Fréttablaðið - 17.08.2022, Page 6
Mér finnst óeðlilegt ef
einkahlutafélög eiga að
kosta löggæslumynda-
vélar í jarðgöngum.
Valgeir Bergmann, framkvæmda-
stjóri Vaðlaheiðarganga
Auglýsing ríkisskattstjóra um framlagningu
álagningarskrár einstaklinga 2022 vegna
tekna ársins 2021
Álagningarskrá vegna álagningar 2022 á einstaklinga verður lögð fram
dagana 17. ágúst til 31. ágúst 2022 að báðum dögum meðtöldum á almennum
starfsstöðvum Skattsins utan Reykjavíkur, en í Reykjavík í Tollhúsinu
Tryggvagötu 19.
Auglýsing þessi er birt, skv. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Reykjavík, 17. ágúst 2022.
Ríkisskattstjóri
Fyrrverandi formaður Félags
múslima á Íslandi segir
Söngva Satans sármóðgandi í
garð múslima en telur ofbeldi
gegn höfundinum þó ekki
samræmast Kóraninum. Eðli
„dauðadómsins“ gegn Salman
Rushdie segir hann að hafi
víða verið mistúlkað.
thorgrimur@frettabladid.is
TRÚMÁL Skáldsagan Söngvar Satans
er aftur komin í heimspressuna eftir
að höfundur hennar, Salman Rush
die, slasaðist lífshættulega í hníf
stunguárás í New York í síðustu
viku. Bókin hefur verið umdeild
meðal múslima frá því hún kom út
vegna meints guðlasts höfundarins
í umfjöllun sinni um líf Múhameðs
spámanns. Ruhollah Khomeini,
æðstiklerkur Írans, gekk svo langt
árið 1989 að gefa út álitsgerð, eða
fatwa, þar sem hann lýsti því yfir
að taka bæri Rushdie af lífi vegna
bókarinnar.
Deilurnar í kringum bókina eru
flestum vel kunnar en færri þekkja
efni hennar eða ástæður þess að
hún hefur móðgað svo marga. Sverr
ir Agnarsson, fyrrverandi formaður
Félags múslima á Íslandi, segist ekki
undrast að Söngvar Satans veki svo
sterk viðbrögð hjá múslimum.
„Í garð múslima er þetta veruleg
sögufölsun. Maður getur skrifað út
frá einhverjum forsendum og breytt
hinu og þessu. En í bókinni er vís
vitandi verið að svívirða og upp
nefna spámanninn, ráðgjafa hans
og eiginkonur hans.“
Meðal þeirra hluta bókarinnar
sem Sverrir segir hafa farið fyrir
brjóstið á múslimum eru kaf lar
þar sem sagt er frá vændishúsi þar
sem tólf vændiskonur eru nefndar
eftir eiginkonum Múhameðs spá
manns. Þá segir Sverrir að það hafi
farið öfugt ofan í marga að virtar
persónur úr íslamstrú, á borð við
Gabríel erkiengil og Salman hinn
persneska, einn af fylgismönnum
Múhameðs, séu hafðar að háði og
spotti.
Sverrir telur að Rushdie hafi ritað
Söngva Satans á sínum tíma bein
línis með það að markmiði að espa
múslima upp. „Hann veit nákvæm
lega hverju hann á von á þegar hann
skrifar þetta. Hann gerir þetta eins
illkvittið og hann getur.“
Sverrir setur reiði múslima vegna
bókarinnar jafnframt í samhengi
við það sem hann segir vera útúr
snúninga og blekkingar á Kóran
inum allt aftur til 12. aldar. „Þessi
linnulausi áróður og rangfærslur lifa
góðu lífi í alls konar formi eins og til
dæmis hjá Robert Spencer og Billy
Warner og öfgakenndri íslamófóbíu
sem hefur tröllriðið vesturlenskum
miðlum í áratugi.“
Þó er Sverrir gagnrýninn á við
leitni til að refsa Rushdie fyrir guð
lastið með ofbeldi, enda segir hann
slík viðbrögð ekki samræmast
Kóraninum. „Kóraninn er frekar
afdráttarlaus um svona lagað, að
þegar einhver hallmælir manni
eða talar við mann á óviðeigandi
hátt svarar maður bara með friðar
orðum.“
Sverrir segir gæta almenns mis
skilnings um það að skylda hafi
verið lögð á alla múslima að ráða
Rushdie af dögum. „Fatwa er ekki
dauðadómur, fatwa er álitsgerð.
Allir sem ná einhverri ákveðinni
menntun geta gefið út fatwa en
þeir sem fylgja þeim eða biðja um
fatwa ráða því hvort þeir fari eftir
því eða ekki. Khomeini gaf út það
álit að Salman Rushdie hefði framið
glæp sem yrði að drepa fyrir. Hvort
einhver tekur upp hjá sér að fram
kvæma það er allt annað mál.“
Sverrir bendir á að árið 1998 hafi
Mohammad Khatami, þáverandi
forseti Írans, lýst því yfir að stjórnin
styddi ekki lengur að Rushdie yrði
drepinn. Þá segir hann að menn
sem grípa til ofbeldis í nafni íslams
trúar séu upp til hópa ómenntaðir
og fáfróðir um inntak sjaríalaga. „Ég
hef sagt að besta leiðin til að vinna á
hryðjuverkamönnum væri að kenna
þeim betur að fylgja sjaría.“ n
Ofbeldið óásættanlegt þótt
bókin sé afar kvikindisleg
Sverrir Agnars-
son, fyrrverandi
formaður Félags
múslima á
Íslandi
Reiðin í garð Salman Rushdie hefur víða kraumað í gegnum árin. Hér sjást íbúar Íslamabad í Pakistan kalla eftir dauða
Rushdie þegar tilkynnt var að hann hefði verið sleginn til riddara árið 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
bth@frettabladid.is
SAMGÖNGUR „Mér finnst óeðli
legt ef einkahlutafélög eiga að
kosta löggæslumyndavélar í jarð
göngum,“ segir Valgeir Bergmann,
framkvæmdastjóri Vaðlaheiðar
ganga, spurður hvort til standi að
setja upp myndavélar sem mæli brot
fyrir hraðakstur undir Vaðlaheiði.
Þegar ekið er gegnum jarðgöng á
Íslandi er mjög upp og ofan hvort
ökumaður með þungan bensín
fót getur átt von á hraðasekt. Sum
jarðgöng búa yfir myndavélum sem
mæla brot og eru sektir sendar út
til ökumanna í kjölfarið. Í öðrum
göngum er ekki slíkt eftirlit.
Sem dæmi eru ekki myndavélar
á vegum Vegagerðarinnar í Vaðla
heiðargöngum. Í Norðf jarðar
göngum er búnaður sem mælir
meðalhraða og engin leið að fara
án viðurlaga í gegnum þau göng á
ólöglegum hraða.
Vegagerðin áformar uppsetningu
tækja sem mæla meðalhraða í Hval
fjarðargöngum, þar sem viðurlög
varða sekt eða sviptingu öku
réttinda ef um glæfraakstur er að
ræða. Með því er litið til svokallaðs
tveggja punkta kerfis.
„Við getum fylgst með hraðanum
og gerum það en almennt séð er
ökuhraði ekki vandamál í Vaðla
heiðargöngum,“ segir Valgeir. n
Ekki sektað í öllum jarðgöngum
olafur@frettabladid.is
NEYTENDUR Ragnar Þór Ingólfsson,
formaður VR, telur mikilvægt að
gerð verði allsherjarúttekt á trygg
ingamálum hér á landi. Eðlilegt sé
að verkalýðshreyfingin og Neyt
endasamtökin standi fyrir slíkri
úttekt.
Fram hefur komið að fimmfalt
dýrara er að tryggja Renault Captur
bifreið hér á landi en í Bretlandi og
Svíþjóð.
Í Fréttablaðinu í gær kom fram
hjá Breka Karlssyni, formanni
Neytendasamtakanna, að Samtökin
hyggist láta gera allsherjarúttekt á
tryggingamálum hér á landi og
meðal annars bera saman lagaum
hverfi hér á landi og annars staðar.
Vonast samtökin eftir fjármögnun
frá verkalýðshreyfingunni og rík
inu, en slík úttekt kostar allt að 15
milljónir, eigi hún að vera marktæk.
Hjálmar Sigurþórsson, fram
kvæmdastjóri trygginga hjá TM,
segir íþyngjandi bótaumhverfi hér
á landi skýra verðmun milli Íslands
og annarra landa.
Ragnar Þór segir verkalýðsfélög
hafa átt gott samstarf við Neyt
endasamtökin og reiknar með að
svo verði áfram. Sér hann ekkert
því til fyrirstöðu að forysta VR og
annarra verkalýðsfélaga samþykki
samstarf við Neytendasamtökin
um þessa úttekt.
Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra
neytendamála, segir mikilvægt að
tryggja heilbrigt samkeppnisum
hverfi á tryggingamarkaði sem
öðrum. Hún segir sitt ráðuneyti
vera með samning við Neytenda
samtökin og skoða þurfi hvort
úttekt af þessu tagi falli undir
hann. Lilja útilokar ekki viðbótar
framlag frá ríkinu vegna slíkrar
úttektar. n
Lýsa áhuga á samstarfi um úttekt á
tryggingamarkaðnum hérlendis
Lilja Alfreðs-
dóttir, ráðherra
neytendamála
aron@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Emilía Rós Ómarsdóttir
fékk í gær loksins afsökunarbeiðni
frá Íþróttabandalagi Akureyrar
og Skautafélagi Akureyrar, fjórum
árum að þau höfnuðu ásökunum
hennar þess efnis að þjálfari á
vegum skautafélagsins hefði áreitt
hana.
Í samtali við Fréttablaðið segir
Emilía afsökunarbeiðnina koma allt
of seint en betra sé seint en aldrei.
Emilía steig fram í viðtali við Frétta
blaðið árið 2019 og greindi frá því
hvernig þáverandi þjálfari hennar
hjá Skautafélagi Akureyrar, sem
byrjaði á því að áreita hana, hafi
með öllu snúist gegn henni og lagt
hana í einelti.
„Ég er allavegana ánægð með að
hún hafi á endanum komið,“ segir
Emilía. ÍBA og SA gáfu frá sér sam
eiginlega yfirlýsingu á sínum tíma
þar sem samböndin sögðu engar
sannanir né merki um að þjálfari
listskautadeildarinnar hafi brotið
siðareglur eða mismunað iðk
endum. Nú hafa samböndin séð að
sér og sent frá sér afsökunarbeiðni.
„Auðvitað kemur hún allt of seint en
ég er samt fegin að þau hafi loksins
gefið sig og komið fram með afsök
unarbeiðni.“
Hún segir að þetta sé búinn að
vera hræðilegur tími og sögurnar
rætnar sem dreift var um hana og
fjölskylduna. Nú sé þó komið að
kaf laskilum. „Þetta hefur verið
ótrúlega erfitt en nú get ég loksins
farið að vinna úr hlutunum. Nú er
þessu loksins lokið,“ segir Emilía
Rós Ómarsdóttir í samtali við
Fréttablaðið. n
Afsökunarbeiðnin kom allt of seint
Þetta hefur verið
ótrúlega erfitt en nú
get ég loksins farið að
vinna úr hlutunum.
Nú er þessu loksins
lokið.
Emilía Rós
Ómarsdóttir
6 Fréttir 17. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ