Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 11
Sjómannablaðið Víkingur – 11 skorsteini og aftur úr sem endaði í skut- rennu. Yfir skutrennunni var komið fyrir stjórnstöð vegna togbúnaðarins og lúgu á efraþilfarið til þess að hleypa aflanum niður á aðgerðarþilfarið þar sem komið var fyrir fiskvinnsluvélum þess tíma ásamt pökkun, lifrarbræðslu, geymi fyrir lýsið ásamt frystum sem voru tólf sinnum stærri en frumgerðin sem reynd var. Í október 1947 var þessi fljótandi verksmiðja tilbúin í sína fyrstu veiði- ferð. Af því tilefni bauð Sir Dennis til mikillar veislu um borð og bauð til hennar, eins og hefðbundið er, málsmet- andi mönnum úr sem flestum greinum samfélagsins, úr stjórnmálunum, vís- indunum, verkfræðigeiranum, frá togara- útgerðinni og að sjálfsögðu fulltrúum allra greina pressunnar. Það vakti athygli hve fáir mættu frá togaraútgerðinni. Einn útgerðaraðili lét í ljósi áhuga á þessari nýbreytni en það var franska útgerðin Marocaine de Pêcheries sem á þessum tíma gerði út togarann Mahbrouk við strendur Vestur-Afríku. Þessu 160 feta og 49 metra langa skipi hugleiddi útgerðin að breyta til samræmis við Fairfree. Eftir tilraunaveiðar við vesturströnd Skotlands keypti Christian Salveson frá Leith skipið en fyrir rak hann hvalveiði- flota bæði veiði-og verksmiðjuskip ásamt flutningaskipum af ýmsu tagi. Í framhaldinu var skipið skráð í Leith og fékk skráningarstafina LH-271. Skip- stjórinn og áhöfnin komu frá Granton og Leith. Nú tók við reynslutími sem leiddi til ýmissa minniháttar breytinga á búnaði og aðstöðu. Gufuvélunum var skipt út fyrir dieselvél í ágúst 1949. Farið var í veiðiferðir bæði á Færeyja- og Íslands- mið ásamt Grand Banks við Nýfundna- land og frosnum fiski skipað upp í Grimsby og Immingham. Að loknum Tundurduflaslæðarinn HMS Felicity sem breytt var í skuttogarann Fairfree GW 19/LH 271. Á kortinu má sjá helstu kennileiti þessarar greinar. Hafnirnar þar sem breytingarnar á skipunum fóru fram, Ardrossan og Irvina ásamt Holy Loch þar sem skipin lágu og biðu þess að fara í brotajárn og Firth of Clyde þar sem tilraunirnar fóru fram. Mynd af Fairfree LH-271 eins og skipið leit út eftir að því hafði verið endanlega breytt í togara. Þessi mynd er af hefðbundnum toghlera þessa tíma. Myndin kemur fram í bókinni með fyrirsögninni að þrátt fyrir allt hafi verið hægt að nota hefðbundinn toghlera þótt togað hafi verið frá skut. Allt bendir til að nýju hlerarnir hafi ekki virkað sem skyldi þó það komi ekki beint fram í bókinni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.