Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2022, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 20.08.2022, Qupperneq 8
Ein helsta áskorunin sem hið evrópska mannréttindakerfi stendur nú frammi fyrir eru popúlískir stjórnunarhættir sem eru að aukast í mörg­ um Evrópuríkjum. Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu Mannréttindareglur gætu skipt máli þegar ákveða þarf lagalegar afleiðingar aðgerða­ leysis við loftslags­ vánni. VÍKURGATA 15 TIL SÖLU GARÐABÆ www.fastlind.is NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR Stórglæsilegt einbýlishús á einstakri útsýnislóð við Urriðavatn í Garðabæ Heimir Lögg. fasteignasali 849 0672 heimir@fastlind.is Einbýlishús // Stærð 346,6 fm 6 herbergja // 3 baðherbergi Aukin lofthæð, gólfsíðir gluggar, fataherbergi inn af þremur svefnherbergjum, arinn og stór tvöfaldur bílskúr. Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is Innrás Rússlands í Úkraínu, popúlískir stjórnarhættir í mörgum Evrópuríkjum, loftslagsvá og fleiri áskoranir blasa við mannréttindakerfi Evrópu. Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evr­ ópu, fer yfir flókin verkefni dómstólsins á næstu miss­ erum. Hann lætur af embætti eftir rúma tvo mánuði.  adalheidur@frettabladid.is MANNRÉTTINDI Miklar áskoranir blasa við Mannréttindadómstól Evrópu og öllu mannréttindakerfi álfunnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu, útgöngu þeirra úr Evrópu­ ráðinu, popúlískra stjórnarhátta í mörgum Evrópuríkjum, aðför að sjálfstæði og trausti á dómstólum auk þeirrar loftslagsógnar sem blasir við heiminum öllum. Róbert Spanó forseti Mannréttindadóm­ stólsins fjallar um þessar áskoranir í grein á vef Fréttablaðsins í dag. Í greininni sem er byggð á erindi Róberts á Norræna lögfræðinga­ mótinu sem haldið var í Reykjavík í vikunni, segir hann innrás Rúss­ lands í Úkraínu hafa gerbreytt pólitísku og efnahagslegu landslagi Evrópu og raunar lagalegu einnig. Rússlandi var vísað úr Evrópuráð­ inu í mars síðastliðnum og mun eftir 16. september ekki teljast aðildar­ ríki mannréttindasáttmálans. Dómstóllinn stendur frammi fyrir því verkefni að leysa úr 18 þús­ und rússneskum málum en þrátt fyrir að Rússland eigi ekki lengur aðild, falla fyrirliggjandi mál ekki utan lögsögu dómsins. „Mitt hlutverk sem forseta dóms­ ins áður en ég lýk störfum 1. nóv­ ember næstkomandi, er að gera allt sem í okkar valdi stendur til að leysa þetta verkefni farsællega og undir­ búa farveginn fram á við,“ segir Róbert í greininni. Hann spyr svo hvaða lærdóm megi draga af því að eitt ríki ráðist inn í nágrannaríki sitt, eftir alla lýðræðisþróunina frá seinna stríði, uppbyggingu þjóðaréttar og til­ komu Sameinuðu þjóðanna og Evr­ ópuráðsins, sem bæði ríkin hafi átt aðild að. „Innrás Rússa í Úkraínu er eitt skýrasta dæmið um það hvað ger­ ist þegar lýðræði nær ekki að festa rótum, þegar lýðræðið er aðeins orðin tóm, þegar þeir sem ekki samþykkja ofurvald valdhafanna eru þaggaðir niður, jafnvel fang­ elsaðir á annarlegum forsendum, þegar umburðarlyndið er lítið sem ekkert fyrir óvinsælum skoðunum eða fyrir lífsmáta sem ekki er talinn sannur að mati valdhafa eða í sam­ ræmi við svokallaðar hefðbundnar kenningar um hvað telst til viður­ kennds fjölskyldulífs. En dæmin um þróun af þessu tagi eru ekki aðeins bundin við þetta tiltekna ríki, þau er fleiri,“ segir Róbert, en í greininni rekur hann einnig hvernig sótt hefur verið að sjálfstæði dóms­ valdsins og þar með að þrígreiningu ríkisvalds. „Ein helsta áskorunin sem hið evrópska mannréttindakerfi stend­ ur nú frammi fyrir eru popúlískir stjórnunarhættir sem eru að aukast í mörgum Evrópuríkjum þar sem dómarar eru sakaðir um að vinna gegn hagsmunum „fólksins“ (innan gæsalappa). Slíkir stjórnmálamenn leitast við að veikja dómsvaldið, gera það pólitískt þóknanlegt meiri­ hlutanum, koma í veg fyrir að dóm­ arar sinni skyldum sínum. Með því er vegið alvarlega að réttarríkinu því án sjálfstæðra og óvilhallra dómara er réttarríkið úr sögunni,“ segir Róbert. Hann lætur þess getið að þótt Ísland megi með sanni kalla rétt­ arríki, steðji tiltekin hætta að, bæði innanlands og utan. Róbert víkur að mikilvægum málum sem leyst hefur verið úr um sjálfstæði dóms­ valdsins á vettvangi MDE og nefnir fjölda dóma sem kveðnir hafa verið upp um breytingar á dómskerfi Pól­ lands. Málin hafi falið í sér mikla áskorun enda varði þau fullveldi ríkisins og stjórnskipun og inn­ grip alþjóðastofnana eins og MDE, verði aðeins réttlætt með því að umræddar breytingar gangi gegn réttarríkinu og þrígreiningu ríkis­ valdsins. Róbert víkur einnig að loftslags­ vánni í grein sinni en þrjú mál henni tengd eru til meðferðar hjá yfirdeild réttarins. Enn eigi eftir að koma í ljós hvaða jákvæð áhrif mannrétt­ indareglur geti haft á þeim sviðum og svar Mannréttindadómstólsins muni senn líta dagsins ljós. Hann segir viðfangsefnið áskilja yfir­ vegaða og ígrundaða umræðu um mörk lögfræði og stjórnmála, hlut­ verk stjórnmálamanna og dómara. Ekki sé útilokað að mannréttinda­ reglur geti skipt máli þegar leysa þurfi ágreining um hvort skortur á viðbrögðum einstakra ríkja við vánni hafi lagalegar afleiðingar. n Miklar áskoranir blasa við Mannréttindadómstólnum Róbert Spanó lætur af embætti forseta Mannréttindadómstóls Evrópu 1. nóvember næstkomandi. MYND/AÐSEND. 8 Fréttir 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.