Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 2
Næstu þrír dagar eru
alltaf stóru dagarnir í
söfnuninni en það
verður hægt að styrkja
fram á mánudag.
Silja Úlfarsdóttir
2
hlauparar
eru komnir
yfir milljón.
04.00
hófst vaktin
hjá Silju.
600
starfsmenn
munu
vinna að
hlaupinu.
8.200
hlauparar eru skráðir
700
erlendir
þátttak-
endur eru
skráðir.
Allt að verða klárt
Menningarnótt fer fram í dag í fyrsta skipti í þrjú ár. Hátíðin féll niður bæði 2020 og 2021 vegna kórónaveirunnar. Í dag er því blásið til stórhátíðar. Við
Arnarhól var í gær sett upp svið fyrir Tónaflóð Rásar 2 í kvöld. Í Hljómskálagarðinum verða stórtónleikar Bylgjunnar og X-ið slær upp veislu í Kolaportinu. Þá
hlaupa í dag hátt í tíu þúsund manns í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þar sem margir safna áheitum fyrir góð málefni. SJÁ SÍÐU 12 FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Það hefur mikið mætt á Silju
Úlfarsdóttur, upplýsinga- og
kynningarfulltrúa ÍBR. Hún
var mætt til vinnu klukkan
fjögur í nótt. Því fylgir jú
mikil ábyrgð að halda eitt
stærsta hlaup landsins. Um
átta þúsund hlaupa í Reykja-
víkurmaraþoninu.
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG Silja Úlfarsdóttir hefur
unnið hjá ÍBR í hartnær þrjú ár en
aldrei haldið Reykjavíkurmaraþon.
Silja mætti til vinnu klukkan
fjögur í nótt og viðurkennir að það
sé gífurleg tilhlökkun að takast á við
daginn.
Um sex hundruð starfsmenn
koma að hlaupinu en um átta
þúsund manns munu reima á sig
hlaupa skóna til að takast á við heilt
eða hálft maraþon, 10 kílómetrana
og skemmtiskokk. Um sjö hundruð
erlendir hlauparar eru þátttak-
endur.
Er Fréttablaðið sló á þráðinn til
Silju var púlsinn hár en gleðin mikil,
enda stór vika að baki.
„Við í rauninni vissum ekkert
hvað við værum að fara út í því við
höfum séð það að það er minni
skráning í íþróttaviðburði eftir
Covid. Það eru 8.200 manns skráðir
núna og við erum skrambi ánægð
með þann fjölda,“ segir Silja.
Þó það sé spáð smá norðangarra
eru hlauparar sem Fréttablaðið
ræddi við ánægðir með veðurspána.
Það er allavega ekki rigning í kort-
unum sem er alltaf aðeins betra.
Þegar fréttablaðið fór í prentun var
búið að safna rétt um 100 milljónum.
Hilmar Gunnarsson hefur safnað
mest eða 1,4 milljónum og hjónin
Erling Daði Emilsson og Svanhvít
Yrsa Árnadóttir eru í öðru og þriðja
sæti en þau hlaupa til styrktar Félags
krabbameinssjúkra barna.
„Árið 2019 var metár þegar söfn-
uðust 167 milljónir og þá voru 190
góðgerðarfélög. Þau eru 280 í ár og
söfnunin er rétt við 100 milljón-
Vaktin byrjaði fjögur í nótt
Silja Úlfars hefur haft í mörg horn að líta að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Sjálfvirkur
opnunarbúnaður og
snertilausir rofar frá
Þýsk gæðavara.
Snertilausir rofar
Skútuvogi 1h - Sími 585 8900
www.jarngler.is
irnar. Daginn fyrir hlaupið 2019
var hún í 82 milljónum. Við erum
búin að safna meira en daginn
fyrir metárið. Næstu þrír dagar eru
alltaf stóru dagarnir í söfnuninni en
það verður hægt að styrkja fram á
mánudag,“ segir hún.
Silja hefur unnið hjá ÍBR í hart-
nær þrjú ár en á meðan hefur aldrei
verið haldið Reykjavíkurmaraþon
vegna faraldursins.
„Mér finnst við vera að hoppa af
stað að nýju. Það eru margir nýir
sem koma að þessu og eftir þessa
Covid dvöl er ég sannfærð um að
næsta ár verður ennþá stærra,“
segir Silja, sem ætlaði að reyna að ná
góðum nætursvefni fyrir vaktina.
„Það er alltaf eitthvað sem þarf að
leysa en við erum svo alsæl að halda
maraþonið og það er enginn að fara
að stoppa okkur. Við erum búin að
bíða eftir þessum gleðidegi alltof
lengi.“ n
bth@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Húsfyllir var í Iðnó er
Kristrún Frostadóttir kynnti fram-
boð til formanns í Samfylkingunni
í gær. Var henni fagnað eins og rokk-
stjörnu.
Kristrún segir markmið Samfylk-
ingarinnar að komast í ríkisstjórn.
Hún sagði í framboðsræðu sinni að
þingmenn gætu gert betur og að það
væri ein helsta ástæða framboðs
hennar.
Kristrún er 34 ára gömul og yngri
en flestir ráðandi leiðtogar í íslenska
stjórnmálaheiminum. Nýr formað-
ur flokksins verður kjörinn á lands-
fundi í október. SJÁ SÍÐU 28.
Formannsefni fagnað sem rokkstjörnu
Kristrún Frostadóttir í Iðnó í gær. MYND: AÐSEND
gar@frettabladid.is
VEÐUR „Það verður stíf norðanátt
en svo á hægt og rólega að draga úr
vindi og létta til,“ segir Helga Ívars-
dóttir, vakthafandi veðurfræðingur
á Veðurstofu Íslands, um Menning-
arnæturveðrið í Reykjavík í dag.
„Það er ekki útlit fyrir úrkomu,“
segir Helga. Hitinn verði átta til tólf
stig. Í byrjun dags verði skýjað og
svolítið hvasst, norðan átta til þret-
tán metrar á sekúndu. Vindinum
verði misskipt í borginni.
„Þar sem er skjól af Esjunni austan
megin í borginni er bara hæglætis-
veður en vestast, eins og niðri í bæ,
getur Esjustrengurinn komið niður.
Það getur verið jafnvel tíu metrar á
sekúndu,“ segir Helga. Vindur gangi
síðan niður og það lægi í nótt.
„Þetta verður þokkalegt veður
í austanverðri borginni en næð-
ingur vestar. Þannig að það er svo-
lítill vindur úti á Nesi fyrir þá sem
eru að hlaupa maraþonið,“ bendir
Helga á. n
Veðrinu misskipt
í Reykjavík í dag
Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur.
2 Fréttir 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ