Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2017, Blaðsíða 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur
Þarna var lítil baðstofa, fjögur stafgólf
og tvö uppbúin rúm. Mæðgurnar vildu
að við gistum hjá þeim en rúmplássið
var lítið fyrir tvo stóra karlmenn. Við af-
þökkuðum því gott boð og fórum yfir á
hinn bæinn sem stóð auður en meistari
Kjarval átti hann og dvaldi þar stundum
er hann stundaði list sína undir Jökli.
Um morguninn fórum við í kotið til
mæðgnanna og drukkum kaffi og var þá
komið gott veður en skýjað. Mummi fór
að taka myndir en ég skrapp í Djúpalón
að reyna við Fullsterkan og í þriðju at-
rennu kom ég honum upp á hrauns-
nefið. Nú var steinninn þurr og ég
óþreyttur.
Gamlar syndir
Eftir að hafa kvatt mæðgurnar var haldið
áfram norður eftir. Laust eftir hádegi
komum við þar sem heitir Garðar og svo
skemmtilega vildi til að þar var til húsa
kona að nafni Rósa en hún hafði verið
vinnukona í mörg ár í Kúldshúsi þar sem
við Mummi ólumst upp. Okkur var tek-
ið tveimur höndum og eftir að hafa þeg-
ið góðgerðir að Görðum var haldið áfram
norður eftir. Við höfðu ekki farið langt
þegar við heyrðum hróp og köll neðan
að og að okkur steðjaði lítill kall með
skömmum. Hann sagðist vera einbúi og
búa á Saxhóli – og ég hef verið póstur í
mörg ár, sagði hann, og mér líkar það
illa að allir sem hér fara um koma við á
Görðum en enginn á Saxhóli.
Við tókum upp pela og gáfum karlin-
um snaps. Að skilnaði gáfum við honum
pelann og skildum við hann ánægðan.
Áfram var haldið. Við höfðum þó ekki
farið langt þegar maður á jeppa keyrði
fram á okkur og spurði hverra mann við
værum. Þegar hann heyrði fóstra minn
nefndan lifnaði hann allur við og sagði:
Við bræður vorum hjá honum á skútu
mörg úthöld.
Hann sagði heita Guðmundur og
bróðirinn Snæbjörn og að þeir byggju að
Klettsbúð á Hellissandi.
Við fórum upp í jeppann hjá Guð-
mundi og heim í Klettsbúð þar sem
Snæbjörn tók á móti okkur tveim hönd-
um. Þeir fengu vinkonu sína til þess að
baka pönnukökur og um kvöldið var
boðið upp á steikt lambalæri og síðan
skrafað um hitt og þetta yfir bragðbættu
kaffi fram á nótt.
Við sváfum fram eftir um morguninn,
því ekkert lá á. Það var ekki fjara fyrr en
um hádegi.
Við þáðum góðgerðir um morguninn
og rétt fyrir hádegi keyrði Guðmundur
okkur inn að Enni og þar kvöddum við
hann og gengum fjöruna fyrir Enni til
Ólafsvíkur. Þegar þangað kom fórum við
til séra Magnúsar, en Mummi og Anna
dóttir hans voru skólasystkini úr Kenn-
araskólanum. Séra Magnús var ekki
heima, hann var að líta á bilaða vél í bát.
Anna var hins vegar heima og tók hún
okkur tveim höndum. Við gistum þarna
næstu nótt og um morguninn, héldum
við frá Ólafsvík og þrömmuðum inn
Fróðárhreppinn. Þegar við nálguðumst
Brimilsvelli vildi Mummi kíkja við á
höfuðbólinu en ég sagði að að gætum
við ekki gert.
Vegna hvers? spurði Mummi.
Vegna þess, svaraði ég, að þegar ég
var unglingur á Bjarnarhöfn kom Ólafur
á Brimilsvöllum þangað. Hann var með
tvo til reiðar, hryssu og klár, og ætlaði
með báti inn í Stykkishólm og kvaðst
verða tvö daga í burtu. Nú bað hann
mig og frænda minn, Jón, að passa fyrir
sig hrossin og tók fram að hryssan mætti
ekki koma nálægt fola. Við settum
hrossin í girðingu við heimatúnið. Morg- Greinarhöfundur í Stapagati.
Stykkishólmur.
Stykkishólmur.