Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur
veiðiferðum sem námu um 5000 sigldum
sjómílum var það mat viðkomandi að nú
væri fengin næg reynsla til að byggja á
við hönnun og smíði stærri og full-
komnari verksmiðjuskipa með skut-
drætti. Hér var lagður grunnurinn að
Fartry LH 8 sem sjósett var 1953.
Sir Charles Dennistoun Burney, oftast
kallaður Dennis Burney var fæddur á
Bermuda 28. desember 1888. Hann var
sonur aðmírálsins Cecil Burney Bl. Sir.
Dennis Burney menntaðist innan breska
sjóhersins þar sem hann starfaði lengst
af. Þekktastur er hann fyrir uppfynding-
ar sínar en þar ber trúlega hæst hönnun
hins svokallaða „paravana“ sem var dreg-
ið af skipi og hafði það verkefni að
klippa sundur keðjurnar sem notaðar
voru til að festa tundurdufl við botninn
sem leiddi til þess að sprengjan flaut upp
þannig að hægt var að gera hana óvirka.
Fyrir þetta fékk hann viðurkenningu 350
þús. £ sem svarar til tæpra 50 millj. mið-
að við núverandi gengi pundsins.
Hann settist á þing fyrir sambands-
sinna í kjördæmi Uxbridge, árið 1922 og
sat þar til ársins 1929.
Á árinu 1927 stofnaði hann Stream-
line Cars Ltd til þess að framleiða fram-
úrstefnubíla þess tíma með vélina aftur í
og áherslu á lækkaða loftmótstöðu. Að-
eins voru framleiddir 13 bílar og engin
þeirra eins. Þeir voru greinilega ekki
framleiddir til almennra nota þess í stað
eingöngu sem sýningarbílar. Í bókinni
Fairtry Expermiment kemur fram að bíll-
inn hafi farið til Þýskalands í fjöldafram-
leiðslu og sé í reynd upphafið að
Volkswagen bjöllunni sem hélt innreið
sína árið 1938.
Eftir að hann hætti í hernum fékk
hann áhuga á ýmsu sem tengist fiskveið-
um. Hann fann upp búnað til þess að
hægt væri, bæði að kasta og taka vörp-
una frá skut. Hann innleiddi sónartækn-
ina til fiskileitar ásamt því að frysta fisk
bæði um borð í skipum og í landi. Hann
kom að hönnun loftskipa og átti aðild að
því að afla Bretum sérleyfa til vinnslu á
kolum og málmum úr jörðu í Rodesiu.
Vegna þessa rak hann tvö heimili í
Rodesiu og á Bermuda.
(Heimild: British Aviation-Projects
to Production)
Niðurstaða mín
Í upphafi var spurt:
Er skuttogarinn, íslensk hugsmíð?
Eftir að hafa farið í gegnum gögnin sem
búa að baki þeim upplýsingar sem hér
koma fram er það mín sannfæring að
hugmyndin að baki skuttogarans sem
raungerð var með breytingum á tund-
urduflaslæðaranum HMS Felicity árið
1947 og fékk nafnið Fairfree LH-271,
sé íslensk það er hugmynd Andrésar
Gunnarssonar frá árunum 1935-45. Af
hverju er ég sannfærður?
1. Þegar Sir Dennis Burney kemur fram
með hugmyndir sínar árið 1946 um
stærri og fjölhæfari veið- og vinnslu-
skip og geymslu aflans um borð er
hvergi minnst á að breyta þurfi í skut-
drátt, einungis fjallað um hraðfryst-
ingu og vinnslu afla um borð, ásamt
nýrri gerð gerð toghlera. Í upphafi
ársins 1946 kynnir Andrés hugmynd
sína um skuttogara fyrir frammá-
mönnum í togaraútgerð á Humber-
svæðinu, meðal annars forsvarsmönn-
um Boston deepsea fishery í Fleet-
wood, sem var eitt stærsta útgerðar-
félag Skotlands á þeim tíma, og Mr.
Grey skipaverkfræðingi hjá Selby
skipasmíðastöðinni sem teiknaði upp
þær breytingar sem fylgdu skutdrætt-
inum. Hugmynd Andrésar var, því
næsta víst, komin í loftið þegar Sir.
Dennis Burney hóf breytingarnar á
nefndum skipum. Hafa verður einnig
í huga að hugmynd Andrésar snerist
ekki bara um skutrátt heldur um skip
með mun færri í áhöfn en tíðkast
hafði, skip sem veittu áhöfninni mun
meira öryggi og skip sem gátu verið
að í verri veðrum en þá þekktist. Það
Fairtry LH 8, sem smíðaður var í Skipasmíðastöð John Lewis & Sons Ltd. Aberdeen, sjósettur 30. júní 1953.
Skipið var 2605 gross tonn og 984 netto tonn. Lengd 74,7 m., breidd 13,4 m., knúið 2200 hö Doxford diesel-
vél. Nýsköpunartogarinn Bjarnarey VE-11 var smíðaður í sömu stöð. Kom til Eyja í mars 1948. Varð síðar
Norðlendingur ÓF-4, ’55, og enn síðar Hrímbakur EA-5,’62.
Sir Dennis Burney, sem hét fullu nafni Charles
Denistoun Burney.
Einn af bílunum 13 sem Sir Dennis Burny hannaði þar sem megin áherslan var lögð á minnstu mögulega
loftmótstöðu. Alls voru smíðaðir 13 bílar engir tveir alveg eins.