft flóknar reglur í keppninni en ekki má breyta myndum á þann hátt að skeyta saman tveimur eða fleiri myndum. Litaleiðréttingar, kroppun og réttingar eru leyfðar. En hver er eigandi myndar? Það þarf ekki að vera sá sem er eigandi myndavélarinnar heldur er það sá sem þrýsti niður afsmellaranum á myndavélinni þegar myndin var fönguð. Viðfangsefnið má vera hvað sem er og er ekki bundið við að myndirnar hafi verið teknar úti á sjó. Þær þurfa ekki að hafa verið teknar á síðasta ári heldur er hægt að fara í ljósmynda- safnið sitt. Myndin má ekki áður hafa tekið þátt í þessari keppni. Hver ljósmyndari má senda inn allt að 15 ljósmyndum. Fjögurra manna dómnefnd mun velja þrjár vinningsmyndir sem hljóta verðlaun blaðsins. Þá verða tólf aðrar myndir valdar af dómnefndinni sem fara áfram með vinningsmyndunum í Norðurlandakeppni sjómanna í ljósmyndun sem fram fer í Noregi í byrjun næsta árs. Skilafrestur á myndum í keppnina er 1. desember n.k. og skulu þær sendar á netfangið iceship@heimsnet.is. Undanfarin ár hafa einungis borist stafrænar ljósmyndir en allar myndir eru gjaldgengar. Stafrænar myndir þarf að senda inn í mestu upplausn sem möguleg er. Ef senda á inn myndir á öðru formi skulu þær sendar til: Farmanna- og fiskimannasamband Íslands V/Sjómannablaðsins Víkings Ljósmyndakeppni 2017 Grensásvegi 13 105 Reykjavík LJÓSMYNDAKEPPNI SJÓMANNA 2017 Mynd: Sigurjón Veigar Þórðarson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.