Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 21
Boðið verður upp á hressingu á fundunum. Mótum framtíðina saman Skannaðu inn QR kóðann til að skrá þig. Forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið vegna vinnu við Grænbók um mannréttindi. Á fundunum verður fjallað um stöðu mannréttinda á Íslandi, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Öll eru velkomin. Skráning fer fram á stjornarradid.is/mannrettindafundur. Hægt er að fara inn á síðuna með því að skanna QR-kóðann í vinstra horni auglýsingarinnar. Gott aðgengi er á öllum fundarstöðunum fyrir hjólastóla og táknmálstúlkun stendur til boða sé þess óskað með 7 daga fyrirvara. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum: 29. ágúst kl. 16:00 Selfoss (Hótel Selfoss) 31. ágúst kl. 16:00 Reykjavík (Ríma í Hörpu) 5. september kl. 17:00 Akureyri (Hamar í Menningarhúsinu Hofi) 6. september kl. 17:00 Egilsstaðir (Icelandair Hótel Hérað) 8. september kl. 10:00 Ísafjörður (Edinborgarhúsið) Opnir samráðsfundir um stöðu mannréttinda á vegum forsætisráðuneytisins Dagskrá Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Opnunarávarp Dr. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við Lagadeild Háskóla Íslands Hvað eru mannréttindi? Örerindi um mannréttindi Selfoss: Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar Reykjavík: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands Akureyri: Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB Egilsstaðir: Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga Ísafjörður: Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs Umræður Fundargestum er skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni. Hver hópur kynnir niðurstöður sínar stuttlega í lok fundar. Tekur þetta á kassann Hilmar Gunnarsson trónir í fyrsta sæti þegar kemur að áheitum fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Hilmar hleypur fyrir Reykjadal, sumarbúðir fyrir fötluð börn og unglinga og hafði þegar þetta er ritað safnað 1.475.000 krónum. Hilmar hefur góða reynslu af Reykjadal þar sem sonur hans, Kristó- fer, hefur notið dvalar. Kristófer er greindur með afar sjaldgæfan litninga- galla sem kallast Ring 18. Kristófer sem er 11 ára er sá eini með þetta heilkenni hér á landi sem lýsir sér í mikilli þroska- skerðingu og fötlun. „Ég held ég sé eins klár og ég get verið en annars er ég ekkert í þessu dags daglega. Að hlaupa til góðs hvetur mig áfram og ég læt mig hafa það með glöðu geði. Ég er bara búinn að vera að hlaupa 3 til 5 kíló- metra en hef svo verið að einbeita mér að hvíldinni fyrir átökin,“ segir Erling í léttum tón. „En það þarf ekkert að hafa áhyggjur af mér – ég skila mér,“ segir Hilmar, sem hljóp einmitt 10 kílómetra fyrir 10 árum. „Svo það er bara passlegt að hlaupa þetta á 10 ára fresti.“ „Síðast ætlaði ég bara að labba og taka þessu rólega ef ég yrði þreyttur en svo er bara fólk með potta og pönnur og trompeta á hverju götu- horni að hvetja mann áfram. Svo það er ekkert hægt að vera að hlunkast þetta – maður tekur þetta bara á kassann.” segir hann og hlær. Hafa safnað á þriðju milljón til góðra málefna Hilmar Gunnarsson ásamt syni sínum, Kristófer. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Erling Daði og Svanhvít Yrsa með dóttur sinni. MYND/AÐSEND Þeir Hilmar Gunnarsson og Erling Daði Emilsson hafa safnað hæstu áheitunum fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Báðir hlaupa þeir fyrir félög sem hafa reynst börnum þeirra vel, Hilmar fyrir Reykjadal og Erling fyrir Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna. Veðrið algjört aukaatriði Erling Daði Emilsson er í öðru sæti yfir þá sem safnað hafa mestu fyrir Reykjavíkurmara- þonið í dag. Erling safnar fyrir Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna og hafði þegar blaðið fór í prent náð að safna 1.193.900 krónum. Erling hefur sjálfur reynslu af Styrktarfélaginu en í sept- ember á síðasta ári greindist átta ára dóttir hans og Svan- hvítar Yrsu Arnardóttur með krabbamein. Í kjölfarið fylgdi ströng meðferð á Barna- spítala Hringsins og á sjúkra- húsum í Svíþjóð sem stendur enn yfir. Hjónin ætla bæði að hlaupa til styrktar SKB, Erling heilt maraþon og Svanhvít hálft. Félagið hefur stutt vel við bak fjölskyldunnar og langaði þau að gefa til baka. Erling var vel stemmdur þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Það er búið að myndast hrikalega skemmti- leg stemning í kringum þetta svo mann bara hlakkar til,“ segir Erling, sem hefur einu sinni áður tekið þátt í Reykja- víkurmarþoninu. „Hlaupin hafa gefið okkur mikið í þessu ferli. Til dæmis þegar við erum með hana í meðferð úti í Svíþjóð á sólar- hringsvöktum á spítalanum er gott að komast út að hlaupa.“ Samtals hafa þau hjónin safnað um tveimur millj- ónum og segir Erling það hafa komið á óvart. „Maður átti ekki von á svona miklu og er nánast orðlaus.“ Erling segist mæta með bros á vör og gleði í hjarta þó spáð sé norðanátt en dregur fljótt í land með áhyggjur af veðri. „Það er algjört aukaat- riði á svona degi. Það verður svo mikil stemning. Svo er rosalega erfitt að fara að kvarta yfir einhverju sem maður sjálfur skráði sig í því þegar maður er búinn að horfa upp á börn í krabba- meinsmeðferð.“ Helgin 21LAUGARDAGUR 20. ágúst 2022 FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.