Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2022, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 20.08.2022, Qupperneq 26
Pólitík Bjarna Benedikts- sonar er allsráðandi í ríkis- stjórninni. Já, fólk hefur borið okkur Ingibjörgu Sólrúnu saman og ég er upp með mér yfir því. Í grunninn er ég þó bara ég sjálf. Margir sjá Ingibjörgu Sólrúnu fyrir sér þegar Kristrún Frosta- dóttir stígur í pontu. Hún segist þó fyrst og fremst hún sjálf. Í helgarviðtali við Frétta- blaðið segir hún frá örlagaríku símtali sem markaði upphafið á pólitískum ferli hennar, hættulegri einstaklingshyggju og allt of miklum áhrifum Bjarna Benediktssonar í ríkis- stjórninni. Ég upplifði mikla ábyrgð á daglegu lífi sem krakki. Sá snemma sjálf um að vakna á morgnana, var mjög samviskusöm og og hlýðin, alltaf alvarlegt barn. Ég ætlaði að verða verkfræðingur,“ segir Kristrún Frostadóttir, rísandi stjarna stjórnmálanna og brosir, í eldhúsinu heima hjá sér. Ísland er allt undir hjá hinni 34 ára gömlu þingkonu sem vænta má að verði næsti formaður Sam- fylkingarinnar. Kristrún segist hafa metnað til að leiða næstu ríkisstjórn ef spilin stokkast þannig. Megin- áherslur hennar hverfist um efna- hagsmál, velferðarmál, heimili og atvinnu. Kristrún er yngst þriggja systkina, dóttir læknis og þjóðfræðings. Eftir MR lá leið hennar vestur til Banda- ríkjanna þar sem hún stundaði nám í hagfræði við Boston háskóla og Yale. „Það voru í raun tilviljanir sem leiddu mig á stað stjórnmálanna þrátt fyrir fyrri áætlanir um annað, en þekking mín úr bankageiranum hefur komið sér vel.“ Covid kveikti í mér Eftir námsárin úti kom Kristrún heim til Íslands og sinnti ýmsum störfum. Vorið 2020 var hún orðin aðalhagfræðingur Kviku og fór að skrifa fréttabréf sem fangaði athygli fjölmiðla. „Það var Covid sem kveikti í mér.“ Með því á Kristrún við að hún hafði sérhæft sig í rannsóknum á krísum og hagstjórnarmistökum stjórnvalda í þeim. Hún hafði gaumgæft og skrifað um viðbrögð íslenskra stjórnvalda eftir efna- hagshrunið og óttaðist þegar Covid kom upp að stjórnvöld myndu ekki grípa til réttra aðgerða. Meðal ann- ars gætu orðið alvarleg áhrif á hús- næðismarkað. „Eftir Covid var ráðist í heilmiklar örvunaraðgerðir í gegnum banka- kerfið, mikið fjármagn flæddi inn á húsnæðismarkað, en fénu var ekki stýrt beint af stjórnvöldum," segir Kristrún. „Ég upplifði að mér væri skylt að miðla þekkingu minni, því það var hægt að sjá fyrir að fjármagnið myndi leiða til mikilla eignaverðs- hækkana, fyrst og fremst á húsnæð- ismarkaði en einnig á fjármagns- mörkuðum. Þetta var ekki það sem hagkerfið þurfti. Það þurfti aftur á móti að styðja við atvinnulaust fólk og tekjulaus fyrirtæki vegna Covid.“ Passaði ekki alveg inn Kristrún fékk að heyra að það gæti verið hættuspil að vera hagfræðing- ur í banka og tala á opnum pólitísk- um nótum um hlutverk ríkisins. „Sumum fannst líka erfitt að skilja að það væri bæði hægt að vinna við banka og vera jafnaðarmaður. En ef maður horfir til Norðurlandanna þá er viðskiptafólk þar ekkert endi- lega til hægri. Jafnaðarmenn trúa á sambland ríkis og markaðar, vel- ferðarkerfi er ekki mótsögn í við- skiptalífi.“ „Margir sögðu: Er þetta ekki aðeins of pólitískt sem þú ert að segja? Ég reyndi að svara á móti að það væri ekki bara mikilvægt heldur mjög frelsandi að ræða pólitísk mál. Lífið er mjög pólitískt.“ Örlagaríkt símtal Sú tilviljun sem kannski á stærstan þátt í straumhvörfum á ferli Krist- rúnar er að einn dag árið 2020 hringdi fyrrverandi blaðamaður Ég var alltaf alvarlegt barn „Sumum fannst líka erfitt að skilja að það væri bæði hægt að vinna við banka og vera jafnaðar- maður. En ef maður horfir til Norður- landanna þá er viðskiptafólk þar ekkert endi- lega til hægri,” segir pólitísk stjarna sam- tímans, Kristrún Frostadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK „Ég naut góðs af mennta- og heilbrigðiskerf- inu og finn fyrir vikið til mikillar ábyrgðar gagn- vart samfélag- inu. Ég er partur af hópi og þess vegna verður að tala um hve hættuleg ein- staklingshyggj- an getur verið samfélögum.” á Stundinni í hana, Jóhann Páll Jóhannsson. Hann hafði mikinn áhuga á efnahagsmálum og vegna hvatningar hans og fleira ungs fólks síðar, ákvað hún að fara í framboð í f lokkskjöri í Reykjavík og flaug inn á þing. Kristrún segir að Alþingi sé mjög sérstakur vinnustaður. Þing- menn séu margir hverjir drifnir áfram af hugsjón en enginn skortur sé þó á stórum egóum. „Það sem kom mér sennilega mest á óvart á þinginu er hve margt er óvandað og hraðsoðið, sennilega vegna þess að það er sífelld pólitísk stöðutaka í gangi. Fjárlögum upp á 1.000-1.200 milljarða er rubbað af á þremur til fjórum vikum. Samráðs- ferli sem ætti að standa mánuðum saman haft að engu.“ Kristrún verður alvarleg á svip þegar hún nefnir sérstaklega hvað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar hafi mikil áhrif á vinnu fjárlaga- nefndar. „Fjármálaráðuney tið leg gur algjörlega línurnar. Það er valda- mesta ráðuneytið.“ Er hún að segja að Bjarni Ben hafi í raun meiri völd en Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra? „Pólitík Bjarna Benediktssonar er allsráðandi í ríkisstjórninni,“ svarar Kristrún að bragði. „Ríkisstjórnin stundar að stilla upp einhverju, að fjármál séu ekki pólitík heldur nátt- úrulögmál. En það er rosaleg pólitík í ríkisfjármálastefnunni og sú póli- tík yfirgnæfir allt annað.“ Skaðleg einstaklingshyggja Stefna ríkisfjármálanna bitnar, að sögn Kristrúnar, á sumum hópum umfram aðra. Hún komi verst við þá sem njóti greiðslu úr almanna- sjóðum, margt ungt fólk, öryrkja og aldraða. „Einstaklingshyggjan í pólitík- inni síðasta áratug er mér alls ekki að skapi.“ Það má sjá glóð í augum forystu- konunnar þegar hún heldur áfram: „Ég er í hópi þeirra sem hafa notið velgengni en það er ekki mér einni að þakka. Mér hefur gengið vel vegna þess að ég ólst upp í íslensku samfélagi og á jafnaðarhugsjón Íslendinga fyrr á tímum margt að þakka.“ „Ég naut góðs af mennta- og heil- brigðiskerfinu og finn fyrir vikið til mikillar ábyrgðar gagnvart sam- félaginu. Ég er hluti af hópi og þess vegna verður að tala um hve hættu- leg einstaklingshyggjan getur verið samfélögum. Þótt alvarlegir brestir hafi orðið hér á landi er enn mjög gott að búa á Íslandi vegna þess að hér er samkennd og hér eru sam- eiginlegir sjóðir til að létta undir. Fólk sem nýtur velgengni þarf að átta sig á að það komst ekki á þann stað einsamalt.“ Stundum líkt við Ingibjörgu Kristrún segir að í þessu samhengi séu efnahagsmálin hennar stóra ástríða. Ráðstöfun fjár hafi áhrif á allt annað. „Ég hef fundið í samræðum mínum við fólkið að landsmenn eru agndofa yfir úrræðaleysi í ákveðn- um verkefnum. Verkefnið nú er að leiða jafnaðarmenn inn í jákvæða pólitík. Þetta er í okkar höndum.“ Sumir telja sig sjá samsvörun með ákveðni Kristrúnar og öðrum leiðtoga Samfylkingarinnar fyrr á tímum. „Í stjórnmálum hér innanlands er Ingibjörg Sólrún mér fyrirmynd að vissu leyti. Hún er ein af þeim manneskjum sem maður lítur upp til, afreka hennar, sannfæringar- máttar og nærveru. Ég held að allir muni eftir Ingibjörgu. Það var eitt- hvað mikið við hana,“ segir Krist- rún, spurð hvort fyrrum formaður Samfylkingarinnar sé henni fyrir- mynd. „Já, fólk hefur borið okkur Ingi- björgu Sólrúnu saman og ég er upp með mér yfir því. Í grunninn er ég þó bara ég sjálf.“ Telur Kristrún að ungur aldur hennar í samanburði við f lesta ráð- andi leiðtoga landsins nú um stundir sé kostur eða hindrun, er kemur að vandasömum áskorunum fram- tíðarinnar? „Pólitík varðar hag komandi kyn- slóða og ekki síst barnanna okkar, ég á þriggja ára dóttur,“ svarar hún að bragði áður en hún heldur áfram: „Ég held það sé sérstaklega mikil- vægt að koma þeim skilaboðum áfram til ungs fólks að við látum samfélagið okkur varða. Pólitíska landslagið hefur verið mjög laskað eftir hrun, það þótti hreinlega geislavirkt að taka þátt í pólitískri umræðu um tíma. Ég fékk iðulega þær athugasemdir þegar ég steig fram að kannski væri ráðlegast að taka enga afstöðu. Við verðum að átta okkur á að það er pláss fyrir alls konar fólk í stjórnmálum og póli- tískri umræðu. Við þurfum að virkja fólk með alls konar bakgrunn.“ Við Anton Brink ljósmyndari pökkum saman og kveðjum. En í huganum sitja eftir orð sem Krist- rún lét falla, aðspurð um helstu eiginleika: „Ég hef fast land undir fótum og læt ekki þvæla mér út í aukaatriði. Maður þarf að setja alla orkuna í störfin, finna kjarnann og fara þaðan áfram.“ n Björn Þorláksson bth @frettabladid.is 26 Helgin 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.