Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 6
Ég hef nokkrum sinn- um lent í stressandi aðstæðum í ferðinni. Mack Rutherford flugmaður Ungur ofurhugi lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær í tilraun sinni til að bæta heimsmet systur sinnar. Hann segir foreldrana hafa verið hikandi í byrjun. kristinnhaukur@frettabladid.is FLUG Hinn sautján ára gamli Mack Rutherford lenti á Reykjavíkurflug- velli í gær. Hann er að reyna að slá heimsmet systur sinnar, Zöru, sem yngsti f lugmaðurinn sem f lýgur kringum jörðina á fisvél. „Mér líður mjög vel. Ég er að klára Atlantshafið og það er stórt skref,“ sagði hinn bresk-belgíski ofurhugi og var nokkuð kátur. Blaðamenn máttu hins vegar bíða nokkuð eftir stráksa því að hann nýtti tækifærið og hringsólaði yfir gosstöðvunum í Meradölum fyrir lendingu. „Ég lenti í svolitlum skýjum við eldgosið en mér tókst loksins að sjá eldgosið. Það var mjög indælt,“ sagði hann. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær lagði Rutherford af stað í heims- reisuna frá Sófíu, höfuðborg Búlgar- íu, í mars. En þaðan er styrktaraðili hans. Rutherford tafðist á Arabíu- skaga vegna leyfamála en áætlar að ljúka ferðinni í næstu viku. Vélin er afar smá af gerðinni Shark Aero Shark UL frá Slóvakíu. Hún er afar fullkomin, með vænghaf upp á tæpa 8 metra, 100 lítra tank og hámarkshraða upp á 300 kílómetra á klukkustund. Systir hans, Zara, flaug sams konar vél þegar hún setti heimsmet sitt í fyrra. „Ég get ekki bent á einn hápunkt heldur hafa þeir verið margir,“ sagði Rutherford, aðspurður um hvað stæði upp úr. En hann hefur ekki flogið beina leið heldur lagt lykkjur á hana til Madagaskar, Mexíkó og fleiri staða. Sá leggur sem Rutherford kláraði í gær var frá Narssarssuaq á suður- hluta Grænlands. „Það var ótrúlega gaman að fljúga yfir Afríku, Suðaustur-Asíu, Japan og stóru borgirnar í Bandaríkj- unum. Grænland var líka rosalegt,“ sagði hann. Rutherford hefur lent í ýmsum hikstum á leið sinni. Hann var þó ekki endilega á þeirri skoðun að hafa nokkurn tímann verið í hættu. „Það fer eftir því hvað þú skil- greinir sem hættu,“ sagði Ruther- ford. „Ég hef nokkrum sinnum lent í stressandi aðstæðum í ferðinni. Til dæmis var þessi leggur til Íslands erfiður því það var lágskýjað og úrhellisrigning yfir Atlantshafinu. Margt til að vara sig á.“ En foreldrarnir, eru þeir ánægðir? „Þau voru hikandi í byrjun. En síðan sættust þau við þetta og styðja mig fullkomlega.“ En hvað skyldi taka við þegar þessu ævintýri lýkur? Rutherford segist ekki útiloka að reyna við önnur heimsmet í framtíðinni en fyrst tekur alvara lífsins við. „Þegar þessu lýkur ætla ég heim að klára skólann. Ég þarf að vinna upp tímann sem ég hef misst úr námi,“ sagði Rutherford. „Ég stefni á háskólanám í framtíðinni en ég ætla ekki að hætta að f ljúga. Mér finnst líklegt að ég verði atvinnu- flugmaður.“ n Indælt að sjá eldgosið milli skýjanna Hinn ungi Rutherford var ánægður eftir erfiðan legg frá Grænlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR benediktboas@frettabladid.is DALVÍK Byggðaráð Dalvíkur hefur samþykkt að setja eina milljón króna til að laga fráveitu við félags- heimilið Ungó. Í fundargerð ráðsins segir að vandamálin séu tengd salernum í anddyri Ungó og séu ítrekuð. Fram kemur að kostnaður sé nokk- uð ófyrirséður enda ekki nákvæm- lega vitað um umfang eða nákvæma staðsetningu á því sem þarf að laga - þar sem ekki liggur nákvæmalega fyrir hvert vandamálið er. n Vilja laga salernið í félagsheimilinu Staðið með Salman Rushdie Hópur fólks safnaðist saman við bókasafn í New York í gær til að lýsa yfir stuðningi við og samstöðu með rithöfundinum Salman Rushdie, sem fyrir átta dögum var sýnt banatilræði er hann hélt fyrirlestur í Chautauqua stofnuninni þar í borginni. Í hópnum var fólk úr bókmenntaheimi New York. Tilræðis- maðurinn hefur lýst yfir sakleysi sínu en hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og grófa líkamsárás. Rushdie hlaut tíu hnífsstungur en er á batavegi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ítrekað hefur komið upp vandamál frá salernum í anddyri Ungó. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Konur af erlendum upp- runa sinna láglaunastörfum í ferða- þjónustu. Konur eru um þriðjungur menntaðra lögreglumanna en hlut- fall kvenna lækkar mikið eftir því sem ofar dregur í starfsstigi. Aðeins 25 prósent stjórnarformanna félaga í eigu ríkisins eru konur og tæplega 40 prósent lykilstjórnenda í ríkis- fyrirtækjum. Þetta er meðal þess sem segir í Kortlagningu kynjasjónarmiða sem birtist í gær á vef stjórnarráðsins. Þar segir ennfremur að konur hafi að meðaltali tæplega 13 prósenta lægri atvinnutekjur en karlar. Rannsók nir sý na að konur beri almennt meiri ábyrgð á umönnun barna en karlar. Það birtist meðal annars í því að við sambúðarslit semja langf lestir foreldrar um sameiginlega forsjá barna en lögheimilið er í f lestum tilfellum hjá móður. Hlutfall feðra sem fullnýta ekki sjálfstæðan rétt sinn til fæðingarorlofs hefur farið minnkandi. Ákvað ríkisstjórnin í gær, að til- lögu forsætisráðherra, að hefja und- irbúning að rannsókn á ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum, sem stundum nefnast önnur og þriðja vaktin. Er bent á í tilkynningu frá ríkis- stjórninni að í skýrslunni komi fram að slík rannsókn gæti fangað kynjaðan raunveruleika og nýst við stefnumótunarvinnu, líkt og raunin hefur verið í nágrannalöndunum. n Ríkið rannsakar heimilisstörfin Það eru ekki margir karlar sem pakka fyrir ferðalög. Það lendir oftar á konum sem kallast þriðja vaktin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 6 Fréttir 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.