Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur
júlí að starfi þeirra í Genúa væri lokið
nákvæmlega þremur árum eftir að flak
skipsins kom þangað en það var í júlí
2014. Ship Recycling Consortium sem sá
um niðurrifið sögðu að 53 þúsund tonn
af efni væri endurunnið á Ítalíu og meira
en 350 manns unnu allan sólarhringinn
við að rífa skipið í öruggu og umhverfis-
vænu umhverfi. Samanlagt nam vinnu-
framlagið yfir einni milljón manntíma.
Skipstjóri Costa Concordia, Francesco
Schettino, var dæmdur í 16 ára fangelsi
fyrir strandið og hóf hann afplánun í
maí s.l.
Týndist
Nýlega hvarf sjóliði á bandaríska her-
skipinu USS Shiloh sem statt var í
Filippseyjahafi. Það var 8. júní sem skip-
verjans var saknað og hófst þegar um-
fangsmikil leit að sjóliðanum. Í þeirri leit
tóku þátt auk skipsins, japanska strand-
gæslan og japanski sjóherinn. Leitinni
var aflýst þremur dögum síðar en þá var
búið að leita á um 5.500 fersjómílna
svæði. Sjóliðinn Peter Mims var í kjölfar-
ið talinn af en það kom skipsfélögum
hans í opna skjöldu þegar þeir fundu
hann á lífi um borð í herskipinu fjórum
dögum síðar. Peter, sem er sérfræðingur í
gastúrbínukerfum, var fluttur yfir í flug-
móðurskipið USS Ronald Regan þar sem
hann gekkst undir læknisskoðun og
hlaut viðunandi umönnun. Hvarf hans er
nú til rannsóknar en ekkert hefur verið
gefið út hvað gerðist. Varaaðmírállinn
Charles Williams gaf út yfirlýsingu þar
sem hann þakkaði öllum leitaraðilum
fyrir aðstoðina og einnig að hann væri
þakklátur fyrir að ættingjar Peters þyrfu
ekki að verða aðilar að Gullstjörnu fjöl-
skyldum (Gold Star Families) þeirra sem
fórnað hafa svo miklu fyrir landið.
Stærst sinnar tegundar
Heimsins stærsta og fullkomnasta dem-
antavinnsluskip heims er loks tilbúið að
hefja leit að demöntum á hafsbotni und-
an ströndum Namibíu. Skipinu var gefið
nafnið SS Nujoma í höfninni í Walvis
Bay en eigandi þess er Debmarine
Namibía sem er sameignarfélag að jöfnu
milli De Beers og Namibíustjórnar.
Debmarine Namibía var sett á laggirn-
ar 2002 og er eina fyrirtækið í heiminum
sem stundar demantanámugröft á hafs-
botni. Á árinu 2016 framleiddi fyrirtækið
1,2 milljónir karata en námagröfturinn
fer fram á 120 til 140 metra dýpi. SS
Nujoma er nefnt í höfuðið á fyrsta for-
seta landsins Samuel „Shafiishuna“
Nujoma, sem var forseti landsins frá
1990 til 2005, og er skipið eitt sex skipa
sem útgerðin á en er jafnfram fyrsta
skipið sérstaklega búið til leitar. Skipið
getur unnið á tvöföldum hraða miðað
við hin skipin en það er 12,000 tonn að
stærð og 113 metrar á lengd. Verðmiðinn
er upp á 16,5 milljarða íslenskar krónur.
Þessari þjóð munar ekki um slíkan lúxus
enda nutu þeir þróunaraðstoðar til fjölda
ára.
Utan úr heimi
Skipstjóri Costa Concordia, Francesco Schettino, var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir strandið.