Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 6
eggjaátið fóru þeir í Kaupfélagið og keyptu helling af lakkrís sem strákurinn úðaði í sig líka. Með þetta magainnihald varð Bjarni sjóveikur í fyrsta og eina skiptið á ævinni. Hann kastaði upp kríueggjum og lakkrís. Og eins og hann orðaði það sjálfur: „Það er ekki gott, ég get alveg lofað því, það er bara vont!“ Þróun skipsins Snæfellið „var allar síldarvertíðir frá 1944 til, að ég held 1968. Það gekk í gegnum allar breytingar sem voru frá því að vera með herpinót og upp í það að vera komið með kraftblökk, astiktæki og allar græjur“. Þegar Snæfellið var ekki á síld var það á botnvörpuveiðum og nótaveiðum. Botnfiskinum var alltaf landað í Hrísey. Björgun Snæfellið vann það sér til afreka að bjarga Súlunni á Grundar firði í ofsaveðri sem gekk þar yfir 1953. Þá hvolfdi skipi á firðinum sem hét Edda og fórust menn með því. „Súlan varð vélarvana þarna, gamla Súlan. Þeir gátu komið dráttartogi í hana og haldið henni frá landi en það var mikið erfiði veit ég.“ Enginn maður fórst þarna og aldrei fórst neinn af Snæfellinu öll þau ár sem það var í notkun. Endalok Snæfellsins Þegar Snæfellið var orðið úrelt lá það um tíma við bryggju á Akureyri þar sem það sökk að lokum. Mikil vinna var lögð í að koma því aftur á flot. Ef þetta hefði gerst í dag hefði skipið lík- lega verið varðveitt en það var enginn sem gat tekið við því á þessum tíma. Þess vegna var brugðið á það ráð að draga það norður fyrir Flatey þar sem botnlokinn var tekinn úr skipinu, og því sökkt. Það kom í hlut Bjarna Jóhannessonar að inna það leiðindaverk af hendi. Bjarni Bjarnason hefur verið 48 ár á sjó en árin hans á Snæ- felli EA 740 eru þau allra eftirminnilegustu. Mínar heimildir: Bjarni Bjarnason (munnleg heimild, 2. júní 2017) Þorsteinn Pétursson (munnleg heimild, júní 2017) Húni II, Þorsteinn Pétursson. (2017, 27. maí). Í dag komu um borð... Sótt 9. ágúst af https://www.facebook.com/HuniAnnar/ posts/1353642148055215 Hugsanlegar heimildir: „Snæfell EA 740. Smíðað á Akureyri 1943. Eik. 165 brl. 434 ha. Ruston diesel vél. Eig. Útgerðarfélag K.E.A., Akureyri, frá 20. júní 1943. 1962 var sett í skipið 600 ha. Wichmann diesel vél. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 22. okt. 1974.“ Jón Björnsson. (1990). Íslensk skip. Akureyri: Pob. Reykjavík: Iðunn. (Heimildin er í 1. bindi bls. 136) Þjóðviljinn 23. September 1978. bls. 20 (Aflaskipinu Snæfelli sökkt í rúm- sjó) http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=222363 Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar. Sótt af http://skipamyndir.123.is/blog/2007/11/14/170015/ Þórhalldur Sófusson Gvöveraa. Sótt af http://thsof.123.is/blog/2016/09/12/754268/ Snæfell EA 740. Eigandi myndar: Þorsteinn Pétursson Bjarni Bjarnason skipstjóri. Mynd: Margrét Þóra Þórsdóttir Snæfellinu hleypt af stokkunum. Mynd úr fórum Iðnaðarsafnsins á Akureyri 6 – Sjómannablaðið Víkingur Sónar ehf býður viðskiptavini og gesti sjávarútvegssýningar velkomna á opið hús í sýningarsal Sónar ehf að Hvaleyrarbraut 2, Hafnarfirði, dagana 13.–15. september. Erlendir birgjar verða á svæðinu og kynna það nýjasta í fiskleitar-, siglinga- og fjarskiptatækjum. Léttar veitingar verða alla dagana og vonast starfsmenn Sónar til að sem flestir kíki í heimsókn.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.