Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 27
Sjómannablaðið Víkingur – 27 vestur-bænum, Ástrós, og húsbóndinn á autur-bænum, Guðni, voru bæði systr- ungar við móður mína og fóstra. Á Berserkseyri var mjög vel tekið á móti okkur og fólk kátt og kunni að meta smá glaðning úr pela. Við gistum á vestur-bænum hjá Ástrósu og Bjarna og daginn eftir ferjaði Bjarni okkur yfir Hvammsfjörðinn yfir í Seljaoddann og þá vorum við komnir í Helgafellssveit. Við gengum fram hjá Seljum án við- komu. Þegar við komum fram hjá eyðibýlinu Kothrauni rifjaðist upp það sem gerðist þegar ég var 15 ára á Bjarnarhóli. Ég var sendur einhverra erinda út fyrir fjall og á heimleiðinni kom ég við á Seljum. Þar var tvíbýli, á öðrum helmingnum bjuggu Guðmundur og Petrína ásamt börnum en á hinum gömul kona, Guðrún að nafni með tveim miðaldra dætrum sínum og uppeldisdóttur sem var einu ári eldri en ég. Þegar ég kom að Seljum kallar Guð- rún gamla á mig og segir: Það er gott þú komst væni minn, ég ætla að biðja þig að teyma hana Ljómalind inn í Bjarnar- höfn. Hún Villa rekur á eftir henni. Hún Ljómalind þarf að hitta bola. Ég sagði það sjálfsagt. Nú er Ljóma- lind mýld og við Villa stigum á bak hest- unum. Þegar við komum að eyðibýlinu Kothrauni, sem er miðja vegu milli Selja og Bjarnarhafnar, þótti okkur tímabært að á. Við fórum af baki og lögðumst í gasið, en þarna er mikil veðursæld ber- serkjahraunið svart og úfið að sunnan- verðu og Bjarnarhafnarfjallið að norðan- verðu. Það var blanka logn og ilmur úr grasi og fuglasöngur. Við svoleiðis skil- yrði er auðvelt að gleyma sér sem var einmitt það sem kom fyrir okkur. Við veltumst um í ilmandi grasinu og kitl- uðum hvort annað með puntstráum. Þegar ég stend upp og lít í kring um mig sé ég klárana á beit skammt frá en Ljómalind var horfin. Bölvuð beljan hafði tekið strikið til baka. Við Villa fór- um á bak klárunum og riðum á harða- stökki til baka og náðum Ljómalind þegar hún var komin í traðirnar á Selj- um. Mæðgurnar stóðu úti og voru óræð- ar á svipinn. Nú var Ljómalind snúið við og ekki stoppað fyrr en á hlaðinu á Bjarnarhöfn. Þegar hún hafði hitt bol- ann var múllinn tekinn af henni og henni sleppt. Hún ratar heim, sagði Villa, sem vildi stoppa hjá unga fólkinu á Bjarnarhöfn. Vantaði tippið! Við Mummi gengum hjá eyðibýlinu Kot- hrauni. Þegar við komum í Bjarnarhöfn var tekið mjög vel á móti okkur af Ás- þóru og Bæring en Bæringur var systr- ungur við fóstra minn og móður mína. Bæring var dagfarslega mjög þungur á brá en við fyrsta snafsinn ljómaði hann allur í framan og varð hrókur alls fagn- aðar. Við stoppuðum tvo daga í Bjarnar- höfn. Síðan reiddi Bæring okkur inn að Gríshóli, þar kvöddum við hann með síðasta brennivínspelanum og fengum Illuga á Gríshóli til þess að skjóta okkur á bíl í Hólminn. Ég ætla að segja frá því þegar ég var í sveit á Gríshóli sumarið 1931, þá á sjötta ári. Mér er minnisstæð fyrsta nóttin. Ég var látinn sofa hjá Illuga sem þá var á þrítugsaldri. Hann setti mig upp fyrir sig í rúminu og fór fljótt að hrjóta og ég fékk enga sæng og svo var vond lykt af honum. Um morguninn sagði ég Sigríði hús- freyju að ég vildi ekki sofa hjá Illuga. Þá var ég settur í rúm með telpu 8 eða 9 ára gamalli sem svaf í herbergi hjón- anna. Mig minnir að hún héti Helga, en mamma hennar hét Lóa og hún var skipsþerna. Helga bað fyrir mömmu sinni á hverju kvöldi. Þarna á Gríshóli sá ég fyrst nakinn kvenmann. Ég var sendur með kaffi og brauð til kaupakonu sem var að raka á engi neðan við túnið. Það var logn og glaða sólskin. Þegar hún var búin að drekka kaffið fór hún úr öllum fötunum og lagðist í ljána til að sóla sig. Mér var

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.