Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2022, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 20.08.2022, Qupperneq 24
töf lur í tvær vikur fyrir upp- setninguna og fá svo sprautur fyrstu þrjá mánuði meðgöngunnar, en síðan ekkert meir. Ég var svo ekki viss hvort ég gæti verið með hann á brjósti en það hefur gengið eins og í sögu.“ Aldursviðmið klíníka misjöfn Áslaug hafði samband við nokkrar stofur áður en hún hóf meðferð. „Ég er orðin of gömul fyrir slíka meðferð hér heima en mig minnir að það miðist við 45 ára aldurinn,“ segir Áslaug. Blaðamaður hafði sam- band við Livio til að staðfesta þær tölur og fékk þær upplýsingar að hámarksaldur konu í meðferð með eigin eggjum er 43 ára og í meðferð með gjafaeggjum er það 48 ára. „Í Bandaríkjunum eru reglurnar mismunandi á milli klíníka. Sumar miða við 45 ára, sumar 50 og aðrar samþykkja eldri konur í meðferð. Ég veit að sumar klíníkur eru einfald- lega með lægra aldursviðmið til að geta sýnt fram á hærri árangurs- tölur, því auðvitað er hann minni eftir því sem konan er eldri. Það tók smá tíma að finna klíník sem var tilbúin til að gera þetta fyrir konu sem er komin yfir fimmtugt,“ segir Áslaug og segir aðspurð kostnað við meðferðina hlaupa á einhverjum milljónum króna. „Mér finnst svolítið leiðinlegt að það séu svona stíf aldurstakmörk hér heima því konur eru sífellt að eignast börn seinna. Fólk lifir leng- ur en það gerði áður og tækninni hefur f leygt fram. Ef móðirin er hraust þá finnst mér bara frábært ef hægt er að hjálpa henni. Sumar klíníkur úti voru með stífar reglur á meðan aðrar byggðu á heilsufari móður og auðvitað þurfti ég að fara í ýmiss konar heilsufarsskoðanir. Við tengdumst UCSF, spítala í San Fransisco í meðferðinni, en þar var gerð undantekning á 50 ára regl- unni fyrir mig vegna góðrar heilsu. Við þurftum aftur á móti að gera hlé á meðferðinni þegar Covid skall á og á meðan biðum við hér heima. Við byrjuðum ferlið svo aftur í fyrra- sumar og tengdumst þá annarri klíník, San Diego Fertility Center sem ég mæli eindregið með. Þeir taka margar konur yfir fimmtugt í meðferð. Uppsetningin var svo í september.“ Gekk betur en hún átti von á Áslaug var heppin og fyrsta upp- setningin gekk vel. „Það var mikil heppni að þetta gengi í fyrsta skipti og við reyndum að fylgja öllum reglum og fara varlega. Það var gerð erfðagreining (genetic testing) á frjóvguðu eggjunum fyrir ísetningu til að ákvarða hvaða egg væru lík- legust til árángursríkrar ísetningar. Meðgangan gekk vel þó smá örðug- leikar hafi valdið því að ég var beðin að vera ekki í líkamsrækt og fljúga ekki og því ílengdumst við hér á Íslandi. Á þeim tíma annaðist fag- fólk kvennadeildar Landspítalans mig og fékk ég frábæra þjónustu þar. Ég get í raun ekkert kvartað og þetta gekk betur en ég átti von á þó svo auðvitað sé þetta erfiðara en þegar maður er 25 ára eins og ég var þegar ég átti eldri soninn. Maður er á allt öðrum stað en áður. Þegar ég átti frumburðinn, Gunnar, var ég stressuð yfir öðrum hlutum. Ég var nýútskrifuð úr lög- fræðinni og hafði áhyggjur af starfs- ferlinum og fannst einangrunin fyrstu mánuðina erfið. Maður tók því sem sjálfsögðum hlut að geta eignast barn en í dag upplifi ég mikið þakklæti og reyni að njóta hverrar mínútu.“ Meðganga og fæðing eru mjög samtengd ferli í bandaríska heil- brigðiskerfinu og til að mynda er vaninn sá að kona gangi til fæðing- arlæknis alla meðgönguna, sem svo tekur á móti barninu. „Minn fæðingarlæknir ákvað snemma að barnið skyldi tekið með keisara. Það er mun algengara í Bandaríkjunum en hér á Íslandi en hún vildi það vegna aldurs míns auk Ãslaug segist hugsa hlutina á annan hátt en þegar hún fyrst varð móðir 25 ára. Nú sé tíminn með syninum númer eitt. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR þess sem Gunnar var tekinn með bráðakeisara á sínum tíma.“ Algjört kraftaverk Ocean Thor fæddist þann 31. maí síðastliðinn í Kaliforníu og gekk fæðingin vel. „Það var stórkostleg upplifun að fá þennan litla gaur í fangið. Mörgum árum áður var ég búin að afskrifa þann möguleika að ég myndi eignast fleiri börn, þannig að fyrir mér var þetta algjört krafta- verk.“ Áslaug segir fyrstu mánuðina með syninum hafa gengið vel og það er augljóst að drengurinn á hug og hjarta foreldra sinna. „Nú erum við líka komin með aðstoð hér heima með hann. Sem frumkvöðull getur maður ekki hætt að vinna eftir barneignina. Það er því gott að fá smá aðstoð.“ „Líkamlega er þetta auðvitað erfiðara og ég held að það hafi haft áhrif að hafa ekki mátt hreyfa mig lengi á meðgöngu og ekki í sex vikur eftir keisarann. En hann sefur alveg í fimm til sex tíma í einu yfir nótt- ina svo við erum heppin með það en auðvitað er erfiðara að vakna á nótt- unni en áður,“ segir Áslaug og hlær. „Nú er enn mikilvægara en nokkru sinni fyrr að við höldum okkur eins heilbrigðum og við getum fyrir hann,“ segir Áslaug, aðspurð um óttann við að vera eldra foreldri. „Draumurinn er auðvitað að við getum hitt hans börn ef hann ákveður að eignast börn. En ef hann bíður til fimmtugs eins og pabbi sinn þá er það kannski erfiðara,“ segir hún og skellir upp úr. Meðvituð um að nýta tímann „Við erum mjög meðvituð um að nýta tímann og vonum að hann fái að njóta með okkur eins og hægt er, auðvitað spáir maður í þessu. En hann á eldri bróður og stóra fjölskyldu á Íslandi sem er frá- bært. Þetta er auðvitað partur af því sem við hugsuðum um áður en við tókum þessa ákvörðun, hvort það væri slæmt fyrir hann að við værum orðin þetta gömul. En á móti kemur að vonandi getum við varið meiri tíma með honum heldur en ég gat gert þegar ég var 25 ára. Við erum bæði frumkvöðlar en vinnum mikið heiman frá og höfum þann- ig sveigjanleika í starfi. Vonandi fær hann þannig aðra hluti á móti sem hann hefði ekki fengið ef við hefðum verið mikið yngri.“ Breytt gildi og eftirsjá Áslaug og fyrrum eiginmaður hennar og hinn barnsfaðir, Gunn- ar Thoroddsen, skildu þegar sonur þeirra var ungur og fluttu þeir feðg- ar saman til Íslands á meðan Áslaug stökk á tækifærin sem henni buðust eftir framhaldsnám í Harvard og sonurinn kom til hennar í fríum. Í viðtali við helgarblaðið fyrir tveimur árum lét Áslaug hafa eftir- farandi eftir sér varðandi þann viðskilnað: „Ég veit ekki hvort ég myndi taka sömu ákvörðun í dag enda breytast gildi manns með árunum. Á þessum tíma var ég svo staðráðin í að fara í þetta nám og reyna fyrir mér á erlendri grundu og erfiðasti hluti þess var að geta ekki verið nægilega mikið með syni mínum. Við vildum auðvitað bæði hafa hann en niðurstaðan var svona.“ Eftirsjáin situr í henni. „Ég sé alltaf eftir því að hafa ekki getað eytt meiri tíma með honum en ég gerði og að hafa tekið ákvörð- un um að vera á þessu flakki. Hann sem betur fer heppnaðist mjög vel og við erum mjög náin,“ segir Áslaug. „Núna munum við gera þetta öðruvísi og tíminn með syninum er númer eitt. Auðvitað eru fyrirtækin okkar að vissu leyti líka börnin okkar en fjölskyldan er númer eitt og það er engin spurning.“ Ólétta amman Stuttu áður en Ocean Thor kom í heiminn varð Áslaug jafnframt amma þegar Gunnar sonur hennar eignaðist frumburð sinn, soninn Óliver Gunnar, með sambýliskonu sinni Marlenu Piekarska. „Ég var því ólétta amman,“ segir Áslaug og hlær. „Óliver kom snemma og það voru framkvæmdir í íbúðinni þeirra svo þau voru hérna uppi hjá okkur fyrstu vikurnar. Við fengum þannig smá tíma með honum og Sacha smá æfingu áður en föðurhlutverkið tók við.“ Það eru rúmir þrír mánuðir á milli drengjanna og því viðbúið að þeir verði nánir. „Það eru rosalegar tilfinningar sem fylgja því að eign- ast ömmubarn,“ segir Áslaug alsæl. Fjölskyldan kom til landsins frá Kaliforníu í vikunni og hittust þeir félagar þá í fyrsta sinn. „Þeir brostu til hvors annars,“ segir hún með hlýju. „Ætli þeir verði ekki bara eins og bræður sem er æðislegt. Ég mun því reyna að halda þeim öllum hér á neðri hæðinni sem lengst,“ segir Áslaug og hlær. „Mamma og maðurinn hennar eru ótrúlega hamingjusöm að fá tvo svona í einu,“ segir Áslaug, aðspurð um viðbrögð hennar fólks. „Gunn- ar sonur minn var eina barnabarnið hennar mömmu svo þetta er rosaleg hamingja fyrir hana og við sjáum fyrir okkur miklu meira líf um jólin enda búið að vera frekar rólegt síð- ustu tuttugu ár.“ Eldri mæður í Bandaríkjunum Áslaug er ekki frá því að koma Ocean hafi kveikt hugmyndina að barneignum hjá einhverjum vin- konum hennar sem eru komnar vel yfir fertugt. „Í stórborgum í Bandaríkjunum er mikið um eldri mæður og rosa- lega algengt að konur eignist börn eftir 45 ára. Kerfið er allt öðruvísi og margar konur sem taka ákvörð- un um að eignast barn og hætta að vinna um leið. Vinnudagar eru langir og lítið um frí eða fæðingar- orlof. Þá eru þær oft alveg vel yfir fertugt og alveg algengt að þær séu yfir fimmtugt. Fólk þar er því ekk- ert hissa á að við komum með barn núna. Við erum aðallega bara ótrú- lega heppin að fá þennan dásamlega kút til okkar.“ n Áslaug segir meðgönguna hafa gengið mjög vel þó smá örðugleikar hafi valdið því að hún hafi verið beðin að fljúga ekki um tíma. Mynd/aðsend Þetta er auðvitað partur af því sem við hugsuðum um áður en við tókum þessa ákvörðun, hvort það væri slæmt fyrir hann að við værum orðin þetta gömul.  24 Helgin 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.