Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 10
10 – Sjómannablaðið Víkingur
um til geymslu aflans svo jafnvel mánuð-
um skipi. Hann vildi hverfa frá tveimur
hefðbundnum aðferðum þess tíma. Önn-
ur fólst í ísun aflans sem hafði ísaður um
16 daga geymsluþol. Hin megin aðferðin
var að láta móðurskip fylgja flotanum og
taka við aflanum til frekari vinnslu og
geymslu. Þessa fyrirætlan sína kynnti
hann þáverandi fæðumálaráðherra Skota
á ófriðartímum, Lord Wolton ásamt Sir
James Lithgow frá Clyde skipasmíðastöð-
inni á árinu 1946. Á fundi á skrifstofu
Lord Woolton á efstu hæð í Lewis bygg-
ingunni við Argyle götu í Glasgow, var
honum heitið stuðningi við að fá fyrir-
tæki hans „Fresh Frozen Foods Ltd.
skráð sem rannsóknafyrirtæki vegna
skattaívilnana.
Þrátt fyrir gefna yfirlýsingu lá ljóst
fyrir að Sir Dennis réði ekki yfir meiri
þekkingu á hraðfrystingu um borð ásamt
geymslu aflans en almennt gerðist þar
um slóðir. Þar sem þessi nýja tegund
vinnsluskipa átti ekki eingöngu að veiða
botnlægan fisk heldur einnig og ekki síð-
ur tegundir á breytilegu dýpi þróaði Sr.
Dennis nýja tegund hlera sem byggði
á hugmynd hans um hinn svokallaða
„pravane“ sem hann fann upp og útfærði
til þess að klippa á festingar tundurdufla
svo hægt væri að eyða þeim þegar þær
flutu upp á yfirborðið. Nýju hlerana
nefndi hann „parotters“ en virkni þeirra
byggði á sömu hugmyndafræði og býr að
baki flugvélarvængnum.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem
fram koma í tilvitnaðri bók virðist hin
nýja hugmyndafræði um fiskveiðar fyrst
og fremst hafa snúist um nýja tegund
toghlera og hraðfrystingu og geymslu afl-
ans um borð. Það kemur því nokkuð að
óvart að þegar búið var að kaupa skip til
þess að reyna bæði hraðfrystitæki og
nýja gerð toghlera að þá skyldi skut-
drátturinn bætast við „bara si svona“
án þess að nokkuð hefði verið minnst á
hann áður eða hvernig skyldi útfærður.
Til tilraunanna var á árinu 1946 keypt
gufuknúna snekkjan Oriana, sem var
172 tonn smíðuð árið 1896 og hafði
legið um nokkurt skeið á stað sem nefn-
ist Holy Loch. Skipinu var siglt til Irvine
hafnar þar sem sett var á það frumstæð
skutrenna og beggja vegna hennar, renn-
ur/hýsi fyrir hlerana. Ef frumgerð fryst-
anna sem nota átti um borði í vinnslu-
skipum Sr. Dennis hefði verið tilbúin
hefði hún einnig farið um borð og verið
reynd. Niðurstöður úr þessum tilraun-
um, sem fóru fram á Clydefirði, voru
metnar fullnægjandi að sínu leyti þó þær
svöruðu því ekki hvernig búnaðurinn
myndi reynast á opnu úthafinu, sömu
leiðis átti alveg eftir að reyna frystibún-
aðinn við væntanlegan velting á opnu
hafi.
Oriana var seld á árinu 1947. Í stað
hennar var HMS Felicity keypt sem fékk
nafnið Fairfree GW19, sem var tveggja
skrúfu tundurduflaslæðari, 1305 tonn að
stærð, smíðaður í Kanada árið 1944. Að
frágengnum kaupum var skipinu siglt til
Ardrossan sem er á austurströnd Skot-
lands, skammt frá Irvine og Glasgow, en
á þeim tíma voru stundaðar þar skipa-
smíðar ásamt fjölbreyttum iðnaði í nafni
Sir James Litgow´s en þar áttu fyrirhug-
aðar breytingar á skipinu að fara fram.
Þær fólust meðal annars í því að rétt
aftan við skorsteininn var komið fyrir
togvindu, sett var á skipið efraþilfar, sem
virðist hafa tekið við af bátaþilfarinu, frá
Snekkjan Oriana sem notuð var til tilraunanna.
Hér má sjá sérbúnu hlerana, parotters, sem áttu að nýtast til veiða á breytilegu dýpi. Ekki er að sjá að búið
sé að ganga frá sér rennum/hýsum fyrir þá eins og vikið er að í bókinni.
Hér er búið að koma fyrir frumstæðri skutrennu á Oriana.