Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 50
50 – Sjómannablaðið Víkingur Uppburðarlítill, lágvaxinn maður ávarp- aði lögregluþjón á götuhorni. „Afsakið,“ sagði hann, „ég er búinn að bíða hér eftir konunni minni í meira en klukkutíma. Gætir þú nú verið svo góð- ur að skipa mér að fara héðan?“ Maðurinn kom með eiginkonu sína á fæðingardeildina i fyrsta skiptið og var ekki laust við að þau væru bæði dálítið taugaóstyrk. Ljósmóðirin hafði orð fyrir að vera nokkuð orðhvöt og þegar hún var búin að skoða konuna hnussaði í henni og hún segir: „Uss - þetta er bara loft?“ Konan kemur fram til mannsins, sem beið á biðstofunni, og segir sínar farir ekki sléttar. En maðurinn brást reiður við og sagði: „Hvern déskotann meinar mann- eskjan? Heldur hún að ég sé hjól- hestapumpa?“ Þrjár nunnur á fjölbreytilegum aldri drukku síðdegiste. Þá sagði sú elsta: „Hvaða haldið þið að ég hafi fundið und- ir kodda prestsins okkar? Hvorki meira né minna en fimm myndablöð. Ég kíkti í þau og sá að þetta voru klámblöð svo að ég fleygði þeim.“ Þá sagði sú í miðið: „Ég fann smokka í skrifborðsskúffunni hans.“ „Hvað gerðir þú við þá?“ var spurt. „Ég stakk gat á þá alla!“ Þá stóð yngsta nunnan upp í ofboði og sagði: „Ég verð að flýta mér til læknis.“ Maður einn, sem hafði aðeins verið kvæntur í fjórar vikur, sótti um skilnað og bar fram þá ástæðu að hann hefði ekki verið búinn að fá gleraugun sín þegar hann kvæntist. Ungu hjónin höfðu orðið ósátt í fyrsta skipti og hvorugt þeirra sagði orð allt kvöldið. Loks gat maðurinn ekki orða bundist: „Elskan mín, segðu eitthvað, ég viðurkenni að ég hafði rangt fyrir mér og þú rétt.“ „Það er ekki til neins,“ svaraði eigin- konan unga. „Ég er búin að skipta um skoðun.“ Gesturinn við nýorðna móður: „Þetta er ljómandi fallegt barn sem þér eigið þarna. Má ég spyrja hvaða ljósmóður þú notar?“ Eiginmaðurinn kom heim klukkan þrjú um nótt með djúpan skurð á hægri auga- brún. Kona hans, sem var ýmsu vön í þessu efni, spurði hann hvað hefði komið fyrir. „Skollans óheppni, krúttið mitt, ég beit mig,“ svaraði eiginmaðurinn. „Beistu þig? Hvernig gastu bitið þig í augabrúnina?“ „Það var enginn hægðarleikur, ég varð að klifra upp á stól til þess.“ Hjónin voru á ferðalagi og höfðu ekið langa stund án þess að segja orð. Þau höfðu orðið ósátt og hvorugt vildi láta undan. Allt í einu benti maðurinn á múlasna sem var á beit skammt frá veg- inum. „Er hann skyldur þér þessi?“ spurði hann. „Tengdur,“ svaraði konan. Franski stjórnmálamaðurinn Robert Schumann kvæntist aldrei. Eitt sinn var hann spurður um ástæðu þessa; hafði hann ef til vill verið að leita réttu kon- unnar alla sína ævi án þess að finna? „Já,“ sagði Schuman, „ég leitaði mikið og fann hana loksins – en þá var hún að leita að manni við sitt hæfi.“ „Í tuttugu ár vorum við hjónin dásam- lega hamingjusöm.“ „Hvað skeði svo?“ „Við kynntumst.“ Greinilegasta merkið sem til er um þol- inmæði er gullbrúðkaup. Hvaleyrarbraut 27 220 Hafnarfirði Sími: 564 3338

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.