Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 20.08.2022, Qupperneq 4
Íslensk ferðaþjónusta er lík- lega ein sú dýrasta í heimi – og sker sig rækilega úr verðlagningu greinarinnar í Evrópu. Dæmi eru um að verð á bílaleigu og hótelgistingu sé tvöfalt hærra hér á landi en á öðrum dýrustu ferðamanna- stöðum álfunnar. ser@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Kostnaður ferða- manna af hótelgistingu og bíla- leigum á Íslandi er áberandi miklu meiri en víðast hvar á meginlandi Evrópu, en sérstaka athygli vekur við eftirgrennslan Fréttablaðsins að verðlagningin í ferðaþjónustunni hér á landi slær líka við þeim öðrum löndum álfunnar sem teljast vera með þeim dýrustu, svo sem Noregi. Fréttablaðið hefur á síðustu dögum viðað að sér upplýsingum um verðlagningu í þessum geira ferðaþjónustunnar og niðurstaðan er skýr. Ísland sker sig algerlega úr hvað dýrtíðina varðar – og tala þar tölur sínu máli, hvort heldur er varð- andi bílaleigu eða hótelgistingu. Þrettán daga leiga á sjálfskiptum Audi A3 fólksbíl í Noregi, sem leigður er á Gardemoen-flugvellinum við Osló, kostar ferðalanginn rétt tæp- lega 96 þúsund krónur. Ódýrasti bíll- inn á Íslandi í sambærilegum flokki fyrir jafn marga daga er verðlagður á 137 þúsund krónur, en ef nákvæm- lega sama tegund af sjálfskiptum Audi A3 er leigð á Íslandi í þennan tíma þarf að greiða fyrir hana 192 þúsund krónur. Það merkir að ferðamenn á Íslandi þurfa að greiða meira en tvöfalt meira fyrir þýskan fólksbíl á Íslandi en sambærilega bifreið í Noregi, sem á þó að heita eitt dýrasta ferða- mannaland í heimi. Samt er lægri virðisaukaskattur á íslenskum Gisting og bílaleigubílar kosta tvöfalt meira hér en í öðrum Evrópulöndum Ísland er tvöfalt dýrara land hvaða bílaleigu og hótelgistingu varðar en önnur dýrustu ferða- mannalönd álfunnar sam- kvæmt athugun Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Næturgisting í Osló og Reykjavík í sumar Verð á bílaleigu í Osló og Reykjavík í 13 daga í sumar Osló Radisson Blu Plaza 25 þúsund kr. 96 þúsund kr. 192 þúsund kr. 54 þúsund kr. Reykjavík Reykjavík Natura Osló Audi A3 fólksbíll Reykjavík Audi A3 fólksbíll bílum en norskum og þar að auki bera íslenskir bílar ekki tolla, ólíkt því sem viðgengst í Noregi. Allt ber að sama brunni hvað aðra þjónustu varðar á Íslandi, svo sem hótelgistingu. Og enn tala þar tölurnar skýrustum hætti. Athugun Fréttablaðsins leiðir í ljós að næturgisting á Radisson Blu Plaza í miðborg Oslóar kostar að jafnaði 25 þúsund krónur í komandi mán- uði nú um stundir, en um fjögurra stjörnu hótel er að ræða á besta stað í borginni, um einn kílómetra frá aðaltorgi hennar. Á sama tíma er næturgistingin á Grand Hotel Reykjavík verðlögð á 50 þúsund krónur, en það er staðsett helmingi lengra frá miðborg Reykjavíkur en sambærilegt hótel í Osló. Verðið er sumsé tvöfalt hærra á Íslandi en í Noregi. Ef farið er ívið nær miðborginni, og gist í eina nótt á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, sem eitt sinn hét Hótel Loftleiðir, á sambærilegum sumartíma, þarf að gjalda 54 þúsund krónur fyrir viðvikið. Svipaða sögu er að segja af öðrum löndum í álfunni samkæmt athugun Fréttablaðsins. Þannig kostar nætur- gisting á Hilton Garden Inn í Frank- furt í Þýskalandi rúmar 20 þúsund krónur í júlí, sem telst vera innan háannar ferðamannatímans þar í landi, en þar er einnig um fjögurra stjörnu hótel að ræða. Allt að öllu bendir þessi samantekt til þess að Ísland skeri sig rækilega úr í verðlagningu í ferðaþjónustu, ekki bara almennt séð innan álfunnar, heldur og á meðal dýrustu ferða- mannastaða hennar. n Tvöfalt dýrara er að leigja þýskan fólksbíl á Íslandi en í Noregi. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ LAUGARDAGA JEEP.IS • ISBAND.IS PLUG-IN HYBRID RAFMAGNAÐUR OG VATNSHELDUR EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Farðu yfir ár og vötn af festu og öryggi með Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid. Rafmagnaður kraftur hvert sem leið þín liggur. ragnarjon@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis, segir að viðurlög og sektir vegna utanvega- aksturs séu ekki til skoðunar nú, eftir að fréttir bárust af slæmum utanvegaakstri norðaustur af Vatnajökli. „Viðurlögin erum við nýbúin að endurskoða að einhverju marki þegar náttúruverndarlögin voru sett. Þá fórum við ítarlega í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur, en lögin sem um ræðir tóku gildi árið 2013. Hann telji að viðurlög við utanvega- akstri séu nú þegar töluverð. „Það má til dæmis gera ökutæki upptæk og beita háum sektum.“. Vilhjálmur telur að lausnin liggi ekki endilega í sektum og viður- Sektir vegna utanvegaaksturs ekki í endurskoðun Vilhjálmur Árna- son, formaður umhverfis- og samgöngu- nefndar lögum. „Það stoppar ekki utanvega- akstur. Þetta er að miklu meira leyti tengt fræðslu og eftirliti og annarri upplýsingagjöf sem raunverulega kemur í veg fyrir þetta,“ segir hann. Eitthvað hefur verið um að vefir auglýsi utanvegaakstur eða „off- road“ á Íslandi á síðum sínum, en það sé þó mögulega á misskilningi byggt. Christopher Pier, eigandi síðunn- ar Icelandtour.info sagðist skilja hvernig misskilningur um hugtakið gæti orðið. „Ég er aðallega að selja til Þjóðverja og annarra þýskumælandi landa og þeir skilja hugtakið „off-road“ aðeins öðruvísi. Það þýðir í raun að keyra á fjallavegum en ekki að keyra beint út í landslagið,“ segir Christopher, sem segir að hann fræði alla sína við- skiptavini um það að bannað sé að keyra utan vega á Íslandi. n bth@frettabladid.is ELDGOS „Það er erfitt að segja til um hvort eldgosið er í andaslitrunum, það er eins og enn hafi dregið úr því, en á móti kemur að gígbrúnir hafa hækkað verulega og við sjáum ekki eins vel og áður. Það getur brugðið til beggja vona með framhaldið,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjalla- fræðingur. Órói við eldgosasvæðið í Mera- dölum datt niður í gær um tíma. Vísbendingar eru um að gosið sé að lognast út af. „Það gæti hver orðið síðastur að sjá þetta gos. Ef fólk hefur áhuga á að sjá það er eins gott að drífa sig,“ segir Þorvaldur. Í dag verður unnið úr sýnum sem tekin voru í gær til að hægt sé að sjá hvort hraunflæði er að minnka. Ekki er þó spurning hvort aftur gýs á Reykjanesi, heldur aðeins hvar og hvenær að sögn Þorvaldar. n Hver að verða síðastur að gosinu Vísbending um goslok í Meradölum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þorvaldur Þórðarson prófessor í eld- fjallafræði og bergfræði 4 Fréttir 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.